Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 73

Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 73
FIMMTUDAGUR 6. desember 2007 53 Systkinin KK og Ellen Kristjánsbörn halda jólatónleika í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20. Þetta verður í fyrsta sinn sem þau spila í þessari kirkju. Að sögn KK verður dagskráin mjög fjölbreytt. „Ellen er með nýjan disk og við ætlum að spila lög af honum og síðan spilum við lög af jólaplötunni sem við gáfum út saman sem heitir Jólin eru að koma,“ segir KK, sem ætlar einnig að spila tvö ný lög af væntan- legri plötu sinni sem kemur út á næsta ári. Að öllum líkindum munu þau systkini einnig spila lög af metsölu- plötu Ellenar, Sálmar, sem kom út fyrir þremur árum. Þeim til halds og trausts á tónleikun- um verða Guðmundur Pétursson gítarleikari og bassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Miðaverð er 2.400 krónur og fást miðar á midi.is. Systkini í kirkju KK OG ELLEN Systkinin halda jólatónleika í Langholtskirkju í kvöld. Með þeim á myndinni er ellefu ára sonur Kristjáns, Kristján Steinn Kristjánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Nei, nei, nei, femínistarnir eru ekki búnir að múlbinda mig,“ segir Egill Einarsson, betur þekktur sem líkamsræktarfrömuðurinn og fyrirbærið Gillzenegger. Ríkisút- varpið greindi frá því í vikunni að Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri grænna, hefði tilkynnt lög- reglu um vafasöm skrif á síðu sem Egill á, gillz.is. Þar er farið klám- fengnum og hörðum orðum um fjórar konur sem flestar hafa látið jafnréttismál til sín taka – þeirra á meðal Drífu. Í kjölfar fréttarinnar tók Egill færsluna út sem er sér- kennilegt í ljósi þess að áður hafði hann haft uppi digurbarkaleg ummæli á síðunni þess efnis að femínistar hræddu hann ekki. „Ég ákvað að kippa færslunni út og sjá hvernig þetta þróast. Ég leita lögfræðinga og hef ráðið fjölmiðlafulltrúa sem heitir Þorkell Máni Pétursson,“ segir Egill. Hann vill reynd- ar meina að ábyrgðin á ummælunum sé ekki endilega hans heldur vísar til þess að skrifin séu í nafni fréttastofu síðunn- ar. Og þar séu menn látnir heyra það. „Ég er bara skítugur blaðamaður og vil meina að fréttastjórinn sé „Kolbeins“ eða Ásgeir Kolbeinsson,“ segir Egill. Ljóst má vera að hann er hvergi sáttur við málflutn- ing femínista. „Þær vaða uppi með sínar ómál- efnalegu skoðanir út um allt og ef maður svarar þeim á þeirra plani verður allt vitlaust. En ég er tiltölulega rólegur,“ segir Egill. Honum hefur ekki borist kæra vegna máls- ins. Hann heyrði fyrst af því í fréttum RÚV og segir að vænta megi yfirlýsingar á vefsíð- unni. - jbg Gillz segir Kolbeins ábyrgan GILLZENEGGER Hafnar því að femínistar hafi nú múlbundið sig þótt umdeild færsla hafi verið fjarlægð – í bili. Kvenkyns Bond-aðdáendur geta glaðst, því Daniel Craig hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að bera allt í næstu Bond-mynd. „Ég hef ekkert að fela, og þegar öllu er á botninn hvolft biðjum við stelpurnar um að fara úr næstum öllu. Af hverju ekki karlmenn- ina líka?“ segir leikarinn, sem vakti heilmikla athygli í sundfataatriði í síðustu mynd. Turtildúfurnar Sienna Miller og Rhys Ifans ætla að taka upp dúett saman á næstunni. Lagið ku vera í anda Oasis, en Rhys er góðvinur Gallagher- bræðranna Noels og Liams og hefur leikið í myndbandi við lag þeirra. Þar með mun gamall draumur Siennu rætast, en hana hefur víst lengi dreymt um að verða fræg söngkona. Helena Bonham Carter segir brjóstastærð sína hafa verið til vandræða við gerð Sweeney Todd, sem eig- inmaður hennar, Tim Burton, leikstýrir. Helena varð ólétt á meðan á tökum stóð, og eins og verða vill stækkaði barmur hennar töluvert. „Ef einhver fylgist með brjóstastærð minni mun hann sjá að það er ekkert samhengi. Ég byrja með risabrjóst, svo geng ég upp stiga og er allt í einu komin með mandarínur,“ segir leikkonan. Nicole Richie og Joel Madden héldu óvænta veislu fyrir 100 ungar mæður á heilsugæslustöð í Hollywood á dögunum. Þau gáfu mæðrunum allt frá vöggum og fötum upp í leikföng, að andvirði um 12,5 milljónir króna. Allar vörurnar eru eins og þær sem Nicole og Joel hafa sjálf keypt fyrir væntan- legan erfingja. FRÉTTIR AF FÓLKI afsláttur af öllum yfirhöfnum gildir til sunnudags 25% Smáralind s. 522 8383 Kringla s. 522 8393

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.