Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 26

Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 26
26 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR nám, fróðleikur og vísindi Kjarni málsins > Grunnskólanemendur eftir landsvæðum í fyrra. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Clarence E. Glad, stjórnarformaður ReykjavíkurAkademíunnar (RA), skrifuðu undir endurnýjaðan þjónustusamning nýlega. Samningurinn er til tveggja ára og kveður á um að fyrir 4,8 milljónir á ári vinni RA ýmis verkefni sem RA og Reykjavíkurborg koma sér saman um. Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg styrkir verulega uppbyggingu RA þar sem fræðimenn RA ætla í sívaxandi mæli að stilla saman strengi til sameigin- legra verkefna á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. ■ ReykjavíkurAkademían Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf, heldur erindi um fyrirvinnu og fjölskyldur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum á morgun kl. 12.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig íslensk fjöl- skyldustefna hefur ávarpað fyrirvinnuhlutverkið frá sögulegu sjónarhorni. ■ Kynjafræði Fyrirvinna og íslensk fjölskyldustefna Stefnumót um umhverfismál á vegum umhverfisráðuneytis og stofnunar Sæmundar fróða verður haldið í hádeginu föstudaginn 7. desember í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Að þessu sinni er spurningin: Hvað gerir til þótt erlendar plöntur eða dýr séu flutt inn til landsins? Fyrirlesarar verða Snorri Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Þröstur Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins. ■ Umhverfismál Erlendar tegundir, böl eða blessun? Herborg Friðriksdóttir grunnskólakennari kennir ellefu ára börnum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Henni finnst fjölbreytileikinn í kennslunni afar gefandi og segist leggja sig fram um að koma til móts við alla einstakl- ingana í bekknum og eiga gott samstarf við foreldra. „Ég legg áherslu á að skoða námsefnið út frá þörfum hvers og eins, velta því fyrir mér hvernig ég legg það fyrir hvern og einn því að nemendurnir eru náttúrulega jafn misjafnir og þeir eru margir,“ segir hún. „Kennslan er auðvitað einstaklingsmiðuð því að við þurf- um alltaf að gera verkefni sem henta hverjum og einum þannig að allir fái notið sín við að vinna verkefnin.“ Herborg hefur áhyggjur af framtíð vett- vangsferðanna. Hún bendir á að vettvangs- ferðir, skemmtiferðir og útikennsla brjóti upp skóladagana og kennarar hafi hug á að víkka þannig út kennsluna og breyta til. „Margt spennandi er í boði sem bæði gleður og fræðir,“ segir hún. „Nú er svo komið að samkvæmt lögum má ekki biðja for- eldra um fé til að kosta slíkar ferðir. Oftast eru þetta smá upphæðir fyrir rútukostnaði og slíku. Kennarar hafa áhyggjur af því að slíkar ferðir falli niður ef ekki má biðja foreldra að kosta barnið sitt í slíkar ferðir. Ef skólinn á að greiða fyrir alla nemendur verður kostn- aðurinn það mikill að skólastjórar munu væntanlega setja önnur mál í forgang.“ Herborg segir að flestir foreldrar virðist tilbúnir að greiða fyrir vettvangsferðir fyrir börn sín því þeir sjái mikilvægi slíkra ferða. „En við kennarar erum hræddir um að lögin verði til þess að ferðirnar falli niður því það heyrist nú sem aldrei fyrr í þeim foreldrum sem vilja standa á rétti sínum að skólinn eða sveitarfélög- in eigi að greiða allan skólakostnað og þar með allar ferðir sem farnar eru.“ KENNARINN: HERBORG FRIÐRIKSDÓTTIR GRUNNSKÓLAKENNARI Miður ef vettvangsferðir falla niður Þjóðarspegillinn, félags- vísindaráðstefna Háskóla Íslands, er haldin á morgun í áttunda skipti. Tilgangur ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir nýjustu rannsóknir íslenska fræða- samfélagsins og efla tengsl milli þess og atvinnulífs. Hvar á að ræða um kynþátt í skóla- bókum? Er unglingurinn útdauð- ur? Eru afbrot á Íslandi fátíðari en í öðrum löndum? Hvernig má átta sig á stefnu fyrirtækis? Þessar spurningar eru meðal fjölmargra sem íslenskir fræðimenn fjalla um á Þjóðarspeglinum, félagsvís- indaráðstefnu Háskóla Íslands sem lagadeild, félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild standa fyrir á morgun. Dagskráin stendur yfir frá níu um morgun- inn til fimm um eftirmiðdaginn í Odda, Lögbergi og Háskólatorgi. Þjóðarspegillinn er nú haldinn í áttunda sinn og hefur umfang ráð- stefnunnar farið stöðugt stækk- andi að sögn Friðriks Jónssonar, forstöðumanns Félagsvísinda- stofnunar, sem stýrir ráðstefn- unni. „Fyrsti Þjóðarspegillinn var haldinn árið 1994 og það ár voru fjórtán dagskrárliðir í boði. Í ár eru þeir yfir 30 og geta ráðstefnu- gestir valið á milli rúmlega hundr- að fyrirlestra.“ Í upphafi var hugmyndin á bak við slíka ráðstefnu að skapa fræði- legan umræðuvettvang á Íslandi fyrir fræðimenn til að koma og kynna rannsóknir sínar þar sem margar þeirra voru kynntar erlendis og rötuðu aldrei í íslenska umræðu að sögn Friðriks. „Önnur hugmyndin var sú að efla tengslin milli fræðastarfsins og atvinnu- lífsins með því að gefa fólki úti í atvinnulífinu tækifæri til að koma einu sinni á ári og kynna sér rann- sóknir á sínu sviði. Þetta hefur tekist afar vel í sumum greinum.“ Friðrik segir að af mörgum áhugaverðum fyrirlestrum í ár sé einn einstakur. „Pólskur fræði- maður frá Varsjá, Lucyna Aleks- androwicz-Pedich, fjallar um mjög áhugavert efni sem hún hefur rannsakað í samstarfi við Háskólann á Akureyri og er um Pólverja á Íslandi. Hún greinir hvað hefur gerst í þremur inn- flutningsbylgjum Pólverja til Íslands, bakgrunn þeirra og fleira. Einnig skoðar hún hvernig þessi reynsla Pólverja hefur birst í Póllandi. Þetta er fyrsta skrefið í að Þjóðarspegillinn verði alþjóð- leg ráðstefna.“ Hægt er að kynna sér dagskrá Þjóðarspegilsins á vefsíðunni www.thjodarspegillinn.hi.is. sdg@frettabladid.is Hundrað erindi á átt- unda Þjóðarspeglinum 17.647 Á höfuðborgarsvæðinu Utan höfuðborgarsvæðisins 26.228 Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, fjallar um rannsókn sem hann vann ásamt Atla Hafþórssyni háskólanema um þjóðernisstolt ungra Íslendinga. Lögðu þeir spurningar fyrir unglinga í 10. bekk sem leiddi í ljós að öfugt við sambærilegar rannsóknir erlendis þá eykst þjóðernisstolt íslenskra unglinga með aukinni menntun og betri fjárhag foreldra. Þá voru ungmenni á landsbyggðinni stoltari af þjóðerninu en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þjóðernisstoltið tengist hlutum á borð við uppruna foreldra og búsetu krakkanna á ævinni. Þegar báðir foreldrar eru íslenskir segjast 70 prósent krakka vera stolt af því að vera Íslendingar. Þetta hlutfall lækkar ef foreldrar eru af erlendum uppruna en þó bara niður í 30 til 40 prósent.“ Þóroddur sagði að einnig hefði komið fram munur á þjóðernisstolti eftir sveitarfélögum og landsvæðum sem unglingar koma frá og sama ætti við um krakka sem hefðu sterka Evrópuvitund. Þeir krakkar væru minna stoltir af íslensku þjóðerni. Þjóðarspegilinn er eins konar uppskeruhátíð félagsvísindanna á Íslandi að mati Þórodds. „Þarna geta fræðimenn kynnt það sem þeiru eru að gera og fá tækifæri til að hitta kollegana til að bera saman bækur. Einnig gefst þarna tækifæri til að hitta unga fólkið sem er í námi eða að koma úr námi með ferskar hug- myndir. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir félagsvísindin.“ ÞJÓÐERNISSTOLT UNGRA ÍSLENDINGA Kristín Loftsdóttir, dósent í mannfræði við Háskóla Íslands, fjallar um hvar ræða eigi kynþætti í skólabókum. „Ég set niðurstöður úr rannsóknarverkefninu „Ímyndir Afríku á Íslandi“ fram á hagnýtan hátt með því að skoða hvernig fólk talar um kynþætti og benda á að þetta er ekki vísindalegt hugtak þar sem fólk skiptist ekki í einfalda litaflokka.“ Í erindi sínu undirstrikar Kristín mikilvægi þess að tala um kynþætti í sögulegu tilliti en ekki sem líf- fræðilega staðreynd. „Þetta er úrelt hugtak en af því að það er mik- ilvægt í samfélaginu til að flokka fólk þá hefur það raunveruleg áhrif. Ég er að benda á að spurningin sé ekki að við megum ekki segja svartur heldur þurfum við að spyrja okkur af hverju við viljum svona oft segja svartur, hvenær þjónar það tilgangi? Það kemur sérstaklega fram í eldri námsbókum að oft er vísað til litarháttar jafnvel þótt það tengist samhenginu ekkert.“ Kristín segir Þjóðarspegilinn hafa mjög mikilvægt gildi fyrir íslenskt samfélag. „Ég myndi halda að það sé skemmtilegt bæði fyrir fræðimenn og almenning að fá svona þverskurð af því sem fólk er að gera í háskólanum. Þetta eru ólík erindi og ég tel það styrk ráðstefnunnar að hún endurspeglar þá fjölbreytni og grósku sem er í íslensku fræðalífi.“ KYNÞÁTTAHYGGJA Í SKÓLABÓKUM ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afraf- magnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiú flarft enga fötu, fyllir bara brúsann me› vatni og hreinsiefni. Ótrúlega einfalt! MOPPUSETT FLASH M/SPREYBRÚSA Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! 20% afsláttur fiRIFIN VERÐA LEIKUR EINN ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! FRIÐRIK JÓNSSON FORSTÖÐUMAÐUR FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR OG STJÓRNANDI ÞJÓÐARSPEGILSINS Segir mikilvægt að skapa vettvang fyrir fræðimenn til að kynna rannsóknir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.