Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 52

Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 52
BLS. 12 | sirkus | 9. NÓVEMBER 2007 Hverjir voru hvar Ef einhver var bremslulaus um helgina þá var það sirkusstjórinn. Hann var hárréttur maður á hárréttum tíma. B5 stimplaði sig inn sem einn hressasti skemmtistað- urinn en þangað flykktust helstu stælgæjar og glansgellur borgarinnar. Karen Millen-skvísurnar skörtuðu sínu fegursta, en þar voru líka Anna María Ragnarsdóttir snyrtifræð- ingur, Sif Björnsdóttir ofurskutla, Ingibjörg Stefánsdóttir leikkona og jógakennari, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður á Lex, í fjólublárri glansskyrtu, Birta Björns- dóttir fatahönnuður og maður hennar, Jón Páll húðflúrmeistari og starfsmaður Latabæjar. Lilja Björk Ketilsdóttir, fram- kvæmdastjóri Remax, mætti með nýja klippingu ásamt vinkonu sinni, Kötlu Jónasdóttur. Árni Sigfússon arkítekt og bróðir Péturs Jóhanns sýndi ógleymanlega takta á dansgólfinu ásamt Jóhanni lækni í Svíþjóð. Á dansgólfinu var líka Dýrleif Örlygsdóttir stílisti og jakkafataklæddu vinkonurnar hennar. Þegar líða tók á nóttina tók Sirkusstjórinn Kára Stefánsson til fyrirmynd- ar og skellti sér á bak Moooi-lampans sem lítur út eins og verðlauna- hross. ALLTAF SMART Kærustuparið Guðjón Rúnarsson og Kristín Ásta Kristins- dóttir eru alltaf vel til fara. Hér eru þau ásamt Remax-drottningunni Nönnu Guðbergsdóttur og Ólíver Pálmasyni athafnamanni. MYNDIR/DANÍEL RÚNARSSON DÖKKHÆRÐAR OG DULARFULLAR Vero Moda-systurnar Helga og Marta Árnadætur eru hér með Grétu vinkonu sinni. Þess má geta að Helga er tengdadóttir Garðars Kjartanssonar eiganda Apóteksins. Í STUÐI Hanna, Sibba og Elísabet skemmtu sér konunglega í boðinu. HUGMYNDARÍKAR Linda og Valgerður hönnuðu arininn sem sést hérna í bakgrunninn en hann setur svip sinn á staðinn. OPNUNARPARTÍIÐ Á APÓTEKINU Garðar og Gunnar eigendur Apóteksins. Nýi skemmtistaðurinn Apótekið var opnaður um síðustu helgi og af því tilefni var boðið í veglegt opnunarteiti. Eigendur staðarins, Gunnar Trausta- son og Garðar Kjartansson, voru flottir á því en í teitinu var opinn bar og gátu gestirnir drukkið eins og þá lysti. Allt helsta djammlið landsins var mætt til að lyfta sér upp og höfðu menn og konur orð á því að staðurinn væri sérlega glæsilegur. Þess má geta að staðurinn opnar formlega í kvöld. - - -

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.