Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 71

Fréttablaðið - 09.11.2007, Side 71
Baritónsöngvarinn Keith Reed og Gerrit Schuil píanóleikari halda sönglagatónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Stemningin verður í anda dags íslenskrar tónlistar, sem er reyndar í dag, þar sem á efnis- skrá kvöldsins eru eingöngu lög eftir íslensk tónskáld, þar á meðal Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Þórarinsson. Söngtextar eru bæði eftir ensk og íslensk ljóðskáld. Tónlistarunnendur mega því gera ráð fyrir ljúfri kvöldstund í Salnum á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er almennt miðaverð 2.000 kr. Íslensk söng- lög í Salnum Jón Kalman Stefánsson hefur fengið fyrir góða dóma fyrir nýja skáldsögu sína, Himnaríki og helvíti. Nú hefur Bjartur í samvinnu við alþjóðlegu réttindastofuna Leonhardt & Hoier gert þriggja bóka útgáfusamning fyrir hans hönd við sænsku spútnik- útgáfuna Svante Wayler forlag. SW kaupir sænska útgáfuréttinn á Himnaríki og helvíti, auk þess sem forlagið hefur ákveðið að gefa út verðlaunabókina Sumar- ljós og svo kemur nóttin og Ýmislegt um risafurur og tímann (sem tilnefnd var til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs). Þetta er þriðji útgáfusamningur sem Bjartur undirritar fyrir hönd Jóns Kalmans á stuttum tíma; bæði danskir og þýskir útgefend- ur hafa tryggt sér útgáfurétt á bókum hans síðastliðnar vikur. Höfundurinn er á upplestrarferð um meginland Evrópu megnið af nóvembermánuði til að fylgja eftir útgáfu á bókinni Sumarljós og svo kemur nóttin. Jón Kalman Stefánsson hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norður- landa, síðast fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin. Þrjár sögur seldar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.