Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 70
Margrét H. Blöndal mynd- listarmaður opnaði sýningu í tveimur sýningarsölum á annarri hæð Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í gær. Í öðrum salnum eru þrívíð verk sem eru sér- staklega unnin inn í salinn en í hinum eru teikningar. Titill sýningarinnar er „Þreifað á himnunni“ og vísar til inntaks verkanna sem flest eru einskonar rannsókn á hjúpunum sem umlykja allar lífverur. „Mér þykir orðið himna fallegt orð, ekki síst þar sem það getur átt við svo margt, allt frá örfínu himnunum utan um líffæri til óáþreifanlegs fyrirbæris eins og ósónlagsins sem er einskonar himna utan um jörðina. Það eru himnur og hjúpar utan um okkur öll sem aðskilja okkur frá öðrum fyrirbærum heimsins. Að þreifa á þessum himnum getur bæði þýtt að snerta þær en einnig að velta þeim fyrir sér eða skoða þær,“ segir Margrét. Þrívíðu verkin á sýningunni undirstrika ekki aðeins eiginleika sýningarsalarins heldur mótast þau einnig af eiginleikum efnisins sem þau eru unnin í. Skúlptúrarn- ir bera ótvíræð merki þess að hafa verið meðhöndlaðir á ýmsan hátt, eins og listamanninum hefur þótt best henta hverjum efniviði. Þannig hafa sum verkin verið krumpuð og önnur rifin eða brotin eða unnin á ótal aðra vegu. „Lykilþáttur í mínum verkum er að ég hef ekki stjórn yfir efn- unum sem ég vinn með. Þau hafa áhrif á hvernig ég vinn úr þeim og úrvinnsla mín hefur svo áhrif á endanlega mynd þeirra. Í hand- fjötlun efnanna felst ákveðin nánd. Þessi nálgun leggur áherslu á möguleikana í efninu og veltir upp spurningunni hvaða með- höndlun efnin kalla á. Oft vinn ég skúlptúra út frá því hvaða verk- færi eru hendi næst til að vinna á efnunum, þannig að það hefur líka áhrif á endanlega niðurstöðu. Þessi verk byggjast á innsæi. Ég get ekki séð fyrir hvert vinnuferl- ið leiðir mig.“ Teikningarnar sem Margrét sýnir eru unnar úr óvenjulegum efnivið. „Ég vann teikningarnar með vatnslitum og ólífuolíu. Þær sýna stækkuð smáatriði ljósmynda sem ég tók og eru fyrirbærin á þeim stundum greinanleg sem til- teknir hlutir en stundum eru þau nánast algerlega óhlutbundin. Mér finnst ólífuolía vera afar fallegt efni, hún er næringarrík og ljáir vatnslitunum eins konar skúlptúr- íska eiginleika. Einnig er erfitt að stjórna henni; hún lekur gjarnan út fyrir línur teikninganna og skapar þannig eins konar áru utan um myndefnið.“ Sýningin stendur til 31. desem- ber næstkomandi. Kl. 17 Vegna útkomu bókarinnar Einstök Mamma eftir Bryndísi Guðmunds- dóttur verður blásið til útgáfugleði í bókaversluninni IÐU, Lækjargötu 2a, í dag kl. 17. Bókin er byggð á endurminningum Bryndísar, en mamma hennar heyrir ekki og því notar fjölskyldan táknmál. Í gleðinni mun Bryndís lesa kafla úr bókinni og verður lesturinn túlkaður á táknmál um leið, ásamt því að söngkonan Védís Hervör flytur sýnishorn af nýja geisladisknum sínum. Sýningar í Smátíma Kjartan Ólafsson tónskáld heldur upp á dag tónlistar með útgáfu á diski sem geymir fjögur hljóm- sveitarverk hans í flutningi Sin- fóníunnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kjartan ræðst í útgáfu á eigin tónverkum. Hann hefur verið iðinn við að koma tónsmíð- um sínum á framfæri allar götur frá því að smellurinn Lalíf skaust fram á 45 snúninga plötu á sínum tíma. Hljómsveitarverkin sem heyr- ast nú eru hljóðrituð á tímabilinu 1988 til 2005. Þeirra á meðal er Víólukonsert sem Helga Þórarins- dóttir leikur ásamt hljómsveitinni sem var valinn tónverk ársins 2001. Hin verkin eru Sólófónía frá 2004 sem byggir á íslenskum þjóð- lögum og Sinfónían flutti 2005, Sonnetta sem flutt var á Myrkum músíkdögum 1999 og elsta verkið er Reflex frá 1988. Útgáfur Kjartans á eigin tón- smíðum sýna að hann hefur víða komið við á ferli sínum sem tón- skáld: fyrir utan popplagið fræga hefur hann samið tónlist fyrir leik- verkið Pétur Pan í sviðsetningu LR og unglingaóperuna Dokaðu við sem þau Garðar Thor Cortes og Marta Halldórsdóttir sungu. Kjartan hefur samið mikið af raf- tónlist og á verk á þremur diskum, auk disksins Music from Calmus. Stóri ópusinn á nýja disknum er einleikskonsertinn sem Kjartan samdi sérstaklega fyrir Helgu Þórarinsdóttur á nokkuð löngum tíma. Verkið var í vinnslu frá 1995 til 2000. Þar stefnir hann saman einleikshljóðfærinu og hljóm- sveitinni, hefðbundnum tónsmíða- kerfum og algrímískum aðferðum – algóritmum eða reikniaðgerð- um. Hann segir verkið byggjast á einföldum efnivið en gegn því sé stefnt flóknara og samsettara tón- efni. Sólófónían virðist af lýsingum byggja á svipuðum átakasviðum: Þar segist Kjartan notast við mis- munandi tónefni: aldagömul stef úr þjóðlögum í bland við heima- smíðar. Hann tekur þann efnivið og þróar áfram með Calmus- kerfinu sem er sérhannað fyrir nútímatónsmíðar. Kjartan segir kerfið hafa verið í notkun síðan 1988 og sé raunar eldra tónsmíða- kerfi með sínum viðbótum sem snúið sé í forrit. Það sé fáanlegt á netinu og opið til notkunar. Það hafi þann kost að geta samkeyrt ný og eldri kerfi. „Tónsmíðakerfi hafa verið til í hundruð ára,“ segir hann. „Calmus hefur þann kost að það er hægt að keyra saman gam- alt og nýtt. Samtími okkar er ekk- ert annað en stanslaus árekstur þess forna og nýja.“ Kjartan hefur alltaf gefið út sjálfur. Hann vill hafa fullkomna stjórn á útgáfunni. Segist að vísu alltaf vera á hausnum fyrir bragðið, en það fylgi því að vera listamaður nú á tímum: „Maður má bara ekki detta á andlitið. Okkur er að lærast að meta list- ræn efni, þar á meðal tónlist sem er á eftir einhverju öðru en gull- peningum. Í listum felast verð- mæti sem ekki verða mæld með peningum. Fólki er farið að skilj- ast það eftir langa hríð.“ Stanslausir árekstrar WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 Kíktu við í verslun okkar og svalaðu þorstanum með ískaldri Coke í gleri á meðan þú skoðar nýjustu sjónvörpin! Týpa: PV70 219.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. 42” plasma199.900- Frábært tæki sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. 40” LCD Verðlaunasjónvörp í flokki LCD og plasma tækja Sigurvegarar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.