Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 64

Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 64
44 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is SINNEP Atli Ingólfsson „Jahhh, sko, mönnum þótti verðið á verkunum svolítið hátt. En „they payed me a lot of respect“,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli og hlær, aðspurður hvort hann væri búinn að selja Dönum og Þjóðverjum myndlist í massavís. Tolli opnaði mikla myndlistar- sýningu í norrænu menningar- miðstöðinni í Flensborg í Norður-Þýskalandi í lok síðasta mánaðar og mun sýningin standa til 10. desember. Á sýningunni eru vatnslita- og olíumyndir alls um 50 verk. Tolli er harla ánægður með viðtök- urnar. Í tilefni sýning- arinnar var mikið viðtal við Tolla í Flensborg Avis sem hefst með látum. Blaðamanni þykir þetta voldug verk en Tolli svarar sem svo að þá hefði hann átt að sjá verk sín þegar hann var í Kúnstaka- demíunni í Berlín. Þetta væru smámunir í samanburði. „Já, já, maður lét bara vaða á súðum. En þetta voru einhverjir 200 manns sem mættu við opnunina. Og góður gestagangur hefur verið. Hvort sem það var nú kurteisi, gestrisni eða eitthvað annað eru menn ánægðir með þessi verk og þótti fengur í þessu. Þeir eru að kynna menningu Norðurlandaþjóðanna og þarna hafa Einararnir lesið upp, Vigdís og einhverjir fleiri auk þess sem íslenskir listamenn hafa sýnt þarna.“ Bubbi Morthens, bróðir Tolla, mætti og hélt tónleika fyrir troðfullu húsi við þetta sama tækifæri. „Já, í Slesvík Hallen. Þarna komu heimamenn auk þess sem Íslendingar frá Jótlandi fjölmenntu til að hlusta á meistarann. Gott partí? Já, já, þetta var nett sveifla,“ segir Tolli. Myndlistarmaðurinn segir að nú verði nokkurt hlé gert á sýningarhaldi og við taki það að vinna í sinni list og mála. Einhverjar samningaviðræður eru yfirstandandi um sýningu í Kaupmannahöfn en ekki er tímabært að ræða það á þessu stigi málsins. „Það sem er fram undan hjá mér er að flytja í nýja vinnustofu og nýja íbúð við Meðalfellsvatn. Núna strax í næstu viku. Jú, jú, það er geðveikt húsnæði. Svo er maður ekkert að hugsa lengra, en eitt og annað er á döfinni.“ jakob@frettabladid.is Tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið tónlistarhátíðinni Tónað inn í aðventu, sem staðið hefur yfir í Neskirkju, fagnandi, enda um afar metnaðarfulla og glæsilega hátíð að ræða. Lokatónleikar hátíðarinnar fara fram í kvöld og eru afar spennandi, eins og lög gera ráð fyrir. Hér eru á ferð sannkallaðir stórtónleikar þar sem óratórían L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato eftir G. F. Händel verður frumflutt á Íslandi, en Händel samdi þessa óratóríu einu ári áður en hann samdi meistaraverkið Messías. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Marta Halldórsdóttir sópransöngkona, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngv- ari og Hrólfur Sæmundsson baritónsöngvari. Auk þeirra syngur Kór Neskirkju og barokksveit Neskirkju leikur. Konsertmeistari verður Martin Frewer og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, sem einnig er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hljómsveitin leikur á upprunaleg barokk-hljóðfæri og má líklegt telja að um sé að ræða stærstu starfandi barokksveit landsins. Áhugi á því að leika á upprunaleg hljóðfæri hefur talsvert aukist undanfarin ár og eru tónleikar sem þessir ánægjuleg vísbending um að reynsla er að skapast hjá hljóðfæraleikurunum í flutningi eldri tónlistar. Haldinn hefur verið fjöldi tónleika í tengslum við hátíðina Tónað inn í aðventu sem allir hafa verið vel heppnaðir. Það kemur vart á óvart að svo áhugaverð tónlistarhátíð sé haldin innan Neskirkju enda eru þar nú starfandi hvorki meira né minna en þrír kórar auk barokkhópsins Rinascente. Því má með sanni segja að organisti kirkjunnar, Steingrímur Þórhallsson, hafi lyft grettistaki í tónlistarlífi kirkjunnar. Tónleikarnir fara fram í Neskirkju við Hagatorg og hefjast kl. 20. - vþ Hljóðfall – í faginu er alltaf sagt rytmi – þar býr hin leynda sál tónlistar- innar. Slagkraftur tónverksins felst í þessu jafna eða skrykkjótta klukkutifi sem er eins og litur tímans, en er þó líka hinn holdlegi þáttur lagsins, jarðtengingin. Á rytmanum flýtur allt hitt inn í afkima hugans: Texti, laglína, hljómar. Nútímamúsíkin hrærir í hljóðfallinu. Hún leysir upp púls, blandar púls- um, umbreytir púlsi í tón eða mynstur eða hver veit hvað. Hún vinnur gjarnan með hljóðfall eins og abstraktmálari með form, þótt útkoman geti verið margvísleg og misjafnlega abstrakt. Hljóðfall í dægurtónlist er ekki síður áhugavert. Þar birtist blær þess hreinn og klár og viss sálræn og líkamleg tenging blasir við. 1) Flest dægurlög eru í fjórskiptum takti. Innan þess ramma rúmast þó ótal tilbrigði sem skilgreina nánar hvernig tónlist þetta er: Hvað spilar bassinn margar nótur í takti og hvar eru áherslur? Hvaða mynstur myndar trommusettið ásamt smærri slaghljóðfærum, til dæmis tambúr- íni eða hristu? 2) Þegar nýr stíll ryður sér til rúms er hljóðfallið alltaf það sem best greinir hann frá annarri músík, þótt hljóðfæraskipan, inntak og hljómar hafi líka mikið að segja. 3) Þegar rokkið breiddist út um heiminn fólst aðdráttarafl þess helst í kraftmiklum hnykk á reglulegt taktslag í fjórkvæðum takti. Svo dæmi sé nefnt hefur rokkabillí yfir sér ófyrirleitinn, fjörugan og jafnvel ósiðlegan blæ: Fjögur þung og þrútin slög, aftur og aftur lagið á enda. 4) Smám saman dró svo úr þunga á 1. og 3. slagi. Léttari taktur með aðaláherslu á 2. og 4. slag varð ofan á, enginn ágengur sláttur alveg fremst í takti. Á vissum hraða fór þetta hljóðfall að tákna hreina, áhyggjulausa skemmtun: Hér er poppið mætt, en þetta var líka lífseigt í öllu rokki. 5) Diskó og pönk eru stundum álitin andstæður, en þau eru skyldari en margan grunar. Bæði fæddust um miðjan 8. áratuginn sem andsvar við þeim sjálfumglaða og smáborgaralega tón sem kominn var í rokkið. Meginstoðin í þessu andsvari var hljóðfallið: Í báðum tilfellum eru þyngri áherslur taktsins færðar aftur á 1. og 3. slag. Í diskóinu er það gert til að endurheimta dans og erótík gamla rokksins, en pönkið vill höndla og ýkja með þessu ögrun þess. Þau útfæra vitaskuld hljóðfallið hvort á sinn hátt, en hið nýstárlega yfirbragð beggja var þessari taktbyltingu að þakka. Reyndar eru þau líka lík í hljómagangi: Engar óþarfa flækjur, bara fáir og beinskeyttir hljómar. Pönkið er bara aðeins hraðara … og saklausara. Diskó er pönk! Kl. 20 Þráinn Bertelsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Þórarinn Leifsson og Friðrik G. Olgeirsson lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum á kaffihúsinu Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20. BAROKK Tónlistarmenn æfa af kappi fyrir tónleikana í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frumflutningur í hátíðarlok MORTHENSBRÆÐUR Í NETTRI SVEIFLU Fullt hús var við opnun sýningar en þarna eru þeir Bubbi og Tolli ásamt Jóhönnu Hauksdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. MYND ÚR EINKASAFNI TOLLA Jólatónleikar Drengjakórs Reykjavíkur fara fram í kvöld í Hall- grímskirkju þar sem hann flytur fjölbreytta jólatónlist. Tónleikarnir eru liður í jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju sem stendur sem hæst um þessar mundir. Með drengjakórnum koma fram félagar úr Karlakór Reykjavíkur og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og verða það því karlaraddir á öllum aldri sem fá að hljóma í kvöld. Orgelleikarinn Lenka Máteova leikur fagra tóna undir söngnum og Friðrik S. Kristinsson stýrir herlegheitunum. Drengjakór Reykjavíkur er starfræktur við Hallgrímskirkju. Tón- leikarnir í kvöld verða í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram á jóla- tónlistarhátíð kirkjunnar, en hann er annars afar virkur og kemur meðal annars mánaðarlega fram við helgihald í Hallgrímskirkju. Það bregst sjaldnast að við þau tækifæri fyllist kirkjan af áhugasömum gestum sem vilja hlýða á söng drengjanna. Kórinn gaf nýverið út geisladisk með flutningi sínum á nokkrum fallegum lögum. Diskurinn verður til sölu á tónleikunum í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 1.500 kr. - vþ Drengir syngja inn jólin DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR Upprennandi söngvarar. Tolli dýr en flottur í Flensborg Í FLENSBORG AVISEN Flenni- viðtal við Tolla í tilefni sýningarinnar birtist í Flensborg Avis og þar lét listamaðurinn vaða á súðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.