Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 44
 6. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● smáralind og nágrenni AFGREIÐSLUTÍMI SMÁRALINDAR UM JÓLIN Frá og með morgundeginum, 7. desember, og til jóla, verður opið alla daga til klukkan 22.. Laugardaginn 22. desember frá 10–22 Sunnudaginn 23. desember frá 10–23 Mánudaginn 24. desember frá 10–13 Mánudaginn 31. desember frá 10–13 Fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag, 27. til 30. desember, er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma Smáralindar. VÍNBÚÐIN Í SMÁRALIND VERÐUR OPIN LENGUR FRÁ 20. DESEMBER. Fimmtudaginn 20. des. frá 11–20 Föstudaginn 21. des. frá 11–20 Laugardaginn 22. des. frá 11–22 Sunnudaginn 23. des. Þorláksmessa, LOKAÐ Mánudaginn 24. des. frá 10–13 Þriðjudaginn 25. des. LOKAÐ Miðvikudaginn 26. des. LOKAÐ Fimmtudaginn 27. des. frá 11–18 Föstudaginn 28. des. frá 11–20 Laugardaginn 29. des. frá 11–22 Sunnudaginn 30. des. LOKAÐ Mánudaginn 31. des. frá 10–14 Opið um jólin Verslanir eru opnar mun lengur um jólin. ● STÆRRI OG ÞÆGILEGRI STÆÐI Bílar landans verða ávallt stærri, og venjuleg bílastæði sem eru um 2,5 metrar að breidd virðast stundum ekki duga. Forsvarsmenn Smáralindar hafa brugðist við með því að stækka hluta bílastæða við verslunarmið- stöðina en við suðurenda Smáralindar, nánar tiltekið við Debenhams, eru um 400 bílastæði sem eru þrír metrar að breidd. Stæðin eru merkt með gulum línum og getur hver sem er lagt í stæð- in endurgjaldslaust. Líklega mun þetta koma sér vel fyrir barnafólk, fólk á jeppum og stórum bílum og þá sem vilja geta opnað hurðirnar vel til að koma innkaupapokunum fyrir á þægilegan máta. Í framtíðinni verður stefnt að því að stækka öll bílastæði við Smáralind til að auka þæg- indi viðskipta- vina. Glerturninn á Smáratorgi í Kópavogi rís hratt. Byggingin er þegar búin að teygja sig allar tuttugu hæðirnar upp í loft og verður hæsta bygging á Íslandi, 77,9 m, eða rúmum þremur metrum hærri en Hall- grímskirkjuturn. „Það er þegar búið að opna tvær verslanir á fyrstu hæðinni og búið að steypa upp turninn og verið er að glerja efstu hæðina,“ segir Ólafur Hermannsson bygginga- tæknifræðingur en hann er verk- efnisstjóri yfir framkvæmdinni. Hann bætir við að verið sé að inn- rétta þær tíu hæðir sem þegar er búið að leigja út og verða átta hæðir teknar í notkun um og eftir áramótin. Verkið hefur að sögn Ólafs gengið vel og áætlanir standast nokkurn veginn. „Já, þetta hefur gengið ágætlega, við höfum þó lent í vandræðum vegna veðráttu síðustu mánuðina því við erum að vinna þarna hátt uppi og það hefur tafið okkur svolítið. Það eru áform um að búið verði að glerja turninn um miðjan desember og þá verður farið að innrétta veitingastaðinn á tveimur efstu hæðunum. Hann verður þá opnaður upp úr miðjum janúar,“ segir Ólafur. „Það eru nokkur atriði sem gera þetta nokkuð sérstaka bygg- ingu. Í fyrsta lagi erum við með svokallaða náttúrulega loftræst- ingu sem er tölvustýrðir gluggar sem taka við boðum frá veðurstöð uppi á þaki. Þessu er öllu stjórnað af tölvu sem segir hverjum glugga hvað hann á að gera, hvort hann eigi að opna mikið eða lítið, en með þessu eru menn að spara sér tölu- verðan kostnað við loftræstikerfi og eins er þetta umhverfisvænt,“ útskýrir Ólafur og nefnir fleiri tækninýjungar sem verða í turn- inum. Meðal annars eru háhraða lyftur sem fara fjóra metra á sek- úndu, en venjulegar lyftur fara 1,6 metra á sekúndu, og á ferðin alla leið upp að taka tuttugu sekúndur. „Það má búast við því að fá hellur fyrir eyrun þegar maður er á fullri ferð en þetta á nú að vera þannig að menn finni ekki fyrir óþægindum,“ segir hann. Húsið er byggt til að standast íslenskt veður og vinda og vel er hugað að öryggismálum. Ein af lyftunum er sérútbúin þannig að slökkviliðið getur yfirtekið stjórn- ina á henni, handstýrt henni af jörðu niðri. Ólafur segist lítið hafa orðið var við óánægjuraddir vegna þessa háa turns en segist frekar finna fyrir spenningi hjá fólki vegna framkvæmdanna og vandalaust hafi verið að finna leigjendur í bygginguna. Aðeins fimm hæðir eru óleigðar, menn líta á þetta sem eftirsóttan vinnustað og þetta eru stór og öflug fyrirtæki sem eru búin að leigja sér þarna hæðir og vilja vera á góðum stað.“ Hann bætir því við að eftir að full starf- semi hefjist í húsinu geti þessi vinnustaður talið í kringum 800 manns en um það bil 150 manns hafa unnið við sjálfa bygginguna undanfarna mánuði. - rt Í hæstu hæðum í Kópavogi Ástþór Atli Haraldsson og Árni Kópsson bora fyrir undirstöðum fyrir brú yfir Fífuhvammsveg við Smáralind. Glerturninn teygir sig upp yfir Smáratorg í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.