Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 72

Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 72
52 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > ÚT ÚR SKÁPNUM Victoria Beckham hefur fundið skýringu á því hvaðan ást hennar á tísku kemur, nefnilega úr innri „homma“ henn- ar. „Ég er svo hýr. Í mér er algjörlega hommi að reyna að brjótast fram. Mér er skítsama hvað fólki finnst,“ segir hún í viðtali við Elle. „Við erum að æfa á fullu núna og þessu ferli fylgir mikil nostalgíutilfinning. Þetta er náttúrulega allt öðruvísi en það sem ég er að gera núna með Steed Lord en það er ótrúlega gaman að rifja þessi lög upp,“ segir Svala Björgvinsdóttir, sem mun syngja syrpu af öllum helstu jólalögum sínum í gegnum tíðina ásamt föður sínum, Björgvini Halldórssyni, á jólatónleikum hans í Laugardalshöll um helgina. Svala mun meðal annars syngja smellina „Fyrir jól“, „Þú og ég jól“, að ógleymdum smellinum „Ég hlakka svo til“ sem Svala söng árið 1989, þá 12 ára gömul. Síðastnefnda lagið hljómar ótt og títt á öldum ljósvakans í desembermánuði ár hvert en um helgina mun Svala syngja lagið í sinni upprunalegu mynd í fyrsta sinn í 18 ár. Og eðli málsins samkvæmt hlakkar söngkonan mikið til. „Ég hef tekið þátt í þessum jólaplötum hans pabba í gegnum árin og þetta hefur orðið að nokkurs konar hefð hjá okkur. Það verður æðislegt að syngja þau saman uppi á sviði.“ Svala kveðst aldrei hafa átt von á að umrætt lag, „Ég hlakka svo til“, yrði að jafn miklum smelli og raun ber vitni. „Það er með ólíkindum hvað lagið hefur lifað lengi og það virðist falla í kramið hjá öllum kynslóðum,“ segir hún. Aðspurð segist Svala ekki hafa þurft að fletta upp í gömlum bókum til að rifja upp textann við lagið. „Textinn hefur setið fastur í kollinum öll þessi ár og ég er nokkuð viss um að hann muni aldrei hverfa.“ - vig Svala rifjar upp stærsta jólasmellinn SAMRÝMD FEÐGIN Svala og Björgvin munu syngja öll sín vinsælustu jólalög í Laugardals- höllinni um helgina. Viðburðurinn Movies Rock setti mark sitt á Hollywood fyrr í vik- unni. Þar komu margar skærustu stjörnur samtímans saman til að fagna því sambandi sem ríkir á milli tónlistar og kvikmynda, en viðburðinum er einnig ætlað að afla fjár til handa stofnun skemmtanaiðnaðarins, Enter- tainment Industry Foundation. Tónlistarstjörnur á borð við Beyoncé, Elton John, Fergie, Jennifer Hudson, Tony Bennett og Carrie Underwood stigu á sviðið í Kodak-leikhúsinu og sungu nokkur þekktustu kvik- myndalög allra tíma. Beyoncé söng til dæmis lagið Somewhere Over the Rainbow, úr Galdrakarl- inum í Oz, og Carrie Underwood söng titillag söngleiksins sívin- sæla The Sound of Music. Sýningin var vel sótt, en hún var einnig tekin upp. Upptökur frá henni verða sýndar í tveggja tíma sérstökum þætti á sjón- varpsstöðinni CBS á morgun. Þetta var í fyrsta skipti sem hátíðin var haldin, en búist er við því að hún verði árlegur viðburð- ur héðan í frá. Kvikmyndatónlist hampað OFAR REGNBOGANUM Beyoncé Know- les söng hið klassíska lag, Somewhere Over the Rainbow, á sviðinu í Kodak- leikhúsinu. NORDICPHOTOS/GETTY SÖNGVASEIÐUR Það féll í skaut Carrie Underwood að elta Julie Andrews upp á háu nóturnar í titillagi The Sound of Music. ÚTÚRDÚR Sex manneskjur úr íslenska myndlistarheiminum hafa stofnað bókabúðina Útúrdúr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sex manneskjur úr íslenska myndlistarheiminum opna á laugardaginn bókabúðina Útúrdúr. Verður hún til húsa á Njálsgötu 14. „Við höfum tekið eftir því að það vantar búð sem er með bækur um myndlist og búð þar sem hægt er að sýna fjölfeldi,“ segir Auður Jörundsdóttir, einn af eigendum nýju bókabúðarinnar, og á þar við listaverk sem eru gerð í fleiri en einu eintaki. Hinir eigendur búð- arinnar eru Hildigunnur Birgis- dóttir, Guðrún Benónýsdóttir og þau Pétur Már Gunnarsson, Þór- unn Hafstað og Sigurður Magnús Sveinsson sem gefa út DVD-tíma- ritið Rafskinnu. „Það eru mjög margir íslenskir listamenn sem hafa verið að gera bókverk, þar sem bókin sem slík er listaverkið. Það hefur ekki verið staður á Íslandi þar sem hægt er að kaupa þessi verk og skoða yfirhöfuð. Okkur fannst þetta spennandi og vissum að þetta vantaði,“ segir Auður, sem útskýrir að nafn búðarinnar sé bæði vísun í óvenjulega staðsetn- inguna og efnisvalið sem þar verð- ur í boði. „Það er stefnan að þarna verði eitthvað sem er ekki hægt að fá annars staðar. Við vonum að fólk leggi leið sína þarna til okkar.“ Opnunin hefst klukkan 17 á laugardag og af því tilefni mun Benedikt Hermann Hermannsson, maður Auðar, spila lög af sinni nýjustu plötu, Ein í leyni. Auk þess verður boðið upp á jólaglögg fyrir gesti og gangandi. freyr@frettabladid.is Ný bókabúð opn- uð í miðbænum Finnar fagna 90 ára sjálfstæði sínu í dag. Af því tilefni færði Valur Gunnarsson rithöfundur finnska sendiráðinu í Reykjavík að gjöf nýútgefna bók sína, Kon- ung norðursins. Bókin gerist í Finnlandi og fjallar um skipaþrifa- manninn Ilkka Hampurilainen sem flækist inn í árþúsunda gamla atburðarás þegar sænskur draug- ur tekur sér bólfestu í líkama hans. „Eftir áramót fer ég til Finn- lands að kynna bókina og hlakka til að heyra hvernig Finnum líst á. Eins og Íslendingar hafa þeir gaman af að heyra álit útlendinga á þeim,“ segir Valur. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við bókinni en finnst mikilvægast að finnski sendiherrann, Kai Gran- holm, hafi gaman af henni. Mig langar að skrifa framhald en von- andi leiðir söguhetjan mig á ódýr- ari slóðir næst, ég eyddi um þrem- ur milljónum í ferðakostnað við gerð bókarinnar,“ segir Valur. Valur mun lesa upp úr bók sinni í Norræna húsinu í hádeginu í dag. - eá Sendiherra fékk bók BÓKIN AFHENT Valur Gunnarsson rithöf- undur færði Kai Granholm, sendiherra Finna á Íslandi, nýja bók sína að gjöf í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SMÁRALIND - S. 522 8380

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.