Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 18
18 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Rússneska orðið Kreml þýðir virki eða kastali. Þetta orð hefur orðið alþjóðlegt samheiti fyrir æðstu stjórn Rússlands, enda hefur hún haft aðsetur innan Kremlarmúra í Moskvu um aldir. Moskvuvirki er í hjarta rússnesku höfuðborgarinnar við bakka árinnar Moskvu (til suðurs), til austurs er St. Basil dómkirkjan og Rauða torgið og til vesturs af Kremlarmúrum er Alex- andersgarður. Innan hinna turnum prýddu múra virkisins eru fjórar hallir og fjórar dómkirkjur. Þar er embættis- aðsetur Rússlandsforseta. KREML: AÐSETUR RÚSSLANDSLEIÐTOGA Íslensku landnámsgeitinni fækkar og skyldleikarækt hefur víða farið illa með hana. Ráðunautur Bænda- samtakanna vonast til þess að fjársterkir menn og sjóð- ir geti hlúð að stofninum með verndarræktun. Aðeins um 400 dýr eru eftir. „Geitastofninn er eini búfjárstofn landsins sem er í útrýmingar- hættu,“ segir Ólafur Dýrmunds- son, ráðunautur hjá Bændasam- tökunum. Hann óttast frekari rýrnun og skyldleikarækt stofns- ins og vonast til þess að fjársterk- ir einstaklingar eða sjóðir leggi sitt af mörkum við að viðhalda honum með svokallaðri verndar- ræktun. „Í Bandaríkjunum hefur fólk sem stundar ræktun á búfjárstofn- um sem taldir eru í útrýmingar- hættu sýnt íslensku geitinni áhuga og vonast til þess að fá leyfi til þess að flytja hana út,“ segir Ólaf- ur. Hann segir þá sem stunda vernd- unarrækt venjulega ekki gera það vegna arð- semi búskap- arins heldur til að leggja sitt af mörk- um við að vernda sjald- gæfar teg- undir. Þó sé möguleiki á arðsemi í tengslum við íslensku geitina og bendir hann á að í Skotlandi hefur verið ræktaður geitastofn sem kallaður er skoska kasmír-geitin. Þær geit- ur séu að einum fjórða íslenskar. „Þeir vildu nota íslensku geitina við ræktunina vegna þess hve þel hennar er mjúkt,“ segir Ólafur og bendir að verðmætasti eiginleiki skosku kasmír-geitarinnar sé í raun frá íslensku geitinni kominn. Á Íslandi eru geitur um það bil 400 talsins. Þær eru afkomendur landnáms- geita og má gera ráð fyrir því að skyldleiki sé orðinn töluverð- ur. Júlíus Bald- ursson, bóndi á Tjörn á Vatnsnesi, hefur mikið látið sig varða verndun íslenskra búfjár- stofna og rekur hann meðal annars stærsta bú sem er með íslensku landnáms- hænuna hér á landi. Hann segir reglugerðir og takmarkanir á flutningi búfjár um landið vegna sjúkdómshættu hafa gengið of langt. Aldrei hafi riða greinst í íslenskri geit og því sé undarlegt að sömu reglur séu látnar gilda um þær og sauðfé. „Ég vildi fá geitur og sótti um leyfi frá Landbúnaðarstofnun til að fá nokkrar á bæinn. Á eina bænum sem kom til greina að ég fengi geitur var stofninn orðinn svo illa á sig kominn að þeir kiðlingar sem komu í heim- inn drápust allir skömmu á eftir vegna skyldleika- ræktunar,“ segir hann og bætir við: „Mér sýnist stefna í að einstrengingsháttur emb- ættismanna verði brátt þess valdandi að íslenska landnáms- geitin deyi út.“ Ólafur telur mikilvægt að erfða- efni geita verði rannsakað, þá einkum með tilliti til riðu-arfgerða. „Það er ekki sjálfgefið að þær sótt- varnir sem látnar eru ganga yfir sauðfé eigi líka að ganga yfir geit- ur. Við vitum ekki einu sinni hvort þær eru ónæmar fyrir riðu eða ekki og megum ekki missa þær án þess að neinar rannsóknir verði gerðar,“ segir hann. karen@frettabladid.is Vona að auðmenn sinni geitum Þeir kiðlingar sem komu í heiminn drápust allir skömmu á eftir vegna skyldleika- ræktunar. JÚLÍUS BALDURSSON BÓNDI GEITBURÐUR Íslenska geitin þykir sérstök. Stofn hennar þykir orðinn hættulega lítill og minnir Birna K. Baldursdóttir, erfðarfræð- ingur á Ríó-sáttmálann sem kveður á um verndun stofna. Á myndinni er huðnan Dásemd sem býr í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum með nýborinn kiðling sinn. ÓLAFUR DÝRMUNDSSON Birna K. Baldursdóttir, mastersnemi í erfðafræði við Landbúnaðarhá- skóla Íslands, vinnur að rannsókn- um á erfðum geitarinnar. Hún segir að meðal annars verði kannað hve móttækilegur stofninn er fyrir riðu. Hún segir mikils um vert að við- halda erfðafjölbreytileika stofnsins þar sem hann sé mjög sérstakur, bæði í sögulegu og menningarlegu tilliti. „Íslensku þjóðinni ber skylda til að vernda þennan stofn,“ segir Birna og minnir á Ríó-sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslend- ingar hafa verið aðilar að frá því árið 1992. Hann kveður meðal annars á um að aðildarríkjum samnings- ins beri að gera áætlanir um að vernda líffræðilega fjölbreytni með því meðal annars að vernda upprunalega náttúru og nýta lifandi auðlindir á þann hátt að þær rýrni ekki heldur við- haldist. Enn fremur að reyna að bjarga tegundum sem eru í útrýmingarhættu, til dæmis með því að flytja þær inn á svæði þar sem þeim hefur verið útrýmt. BER SKYLDA TIL AÐ VERNDA GEITINA „Mér finnst þetta ekki vera neitt mál með börnin á fæðingardeild- inni, ég held þau bíði engan skaða af þessu,“ segir Davíð Smári Harðar- son söngvari um það hvort klæða eigi börn eftir kyni á fæðingardeildinni. „Hins vegar finnst mér alveg sjálfsagt að ræða þetta bleika og bláa mál og ef það fer í taugarnar á einhverjum er alveg sjálfsagt að breyta því. En mér finnst þetta ekki aðkallandi. Það væri hins vegar frekar ástæða til að ræða það af hverju strákar eru skírðir í kjólum. Hvað Egil Helgason varðar þá þekki ég kauða og veit hvaða mann hann hefur að geyma, hann er góður gæi og engin karlremba. Ég hef ekki trú á því að hann reyni sérstaklega að ná í karlkyns viðmælendur.“ Þá var Davíð Smári spurður um jafnréttið í sínu fagi. „Ég held að ríki jafnrétti meðal söngvara. Þó er hlutfallið heldur skakkt þegar kemur að bakröddum, það mættu nú alveg vera fleiri karlar í því.“ SJÓNARHÓLL UMRÆÐAN UM FEMÍNSIMA Vantar karla í bakraddir DAVÍÐ SMÁRI HARÐARSON Söngvari „Við erum nýbúin að halda upp á tuttugu ára afmæli svæðisútvarpsins, en það var um helg- ina og heppnaðist rosalega vel,“ segir Edda Óttarsdóttir, svæðisstjóri Ríkisútvarps- ins á Austurlandi. „Það var ótrúlega gaman að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum og þá sérstaklega leiða hugann að því hvernig starfsemin hér hefur endurspeglað tíðarandann í gegnum árin.“ Í afmælisveislunni gafst gestum og gangandi sjaldgæft tækifæri til að hlusta á gamlar upptökur af útsendingum svæðisútvarpsins og vakti það mikla lukku að sögn Eddu. „Það var ekki síst gaman að hlusta á gamla auglýsingapakka í útvarpinu, því þá sér maður hvað gríðarlega margt hefur breyst hérna á þessum tíma. Það er greinilegt að hér á svæðinu hefur verið mun meira úrval af verslun og þjónustu heldur en nú er, að minnsta kosti á minni svæðunum,“ segir Edda. „Þar var til dæmis verið að auglýsa glæsilegt kjötborð á Seyðisfirði, en ég held að það sé ekki til staðar lengur frekar en önnur smærri verslun.“ Edda segir gesti afmælisins hafa verið á annað hundrað. „Fólki hér finnst þessi starfsemi ekki síður skipta máli heldur en landsrásirnar. Mér fannst við verða áþreifanlega vör við að fólk virkilega metur svæðisútvarpið og telur hlut- verk þess enn þá mikilvægt og vonandi verður það svo áfram næstu áratug- ina,“ segir Edda. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EDDA ÓTTARSDÓTTIR, SVÆÐISSTJÓRI RÚV Á AUSTURLANDI Svæðisútvarpið afar mikilvægt Hverju þá? „Íslenskt menntakerfi er gott og þetta er ekki áfellisdómur yfir því.“ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARS- DÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM NIÐURSTÖÐUR PISA-KÖNNUN- ARINNAR. Fréttablaðið 5. desember. En var frábær „Mín staða er þokkaleg.“ HANNES SMÁRASON, FRÁFARANDI FORSTJÓRI FL GROUP, UM BREYT- INGAR Á STJÓRN FÉLAGSINS. Fréttablaðið 5. desember. kokka.is Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.