Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 06.12.2007, Qupperneq 70
50 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Barþjónakeppnin Finlandia Vodka Cup fer fram á Kaffi Sólon í kvöld. Þar koma margir færustu barþjónar landsins saman í keppni um besta Finlandia-drykkinn. „Þetta hefur verið vinsælt innan barheimsins,“ segir Erna Dís Gunn- þórsdóttir, starfsmaður hjá Mekka og annar skipuleggj- enda keppninnar. Mekka stendur nú fyrir keppninni í fyrsta skiptið, en hefð er fyrir henni hér á landi. „Við höldum þetta í samstarfi við barþjónasamtökin, en keppendur þurfa samt ekki að vera skráðir í þau. Þeir þurfa aðallega að vera vanir og hafa mikinn metnað og brennandi áhuga á þessu,“ útskýrir Erna. Keppendur hafa þegar skilað inn uppskrift og hafa í kvöld sjö mínútur til að blanda drykk sinn í fimm glös. Dómnefnd mun svo smakka sig áfram í gegnum drykkina þar til sá besti er fundinn. „Keppnin er opin öllum sem vilja koma og fylgjast með og áhorfendum mun einnig gefast kostur á að smakka drykkina. Þeir fara svo allir í grunn á heimasíðunni okkar svo fólk geti nálgast uppskriftirnar,“ útskýrir Erna. Barþjónar munu einnig bregða á leik til skemmtunar fyrir áhorfendur, í anda kvikmyndarinnar Cocktail. Sigurvegari kvöldsins mun fara fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu keppnina, sem fer fram í tíunda skiptið í Lapplandi í byrjun næsta árs. Keppnin hefst klukkan 20 í kvöld. Barþjónar etja kappi á Sólon BRENNANDI ÁHUGI Erna Dís og Sveinn skipuleggja Finlandia Vodka Cup-keppnina í ár. Keppendur þurfa ekki að vera skráðir í Barþjónaklúbb Íslands, en ættu að hafa brennandi áhuga á starfi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Chai latte … er ljúffengur kaffidrykk- ur svona í skammdeginu. Hann ilmar dásamlega og bragðast enn betur, ef eitthvað er. Svo er líka alltaf hægt að sleppa mjólkinni og drekka bara teið góða. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Kaffis! Nánar tiltekið Selebes-kaffibaunanna sem ég er áskrifandi að hjá Kaffitári. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Kalkúnninn sem maðurinn minn útbýr alltaf á gamlárskvöld. Hann er það besta í veröldinni. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég smakkaði einu sinni ostrur í fínu boði og fannst þær algjör viðbjóður, er ekki meiri fínheitakerling en svo. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Mér finnst gott að eiga stundum svolítið öðruvísi snarl í ísskápnum. Þá rista ég brauð og set á það mozarella-ost, tómatsneiðar, ferska basiliku, ólífuolíu, salt og pipar. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Þegar mér líður ekki nógu vel langar mig alltaf í súkkulaði, það er einhver friðþæging í því. Sem betur fer er ég farin að kaupa gott 70% súkkulaði, t.d. í kaffiverslunum eða hjá Hafliða súkkulaðimeistara. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Egg. Ef maður á nóg af eggjum getur maður alltaf eldað sér eitthvað. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Nóg af kaffi og ávöxtum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ég hef smakkað krókódíl, kengúru, kanínu og slíkt en var ekkert hrif- in. Ég sæki ekki í að borða fram- andi mat. Mun til dæmis aldrei borða snigla þótt margir hafi reynt að fá mig til þess. MATGÆÐINGURINN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR SÖNGKONA Er áskrifandi að kaffibaunum Ristaðar möndlur, eða „brenndar möndlur“ eins og þær kallast iðu- lega á Norðurlandamálunum, eru ómissandi hluti af jólamörkuðum víðs vegar um heim. Það þarf ekki mikið til að ilm þeirra leggi yfir eldhús landsmanna, enda inniheld- ur uppskriftin aðallega möndlur og sykur. Bæði er hægt að nota strásykur og flórsykur, en þessi uppskrift, fáanleg á heimasíðu Dansukker, gerir ráð fyrir strá- sykri. BRENNDAR MÖNDLUR 250 g möndlur með hýði 250 g strásykur ¾ dl vatn Setjið möndlur, vatn og sykur í pott yfir háan hita, þangað til vatn- ið sýður og blandan fer að krauma. Hrærið oft í með trégaffli. Lækkið hitann þar til vatnið hefur gufað upp og sykurinn fer að kristallast. Hann á síðan að bráðna aftur, þannig að hann loði við möndlurn- ar í kekkjum. Hrærið stöðugt í. Hellið blöndunni á bökunar- pappír og skiljið að með gaffli. Á þessu stigi má einnig strá smá flórsykri yfir þær, svo þær festist síður saman. Einnig er hægt að blanda dálitlu af engiferi og kanil út í möndlublönduna, til að fá enn meira jólabragð. Brenndar möndlur JÓLASNAKK Ilm af brenndum möndlum leggur iðulega yfir jólamarkaði erlendis. Þær er með góðu móti hægt að gera heima við. NORDICPHOTOS/GETTY Vegna forfalla eru nú laus sæti á nokkur þeirra vínnámskeiða sem Vínskólinn stendur fyrir nú í jóla- mánuðinum. Strax í kvöld fer fram námskeiðið Vín og súkku- laði, sem fellur eflaust í kramið hjá einhverjum sælkerum. Eins og nafnið gefur til kynna verður farið yfir hvers kyns vín eiga best við súkkulaði, sama hvort um ræðir Merlot, freyðivín eða eftir- réttavín. Hinn 11. desember verður svo fjallað um kampavín og freyðivín með tilheyrandi smökkun og fimmtudaginn 13. desember snýst námskeiðið um eitthvað sem ætti að vera mörgum ofarlega í huga, nefnilega jólamat og vín. Þar verð- ur ekki einblínt á hangikjöt, held- ur einnig farið yfir hvaða vín fara vel með öðrum hátíðamat, á borð við gæs, hreindýr og kalkún, að ógleymdum eftirréttum. Skráning fer fram á netfanginu dominique@vinskolinn.is. Vínkennsla fyrir jól VÍN OG MATUR Enn eru laus sæti á nokkur vínnámskeiða Vínskólans nú í jólamánuðinum. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sara Marti Guðmundsdóttir hefur afar gaman af eldamennsku. Hún býr oft til dýrindis afganga-lasanja á sunnu- dögum. Sara Marti á mikið af matreiðslu- bókum. Hún hefur þó einnig gaman af að þreifa sig áfram með uppskriftirnar, en það er einmitt þannig sem afgangalasanjað er til komið. „Ég skoða heilan hell- ing af uppskriftum. Það skemmti- lega er hins vegar þegar maður er farinn að kunna nóg til að geta búið til eitthvað nýtt út frá grunn- uppskriftum. Þessi er einmitt svoleiðis,“ segir Sara, sem fékk upphaflegu uppskriftina úr bók- inni Grænn kostur Hagkaupa. Hún er þó langt því frá græn- metisæta. „Nei, ég gæti það ekki fyrir mitt litla líf,“ segir hún og hlær. „Ég passa upp á það sem ég borða, en ég get ekki hætt að borða kjöt, það er allt of gott,“ bætir hún við. Á sunnudögum er þó grænmetislasanjað ofarlega á blaði. „Þegar allt er lokað fer ég svona að tína allt út úr ísskáp og eldhús skápum,“ segir Sara bros- andi. Hún er forfallinn aðdáandi kókosmjólkur og notar þar að auki rifinn sojaost í sitt lasagna. „Kókosmjólkin er miklu hollari en rjómi og smakkast alveg jafn vel. Ég nota hana í staðinn fyrir rjóma í meira og minna allt. Ég er með mjólkuróþol og hún og sojaosturinn hafa alveg bjargað lífi mínu,“ segir Sara. „Rifni soja- osturinn fæst í Bónus og ég er mjög ánægð með hann. Ég var búin að leita og leita að osti sem ég gæti borðað, og hefur ekki fundist sojaostar mjög spenn- andi,“ segir hún og hlær við. Sara stendur nú í ströngu við æfingar á leikritinu Norway. Today, sem hún leikur í ásamt Þóri Sæmundssyni. „Þetta er frá- bært leikrit sem verður farand- sýning Þjóðleikhússins í ár. Við frumsýnum á Ísafirði 18. janúar, svo nú erum við bara að æfa eins og brjáluð,“ segir Sara. Undir afgangsgrænmeti flokk- ast það sem er til í ísskápnum hverju sinni. Sara notar til dæmis sveppi, brokkolí, lauk, gulrætur, sætar kartöflur, papriku, eggald- in, kjúklingabaunir eða aðrar baunir. Það er þó einnig hægt að teygja sig í skinku eða beikon með. Skerið grænmetið smátt og setjið til hliðar í skál. Brúnið hvít- laukinn varlega í olíu, bætið grænmeti út á. Þegar grænmetið er farið að mýkjast, bætið niður- soðnum tómötum (ásamt vökva), salti og pipar út í. Látið krauma í smá stund. Blandið saman kókosmjólk og rifna ostinum í annarri skál. Setjið lasagnaplötur í botninn á eldföstu móti, grænmetið ofan á þær, og loks kókosmjólkurblönd- una. Endurtakið tvisvar sinnum. Bakið í ofni við 200 gráður í um 30-40 mínútur. Sunnudagsréttur Söru Afganga-lasanja Lasanjaplötur 2 400 ml dósir kókosmjólk rifinn ostur 2xdósir niðursoðnir tómatar 1-4 hvítlauksrif Salt og pipar Afgangsgrænmeti AFGANGA-LASAGNA Sara Marti Guðmundsdóttir eldar iðulega grænmetislasagna úr þeim afgöngum sem hún finnur í eldhúsi og ísskáp á sunnudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Fossvogskirkju í kvöld 6. des. kl. 20 Fyrirlesari sr. Ingileif Malmberg Allir velkomnir! Jólin og sorgin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.