Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 82
 Ragna Ingólfsdóttir verður í sviðjósinu hér á landi um helgina þegar hún tekur þátt í Alþjóðlega badmintonmótinu Ice- land Express International sem hófst í TBR-húsunum í gær. Íslandsmeistarinn nær vonandi að fylgja eftir frábærum sigri á Opna ungverska badmintonmót- inu um síðustu helgi og komast alla leið í úrslit en hún vann þetta mót í fyrra, fyrst íslenskra bad- mintonspilara. Ragna hækkaði sig um tíu sæti, upp í það 43., á nýjum heimslista Alþjóða-badmintonsambandsins og góður árangur um helgina gæti hjálpað henni enn frekar að komast inn á Ólympíuleikana. Mótið er hluti af Evrópumótaröð- inni. Þar er keppt um 5.000 dollara verðlaunafé og það gefur stig á heimslista Alþjóða-badmin- tonsambandsins. Ragna er númer þrjú í röðinni í einliðaleik kvenna. Það þýðir að hún er fyrir fram talin þriðja sterkasta einliðaleikskonan í mót- inu og er eini íslenski badminton- spilarinn sem fær röðun í mótið. Miðað við stöðu leikmanna á heimslista eru því líkurnar á því að íslensku leikmennirnir verði í úrslitum ekki taldar miklar. Ragna von Íslands á mótinu HSÍ stóð í fyrsta skipti fyrir vali á úrvalsliði karla í efstu deild í handbolta í gær, þegar úrvalslið umferða 1-7 í N1-deild karla var valið. Þar fyrir utan voru veitt verðlaun fyrir besta leik- manninn, besta þjálfarann, besta dómaraparið og bestu umgjörðina hjá félagi í N1-deildinni. Valnefnd á vegum Handknattleikssambands Íslands sá um valið. Ungverjinn Ferenc Buday, þjálf- ari Fram, var valinn besti þjálfari umferða 1-7 í N1-deildinni. „Ég er mjög ánægður með þessi verðlaun og þetta sýnir að HSÍ telur að ég sé að vinna gott starf fyrir Fram og það gleður mig. Deildin er góð í ár og ég held að það séu um 5-6 lið sem stefna að sigri og geta unnið deildina. Við hjá Fram höfum þau markmið að sigra í deildinni og ég ætla að gera mitt besta til þess að það gangi eftir,“ sagði Buday að verðlauna- afhendingunni lokinni. HK-ingurinn Augustas Strazdas var valinn besti leikmaðurinn en hann hefur leikið einkar vel fyrir HK, rétt eins og venjulega. „Þetta kemur mér mjög á óvart, en ég er mjög ánægður með þessa viðurkenningu. Ég held að deildin hér sé alltaf að verða sterkari og sterkari og það virðist sem allir geti unnið alla. En ég er ánægður með HK-liðið í ár og við sjáum til hvað kemur út úr þessu hjá okkur, við reynum okkar besta bæði hér á Íslandi og í Evrópukeppninni,“ sagði Strazdas. Besta dómaraparið var Valgeir Ómarsson og Þorlákur Kjartans- son. HSÍ tilkynnti val á úrvalsliði umferða 1-7 í N1-deild karla í gær. HK-ingurinn Augustas Strazdas var valinn besti leikmaður fyrsta fjórðungsins. Ungverjinn Ferenc Buday var besti þjálfarinn og Stjarnan fékk verðlaun fyrir umgjörð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.