Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 12

Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 12
12 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR ORKA „Það kom aldrei til greina að við fengjum að byggja Grændals- virkjun, þrátt fyrir að sveitarfélög- in á svæðinu, Hveragerði og Ölfus, hafi sótt um það í sameiningu að nýta sína orku. Örfáum árum síðar sjáum við svo hvað gerist á Hellis- heiði þegar Reykjavíkurborg skipu- leggur stærstu hitaveitu- og orku- öflunarframkvæmdir á landinu, í Ölfusi. Það rennur allt í gegn. Maður getur því alveg spurt sig hvort allir sitji við sama borð í þess- um efnum,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri Hvergerðinga. Grændalsvirkjun ætluðu sveit- arfélögin Ölfus og Hveragerði að reisa, ásamt með RARIK, skammt norðan Hveragerðis, árið 1999. Virkjuninni sjálfri var þröngur stakkur skorinn árið 2001 þegar þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, leyfði hana með því skilyrði að horfið yrði frá veiga- mestu framkvæmdunum. Síðan hefur lítið spurst til Græn dals- virkjunar. Bæjarstjórinn bendir á að Hver- gerðingar hafi skipt um bæjar- stjórn tvisvar síðan þau áform voru uppi. Nú séu breyttir tímar og önnur viðhorf ríkjandi. Þau lýsi sér ekki síst í afstöðu bæjarstjórnar til Bitruvirkjunar og almennum áhuga á umhverfismálum. Fólk geri sér grein fyrir því að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið í heild að halda í óröskuð svæði, sérlega í kring- um höfuðborg- arsvæðið, þar sem eru flestir ferðamennirnir. „En þetta eru líka ofboðslega breyttar forsendur frá því sem verið var að hugsa um með Græn dalsvirkjun og því sem er núna á Hengilssvæðinu. Þetta er margfalt stærra!“ segir hún. Því væri eitthvað mikið að opin- beru kerfi og landslögum ef Bitru- virkjun rís, segir bæjarstjórinn. Brátt komi ný lög um skipulags- og byggingarmál. Aldís telur að með þeim sé verið að ganga á sjálfs- stjórnarrétt sveitarfélaga. Þó kunni þau að vera nauðsynleg, miðað við að svo virðist sem Ölfusingar ætli ekki að taka mark á vilja Hvergerð- inga, sem hafa mótmælt virkjun- inni harðlega. „Ef sveitarstjórnir geta ekki hegðað sér í samskiptum sín á milli þannig að sómi sé að og tekið sé til- lit til allra hagsmuna, þá getum við þurft að kyngja því að skipulags- rétturinn sé einfaldlega tekinn af okkur.“ klemens@frettabladid.is Eitthvað að ef virkjun rís Bæjarstjóri Hvergerðinga bendir á að Grændalsvirkj- un hafi verið hafnað á árum áður, þrátt fyrir vilja sveitarfélaganna en mun stærri Bitruvirkjun ekki. Spyr hvort Orkuveita fái frekar að virkja en þau. ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR VEISLUHÖLD Ekkert verður af gala- kvöldi Glitnis á næsta ári, en bank- inn hefur boðið stærstu viðskipta- vinum sínum og lykilstarfsmönnum til galakvöldverðar undanfarin tvö ár. Galakvöldið í ár fór fram í jan- úar, en þá var um 600 manns boðið í Laugardalshöllina í galaveislu sem bar heitið Stefnumót við stjörnurn- ar. Vilhjálmur Bjarnason, formað- ur fjárfesta, gagnrýndi veisluna opinberlega í fjölmiðlum fyrir óhóf og að hagnaður bankanna ætti að renna til viðskiptavina þeirra en ekki fara í dýrar veislur. Samkvæmt upplýsingum frá Glitni var ákvörðunin um að halda ekki galakvöld á næsta ári tekin vegna aukins umfangs veislunnar, en að sögn Völu Pálsdóttur, for- stöðumanns fjárfestatengsla hjá bankanum, hefur stærri viðskipta- vinum hjá bankanum fjölgað ört undanfarið. Aðspurð um hvort ákveðið hafi verið að blása veisluna af vegna bágrar stöðu á peningamörkuðum hérlendis um þessar mundir, kvað hún svo ekki vera. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankinn muni áfram nýta hina ýmsu við- burði jafnt smáa sem stóra til að efla tengsl sín við viðskiptavini eins og hann hefur gert undanfar- in ár. - æþe Glitnir hættir við að bjóða viðskiptavinum í mat: Ekkert galakvöld KLIMT sokkabuxur Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynningar á n‡ju vetrarvörunum frá Oroblu í Lyfju Fimmtudag, kl. 14-18 í Spönginni Föstudag, kl. 14-18 í Lágmúla Laugardag, kl. 12-16 á Smáratorgi Laugardag, kl. 13-17 í Smáralind RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R Góðar hugmyndir Hagkvæmar vistvænar mannvænar heildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 í jólapakkann Peysur, buxur og bolir 1.990 Verð frá FRÁ ÖLKELDUHÁLSI Á þessum slóðum hafa risið og rísa enn nokkrar virkjanir og er Bitruvirkjun ein þeirra. Bæjarstjór- inn í Hveragerði segir að hér sé einn mesti vaxtarbroddur atvinnulífsins, í ferðamennsku. M YN D /R A FN H A FN FJ Ö R Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.