Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 80
Verð að halda haus og standa mig áfram vel Nýliðar Stjörnunnar unnu fyrsta útisigur félagsins í úrvalsdeild karla þegar þeir lögðu Njarðvíkinga, 78-81, í Ljónagryfj- unni í gærkvöldi. Þetta var jafn- framt þriðja tap Njarðvíkurliðsins í röð en liðið lék Kanalaust í gær auk þess sem Brenton Birming- ham var veikur og æfði ekkert í vikunni fyrir leikinn. Stjörnumenn voru með frum- kvæðið allan leikinn, voru 18-21 yfir eftir fyrsta leikhluta og 37-40 yfir í hálfleik. Garðbæingar settu síðan niður fimm fyrstu skot sín í seinni hálfleik og komust 42-51 yfir og Njarðvíkingar voru að vinna upp þann mun það sem eftir var leiksins. Hörður Axel Vil- hjálmsson fékk tækifæri til að jafna leikinn í blálokin en þriggja stiga skot hans geigaði. „Ég er rosalega ánægður með þennan sigur og þetta er í fyrsta sinn á þremur árum mínum á Íslandi sem ég vinn í Njarðvík. Við erum með nýtt lið í þessari deild og leggjum áherslu á að berjast fyrir hverjum einasta bolta allar 40 mínúturnar. Það hefur þegar skilað okkur þremur sigrum. Við settum stefnuna á að komast í úrslitakeppnina og það hefur ekk- ert breyst,“ sagði Dimitar Karadzovski eftir leikinn en Njarðvíkingar réðu ekkert við Makedóníumanninn. Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkur, er ekkert að örvænta. „Við megum ekkert láta þetta brjóta okkur niður. Það er bara nóvem- ber og ég vil frekar horfa fram á veginn. Við eigum bara eftir að verða betri,“ sagði Teitur. Nýliðar Stjörnunnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Njarðvík í Ljónagryfjunni, 78-81. Þetta var fyrsti útisigur Stjörnunnar í úrvalsdeildinni. Allur botn virðist dottinn úr leik Njarðvíkur, sem hefur tapað þrem leikjum í röð. Stjarnan tyllti sér á topp N1 deildar kvenna þegar liðið lagði Val, 18-17, á heimavelli sínum í Mýrinni í gærkvöldi. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að mikið var í húfi. Liðin virkuðu stressuð og þá sérstak- lega gestirnir þó þeir hafi skorað fyrsta mark leiksins sem kom á fimmtu mínútu. Níu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Stjarnan loks fann netið í marki Vals en í kjölfarið náðu heimamenn yfir- höndinni í leiknum. Gestirnir virkuðu hræddir við Florentinu Grecu sem varði frá- bærlega í leiknum fyrir aftan mjög sterka vörn. Stjarnan náði góðu forskoti fyrir hlé, 10-6, og bætti um betur í upphafi seinni hálfleiks og náði sjö marka for- skoti, 14-7. Í stað þess að leggja árar í bát náðu Valsstelpur að minnka mun- inn hratt og örugglega og þegar þrjár mínútur voru eftir var stað- an orðin 18-17. Valur fékk góð tækifæri til að jafna leikinn en Grecu sá til þess að Valur skoraði ekki fleiri mörk. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að lið sitt væri komið á toppinn. „Það hefur verið gríðarlegt álag á mínu liði og við höfum varla náð tveim- ur æfingum í röð vegna leikja- álags. Þær sýndu mikinn karakter í þessum leik gegn sterku liði Vals.“ Grecu of stór biti fyrir Val NI-deild karla og kvenna: Iceland Express-deild karla: UEFA-bikarinn: HK náði Stjörnunni og Haukum að stigum á toppi N1 deildar karla í gærkvöldi þegar liðið lagði Stjörnuna, 29-21, í Mýr- inni í Garðabæ. Frábær seinni hálfleikur lagði grunninn að sigr- inum en Stjarnan náði sér engan vegin á strik. Mikið jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik en HK hóf seinni hálfleikinn með látum og nýtti sér andleysi heimamanna til hins ýtrasta. HK skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og lagði þar grunninn að sigrin- um. Frábær varnarleikur HK lagði grunninn að sigrinum enda sakn- aði Stjarnan Patreks Jóhannes- sonar og Heimis Arnar Heimis- sonar mikið. Lykilmenn vantaði einnig í liði HK en varnartröllið Sigurgeir Árni Ægisson er meiddur og Agustas Strazdas, besti leikmaður umferða 1-7, tók út leikbann. Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var að vonum ánægður í leikslok. „Við vorum svekktir að tapa á sunnudaginn og ákváðum að nýta tímann á milli leikja vel og koma betur undirbúnir til leiks. Við vorum tilbúnir í leikinn og hungraðir og skilaði hver einasti leikmaður sínu. Það var frábært að sjá liðið. Þetta var snúnings- punkturinn fyrir okkur. Þetta var spurning um hvort við ætluðum að berjast um fjórða sætið eða vera á toppnum. Við sýndum það í dag að við erum hungraðir og við viljum meira,“ sagði Gunnar. HK á toppinn með sigri á Stjörnunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.