Fréttablaðið - 19.11.2007, Síða 42
22 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
Á veturna getur marg-
borgað sig að ganga
með vettlinga. Handa-
fatnaður er gjarnan
álitinn vera fremur til
óþurftar en annað,
ekki síst þar sem hann
gerir manni erfitt
fyrir að handfjatla lykla, bókmennt-
ir, mat, hannyrðir og annað smálegt
og nauðsynlegt. En ég spyr þá sem
ekki ganga með vettlinga: haldið
þið ekki að þið gætuð átt erfitt með
að blaða í eftirlætisskruddunni
ykkar eða að troða Júmbósamloku í
trantinn á ykkur ef fingurnir hefðu
allir kalið einn hörkuveturinn og
dottið af? Ha? Íhugið þetta í smá-
stund og aðlagið svo hugmynd
ykkar varðandi hvort teljist meira
vesen að vera með vettlinga á hönd-
unum eða enga fingur.
Vettlingar eru ekki einasta hag-
nýtir í baráttunni við fingrakul
heldur geta þeir líka verið fallegir.
Norskir tvílitir vettlingar með
stjörnumynstri gleðja augað; það
sama má segja um eistneska vett-
linga sem flestir eru ótrúlega lit-
ríkir. Þeir ofurhugar sem setjast
niður og prjóna slíkan grip eru
oftar en ekki heiminum horfnir
þann tíma sem tekur að ljúka verk-
inu.
Vettlingar eru einstaklega heill-
andi handavinna sökum smæðar:
maður er rétt búinn að prjóna í
örstutta stund þegar manni finnst
verkið hálfnað. Þá tekur því varla
að hætta og því skal haldið áfram
linnulaust þar til skyndilega er
komin niðdimm nótt og vettlingur-
inn er afgreiddur. Þá má taka sér
stund til að dást að afrekinu áður
en hið óumflýjanlega verður ljóst:
nú er verkið fyrst hálfnað og ekk-
ert annað að gera en að endurtaka
allt heila klabbið speglað.
Þarna er prjónaranum orðin ljós
bölvun vettlingsins. Þegar einum
vettlingi er lokið óskar maður þess
innilega að maður væri bara með
eina hönd, svo óljúft er að hefja
vinnuna að nýju. Vandamálið er að
væri prjónarinn einhentur legði
hann tæpast stund á prjónaskap
þar sem verkið krefst tveggja
handa. Líkast til er best að þakka
sínum sæla fyrir að handafjöldinn
er ekki meiri en raun er.
BÖLVUN VETTLINGSINS
VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR ER ÞAKKLÁT FYRIR TVÆR HENDUR
TRYGGÐU ÞÉR
ÁSKRIFT AÐ SÝN 2
Gakktu frá áskrift á Netinu og fáðu
30% afslátt af fyrsta mánuðinum.
ÓDÝRARA Á NETINU
512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég kom eins fljótt
og ég gat! Ég held
að ég hafi stöðvað
blæðinguna!
Takk,
pabbi.
Vertu glaður að
hann sé í sama
húsi og við.
Tvo stóra poppkornspoka,
tvær júmbóstærðir af gosi
og einn poka af brjóstsykri.
En þarna niðri
bunar alveg!
Flott, Bára!
Kjáni! Það
blæðir ekki
einu sinni!
Þú lifir þetta af!
Við aflimum alltaf
til öryggis!
Hvernig
lítur
þetta
út?
Ég skar mig á
blaði!
Hvað
gerðist?
Ég man eftir því þegar það að
„fara saman í bíó“ þýddi að fólk
fór á sömu mynd.
Öh
Við
sjáumst.
Smjatt
smjatt
Ég reyni að
einbeita mér að
því sem ég er
bestur í.Smjatt
smjatt
Hver vill lita
með mér?
Ég er með nýja litabók,
nýjan litakassa og lang-
ar að deila með mér!
Þetta er tímabundið tilboð!
Ahh!
Forðum
okkur
héðan!!