Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 35

Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 35
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Nadia Banine er flestum sjónvarpsáhorfendum kunn og dylst engum að þar er smekkmann- eskja á ferð. Yfirleitt hafa föt ekkert sérstakt tilfinningagildi í huga Nadiu ef frá er talin flík sem vinkona hennar gaf henni á ferð þeirra um borgina Marrakesh síðastliðið vor. „Ég var á ferðalagi um borgina Marrakesh í Marokkó með vinkonu minni síðastliðið vor og langaði til að fá mér sérsaumaðan kaftan. Við fundum klæðskera sem saumaði hann í límónugræn- um lit og svo vildi vinkona mín endilega gefa mér hann,“ segir Nadia. „Mér þykir því sérstaklega vænt um hann. Svo hef ég líka sterkar taugar til landsins þar sem pabbi minn er frá Marokkó,“ bætir hún við. Nadia segir marga tískuhönnuði sækja innblástur til landsins. „Maður sér þessa strauma oft í tísku og litavali á Vesturlöndum og má nefna túrkís og fjólubláu litina sem dæmi. Tískuhönnuðir virðast sækja landið heim og var klæðskerinn sem saumaði kaftaninn með myndir af sér með Gianfranco Ferrè og Jean-Paul Gaultier uppi á vegg og höfðu þeir látið hann sauma eftir sínum sniðum.“ Annars segir Nadia að það fari eftir árstíðum hvaða föt hún heldur upp á. „Ég er frekar kulsækin og þarf alltaf að vera vel klædd. Boss-mokkakápa og Ugg-loðstígvél eru til dæmis mikið notuð þessa dagana. Svo er ég svolítil kjólakona í mér og nota kjóla mikið yfir buxur,“ segir hún. vera@frettabladid.is Klæðskerasaumaður kaftan Vinkona Nadiu gaf henni þennan límónugræna silki-kaftan í Marrakesh. HOLLT OG GOTT Ávaxtabíllinn ekur heim að dyrum með alls konar ávexti og hollusturétti. HEILSA 4 VANDAÐ Á BÖRNIN Í vefnaðarvöruversluninni Seymu má nú fá falleg og vönduð barnaföt sem eru flutt inn frá Ítalíu. TÍSKA 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.