Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 2
2 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR Aldís, voruð þið að klóra í bakkann? „Nei, en við klórum okkur í höfðinu yfir hvernig þetta gat gerst.“ Talsvert af klór lak út í Varmá í Hveragerði á þriðjudag. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. NÝ LJÓÐABÓK EFTIR GALDRAMEISTARANN Sjón var tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir einn söngtexta sinna í kvikmyndinni Dancer in the Dark, og fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005. Í ár er Sjón tilnefndur til Íslensku Bók- menntaverðlaunanna fyrir bókina Söngur steinasafnarans. DY N A M O R EY K JA V ÍK Tilnefning 2007 SLYS „Það var engin hálka búin að vera alla leiðina, en ég keyrði nú samt á fjörutíu því mér sýndist ég sjá hálkubletti,“ segir Ólöf Huld Magnúsdóttir, tvítugur Selfyss- ingur, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að bif- reið sem hún ók valt þrjár veltur niður gil eftir að hún missti stjórn á henni. Ólöf Huld var á leiðinni frá Sel- fossi í Adrenalíngarðinn á Nesja- völlum til að kanna aðstæður þar vegna fyrirhugaðrar ferðar. Ólöf er skátaforingi og var ásamt fjór- um þrettán ára krökkum úr skáta- flokknum sínum í bílnum þegar hann valt. „Ég var stödd í beygju sem ég taldi að væri búin þegar ég missti stjórn á bílnum í hálku og bíllinn rann rólega út af veginum. Bíllinn stoppaði í miklum halla og þá héld- um við að þetta væri búið en svo valt hann á hliðina fimm sekúnd- um síðar og stoppaði ekki fyrr en eftir tvær og hálfa veltu,“ segir Ólöf. „Við héldum okkur í loftið og töldum velturnar en þetta gerðist allt svo rosalega hægt. Það var eins og þetta væri allt sýnt hægt í einhverri bíómynd.“ Ólöf segir farþega bílsins hafa fundið bensínlykt eftir að bíllinn staðnæmdist og þá hafi þau flýtt sér út úr bílnum. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega en Ólöf hlaut áverka á hendi. „Mér leið strax mjög illa og hafði miklar áhyggjur af því hvernig ég ætti að koma orðum að þessu við foreldra krakkanna en ég ákvað að vera róleg,“ segir Ólöf. „Okkur var auðvitað mikið brugðið en við töluðum saman um þetta á leiðinni á heilsugæsluna og náðum að róa taugarnar.“ Bíllinn, sem var í eigu Ólafar, er gjörónýtur eftir veltuna og var fjarlægður með kranabíl í gær. aegir@frettabladid.is Bílveltan var eins og hæg endursýning Fjögur ungmenni sluppu án teljandi meiðsla eftir að bifreið sem þau voru far- þegar í valt 20 til 30 metra niður gil. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig ég ætti að útskýra þetta fyrir foreldrum krakkanna, segir ökumaður. ÓLÖF HULD MAGNÚSDÓTTIR Ólöf ók bílnum og var sú eina sem meiddist í óhappinu, en hún hlaut áverka á hendi. MYND/EGILL Á VETTVANGI Í GÆR Í birtingu í gær var hafist handa við að koma bílnum af vett- vangi. Fyrst var fest í hann dráttartaug og svo var hann dreginn upp á veg og ofan á pallbíl. MYND/GUÐMUNDUR KARL VIÐSKIPTI Gengi FL Group lækkaði um fimmtán prósent í Kauphöll Íslands í gær. Það var fyrsti viðskiptadagur með bréf í félaginu eftir tilkynningu um umfangsmikla hlutafjáraukningu í fyrradag. Úrvalsvísitalan féll um 1,95 prósent og sveiflaðist mikið yfir daginn. „Markaðurinn er mjög viðkvæmur núna en þróunin [í gær] sýnir hvað menn eru óvissir,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún bendir á að tveir þriðju hlutar af lækkun Úrvalsvísitölunnar hafi gengið til baka frá mestu lækkun en það sýni að fjárfestar séu bæði að endurmeta markaðinn og reyna að rýna í það sem aðrir eru að gera. „Einhverjir voru kannski að veðja á meiri lækkun en raunin varð,“ segir hún. „Langtímaáhrifin af úrlausn FL Group í gær er afskaplega góð því við fáum heilbrigðara umhverfi og mikla styrkingu á eigin fé fyrirtækisins,“ segir hún og bendir á að 180 milljarða eigin fé FL Group nemi 15 prósentum af vergri landsframleiðslu Íslands. „Þetta er engin skiptimynt.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, sagði á kynningarfundi í gær að dregið yrði úr rekstrarkostnaði félagsins. Búið er að loka skrifstofu FL í Kaupmannahöfn og verður starfsemi félagsins stýrt frá London. Stjórnarformaðurinn sagði að nú yrði unnið að því að ávaxta eignir FL Group í stað þess að leita að nýjum fjárfestingum. - bg/jab Verð á hlutabréfum stærstu kauphallarfyrirtækja sveiflaðist mikið í gær: Markaðurinn mjög viðkvæmur NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Jón Ásgeir Jóhannesson segir mestu tækifæri FL Group núna liggja í því að ávaxta núverandi eignir félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins hefur enn ekki tekið afstöðu til umsóknar þriggja nektardansstaða í Reykjavík um endurnýjuð rekstrarleyfi. Eins og kunnugt er leggst borg- arstjórn Reykjavíkur gegn því að staðirnir þrír fái umbeðna undan- þágu til að bjóða upp á nektardans. Jákvæð afstaða hefur hins vegar borist lögreglustjóra frá öllum öðrum umsagnaraðilum; Heil- brigðiseftirliti, Vinnueftirliti, byggingarfulltrúa, og brunamála- stjóra. Halldór Backman, lögmaður veitingastaðarins Óðals, segir að í lögum sé kveðið á um að jákvæðar umsagnir allra aðila þurfi fyrir leyfi. Óðal byggi hins vegar á því að lögreglustjóra sé í sjálfsvald sett að virða að vettugi umsagnir sem fari langt út fyrir valdsvið viðkomandi umsagnaraðila. „Þetta snýst um eðlileg valds- mörk stjórnvalda. Lögreglustjóri þarf ekki að hlýða á neikvæða umsögn ef hún er um eitthvað sem umsagnaraðilinn á ekki að tjá sig um,“ segir Halldór sem enn kveðst bíða bréfs frá lögreglustjóra þar sem honum verði gefið tækifæri á að koma að sjónarmiðum eigenda Óðals áður en ákvörðun er tekin í málinu. „Við munum vitaskuld mótmæla þessari umsögn borgarráðs á þeirri forsendu fyrst og fremst að hún sé byggð á ólögmætum sjón- armiðum enda hafi borgin áður veitt jákvæða umsögn um það sem borgin á að veita umsögn um,“ segir Halldór. - gar Lögreglustjórinn í Reykjavík íhugar enn umdeilda rekstrarleyfisumsóknir: Nektardans enn hjá lögreglu STEFÁN EIRÍKSSON Umsókn þriggja veitingastaða um leyfi til nektardans er óafgreidd hjá lögreglustjóra. VINNUMARKAÐUR Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi forstjóri Ratsjárstofnunar, er einn fimmtíu umsækjenda um embætti ferðamálastjóra. Magnús Oddsson lætur af embættinu um áramótin eftir að hafa gegnt því í fjórtán ár. Ferðamálastjóri er forstöðu- maður Ferðamálastofu, sem fer með framkvæmd ferðamála undir yfirstjórn samgönguráðu- neytis. Skipað er í starfið til fimm ára í senn. Á Ferðamála- stofu eru alls um tuttugu starfsmenn, en stofnunin rekur fimm skrifstofur innan og utan landsteinanna. - sþs Auglýst eftir ferðamálastjóra: Ólafur Örn einn 50 umsækjenda RÚSSLAND, AP Meðal nýrra þingmanna í Rússlandi er Andrei Lugovoi, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustunnar KGB, sem breska lögreglan hefur grunaðan um að hafa myrt Alexander Litvinenko í London á síðasta ári. Þegar Lugovoi var spurður hvort hann teldi kjör sitt á þing jafngilda því að hrækt væri framan í Vesturlönd sagðist hann vilja ráðleggja þeim að þurrka hrákann framan úr sér. Lugovoi sest á þing fyrir þjóðernisflokk Vladimírs Sjírínovskís, sem verður þriðji stærsti flokkur þingsins. Rússn- esk stjórnvöld hafa neitað að framselja Lugovoi til Bretlands. - gb Andrei Lugovoi á þing: Meintur morð- ingi nýr á þingi ANDREI LUGOVOI TRÚ Siðmennt, félag siðrænna húmanista, biður biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, um að biðjast opinberlega afsökunar á orðum um félagið, sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum. Öðrum kosti dragi hann þau til baka. Í viðtali við 24stundir kallaði Karl félagið „hatrömm samtök sem vilja að öllu leyti stöðva aðkomu trúarinnar í skólum“. Stjórn Siðmenntar telur ummælin ærumeiðandi fyrir félagið og þá foreldra sem hafa fengið Siðmennt til að annast borgaralega fermingu barna sinna. Félagið áréttar að það hafi ávallt stutt öfluga trúarbragða- Félag siðrænna húmanista: Biskup Íslands biðjist afsökunar HAFRANNSÓKNIR Búið er að skipa í faghóp sérfræðinga og aðila í sjávarútvegi til að fjalla um aðferðir Hafrannsóknastofnunar- innar við stofnstærðarmælingar. Sjávarútvegsráðherra fól Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra stofnun- arinnar, að koma á fót slíkum hópi. Stefnt er að því að fyrstu tillögur liggi fyrir í febrúar og að lokaúttekt liggi fyrir 1. septemb- er 2008. Hópurinn er skipaður tveimur fulltrúum frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Fiski- og farmannasambandi Íslands og einum fulltrúa frá Landssam- bandi smábátaeigenda. Sérfræð- ingar Hafrannsóknastofnunarinn- ar munu leiða starf hópsins. - shá Faghópur skipaður: Togararallið til skoðunar LJÓSAFELL SU Er eitt þeirra skipa sem hafa verið leigð í togararallið á síðustu árum. MYND/LOÐNUVINNSLAN NEPAL Stærsti asíski fíll heims sem vitað er um, Raja Gaj, er týndur. Hann hefur ekki sést í konunglega Bardia-þjóðgarðinum í Katmandú í Nepal, þar sem hann dvelst, undanfarið ár. Raja Gaj var eitt helsta aðdráttarafl þjóðgarðsins vegna stærðar sinnar, en sést nú ekki lengur. Samkvæmt japanska fréttamiðl- inum Japan Today hafa forsvars- menn þjóðgarðsins áhyggjur af því að veiðiþjófar hafi drepið fílinn. Hann er þrír og hálfur metri á hæð, samkvæmt mælingu sem gerð var árið 1999. - sþs Hefur ekki sést undanfarið ár: Týndu stærsta asíska fíl heims SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.