Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 32
32 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 947 6.510 -1,95% Velta: 10.227 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,00 -3,10% ... Bakkavör 58,20 +0,00% ... Eimskipafélagið 36,30 -1,09% ... Exista 22,95 - 4,57% ... FL Group 16,35 -15,07% ... Glitnir 23,20 -2,32% ... Icelandair 27,60 -0,90% ... Kaupþing 881,00 -0,56% ... Landsbankinn 35,90 -0,42% ... Straumur-Burðarás 15,65 +0,32% ... Össur 100,00 +1,01% ... Teymi 6,08 -1,78% MESTA HÆKKUN ALFESCA 1,83% ÖSSUR 1,01% MAREL 0,84% MESTA LÆKKUN FL GROUP 15,07% SPRON 5,91% EXISTA 4,57% Tíu dagar til stefnu Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group og Baugs, sagði á fundi í gærmorgun með fjárfestum og starfsmönnum fjármála- fyrirtækja að æskilegt væri að Hannes Smárason lyki kaupum á 23 prósenta hlut í Geysi Green Energy innan tíu daga. Þá ætti verðmat á hlutnum að liggja fyrir. Tímaramminn sem Jón Ásgeir setur miðar að því að þessari vinnu verði lokið áður en hluthafafundur í FL Group verður haldinn. Þá verður ný stjórn félagsins valin og komið hefur fram að Hannes muni taka þar sæti. Þegar til stóð að sameina Geysi Green Reykjavik Energy Invest var félagið metið á rúma 27 milljarða króna. Hannes þarf því að punga út rúmum sex milljörðum króna fyrir hlut sinn í félaginu. Samkeppni um fundargesti Tveir áhugaverðir fundir um viðskiptalífið voru haldnir í gærmorgun. Viðskiptaráð stóð fyrir fundi um þróun íslenskra fjármálamarkaða í Háskólanum í Reykjavík. Um áttatíu manns mættu á þann fund enda áhugaverð erindi í boði. Á sama tíma kynntu Jón Ásgeir Jóhann- esson og Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, stöðu félagsins og framtíðarhorfur. Að minnsta kosti 150 manns mættu á þann fund. Það má með sanni segja að áhugi á þessum breytingum sé mikill enda snertir þetta alla á markaðnum. Nýi forstjórinn svaraði spurningum skilmerkilega og kom því vel á framfæri sem hann hafði heimild til að greina frá. Jón hefur kosið að vera fyrir utan kastljós fjölmiðla. Síðustu tveir dagar hafa hins vegar sýnt að hann höndlar það vel að svara fyrir skráð félag í Kauphöll Íslands. Peningaskápurinn ... Erlend eign í Kauphöllinni hefur aukist mikið milli ára og nemur nú 41 prósenti. Mikið af þessu er í eigu Íslendinga sem geyma sitt í erlendum félögum. Forstjóri Kauphallarinnar telur aukninguna milli ára skýrast af aukinni erlendri fjárfestingu. „Erlent eignarhald fyrirtækja í Kauphöllinni var um 41 prósent í september en var 27 pró- sent á sama tíma í fyrra,“ sagði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í pall- borðs umræðum á fundi Viðskiptaráðs í Háskólanum í Reykjavík í gær. Þórður telur að hluti af skýringunni sé fólg- inn í því að Íslendingar geymi hlutabréfaeign sína í erlendum félögum. Það hafi kannski frekar gerst áður. Hins vegar sé erfitt að meta í hversu miklum mæli það sé. „Meginskilaboðin sem tölurnar segja, það er breytingin, er hins vegar að erlend fjárfesting er að aukast,“ segir Þórður. Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor segir að þetta geti gefið skakka mynd. „Við- skiptahallinn sé ofmetinn og erlend eignar- staða vanmetin. Þetta gefur neikvæðari mynd af okkar stöðu út á við en ella,“ segir Friðrik Már, sem nýlega lauk við skýrslu um íslenskan fjármálamarkað ásamt Dr. Richard Portes. Friðrik Már segir að erfitt sé að meta hversu mikið sé um að félög Íslendinga séu skráð erlendis. „En ég held að það sé vel þekkt að þetta sé í töluverðum mæli. Til dæmis að farið sé með eignir til Hollands. Það er augljóst að þetta er af skattalegum ástæðum,“ segir Frið- rik Már og bætir því við að æskilegast væri að Íslendingar breyttu sínu skattaumhverfi til þess að draga úr hvatanum til þessa. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, segir að þetta auki umfang eftirlitsins, en í sjálfu sér sé þetta hluti af alþjóðavæðing- unni og þátttökunni í Evrópska efnahagssvæð- inu. „Við þurfum stundum að vera í sambandi við erlendar systurstofnanir. Það tekur tíma en við fáum upplýsingar að lokum.“ Aðalatriðið sé að eignarhald sé gegnsætt, segir Jónas, og vísar þar meðal annars til fram- virka samninga og söfnunarreikninga. „Svo við sjáum hver sé endanlegur eigandi. Ef þurfa þykir þá verðum við að tryggja þetta með lögum.“ ingimar@frettabladid.is Erlenda eignin íslensk að hluta FRÁ FUNDI VIÐSKIPTARÁÐS. Finnur Oddsson hjá Við- skiptaráði, Þórður Friðjónsson Kauphöllinni, Jón Ingi Þorvaldsson Glitni og Jónas Fr. Jónsson hjá Fjármála- eftirlitinu. Skuldir aukast Skuldir heimilanna jukust um ríflega fimm prósent milli ann- ars og þriðja fjórðungs ársins, að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Glitnis í gær, að skuldir heimilanna hafi ekki aukist jafn mikið milli fjórðunga frá því um mitt ár í fyrra. Greining Glitnis bendir á að skuldir heimila hafi aukist mun hraðar en ráðstöfunartekjur á undanförnum árum. Þær hafi numið 213 prósentum af ráðstöf- unartekjum í fyrra, en 178 pró- sentum árið 2000 og 144 prósent- um árið 1995. Ætla megi að hlutfallið hækki frekar, þrátt fyrir verri lánakjör og hækkandi ráðstöfunartekjur. Samkvæmt tölum Seðlabank- ans nema heildarútlán lánakerf- isins um 5.386 milljörðum króna. Þar af nema skuldir heimilanna 1.482 milljörðum. - ikh MARKAÐSPUNKTAR Samræmd vísitala neysluverðs hækk- aði um 0,57 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja EES í október. Til samanburðar hækkaði hún um 0,37 prósent hér. Hækkunin á ársgrund- velli nemur 2,6 prósentum innan EES-ríkjanna. Framleiðni mældist 6,3 prósent á árs- grundvelli í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar höfðu reiknað með og þykja einkar jákvæðar miðað við svartsýnisspár um samdrátt. Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. Ótrúlegt en satt, en hraðvirkasta PC-fartölvan er Makki. Vertu velkominn í hópinn – hvort sem þú vilt nota Windows eða Mac OS X þá er næsta tölvan þín frá Apple. Mac Book Pro 15,4” skjár / 2,2 GHz Intel Core 2 Duo / 120 GB / 2 GB 1440 x 900 px / 128 MB skjákort 8x SuperDrive / iSight / Fjarstýring 209.990,- Mac Book Pro 15,4” skjár / 2,4 GHz Intel Core 2 Duo / 160 GB / 2 GB 1440 x 900 px / 256 MB skjákort 8x SuperDrive / iSight / Fjarstýring 249.990,- Mac Book Pro 17” skjár / 2,4 GHz Z0ED Intel Core 2 Duo / 160 GB / 2 GB 1680 x 1050 pixlar / 256 MB skjákort 8x SuperDrive / iSight / Fjarstýring 279.990,- Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Laugavegi 182 105 Reykjavík Sími 534 3400 www.apple.is Kringlunni 103 Reykjavík Sími 534 3400 www.apple.is MacBook Pro – hraðvirkasta fartölvan fyrir Vista* *Skv. mælingum PC World: pcworld.com/article/id,136649-page,3-c,notebooks/article.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.