Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 71

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 71
Baritónsöngvarinn Keith Reed og Gerrit Schuil píanóleikari halda sönglagatónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Stemningin verður í anda dags íslenskrar tónlistar, sem er reyndar í dag, þar sem á efnis- skrá kvöldsins eru eingöngu lög eftir íslensk tónskáld, þar á meðal Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Þórarinsson. Söngtextar eru bæði eftir ensk og íslensk ljóðskáld. Tónlistarunnendur mega því gera ráð fyrir ljúfri kvöldstund í Salnum á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er almennt miðaverð 2.000 kr. Íslensk söng- lög í Salnum Jón Kalman Stefánsson hefur fengið fyrir góða dóma fyrir nýja skáldsögu sína, Himnaríki og helvíti. Nú hefur Bjartur í samvinnu við alþjóðlegu réttindastofuna Leonhardt & Hoier gert þriggja bóka útgáfusamning fyrir hans hönd við sænsku spútnik- útgáfuna Svante Wayler forlag. SW kaupir sænska útgáfuréttinn á Himnaríki og helvíti, auk þess sem forlagið hefur ákveðið að gefa út verðlaunabókina Sumar- ljós og svo kemur nóttin og Ýmislegt um risafurur og tímann (sem tilnefnd var til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs). Þetta er þriðji útgáfusamningur sem Bjartur undirritar fyrir hönd Jóns Kalmans á stuttum tíma; bæði danskir og þýskir útgefend- ur hafa tryggt sér útgáfurétt á bókum hans síðastliðnar vikur. Höfundurinn er á upplestrarferð um meginland Evrópu megnið af nóvembermánuði til að fylgja eftir útgáfu á bókinni Sumarljós og svo kemur nóttin. Jón Kalman Stefánsson hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norður- landa, síðast fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin. Þrjár sögur seldar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.