Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 16
16 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Stríðsástand í Foss- vogi „Þrengslin á deildum spítal- ans í Fossvogi eru orðin eins og í hermannaskála.“ GUNNAR SKÚLI ÁRMANNSSON, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKN- IR, UM FJÖLDA ÍSLENDINGA SEM LÁTA LÍFIÐ ÁRLEGA VEGNA SÝKINGA SEM ÞEIR FÁ Á SJÚKRASTOFN- UNUM. Fréttablaðið 18. desember Það varð klúður „Það varð klúður í sambandi við REI þegar verið var að fá einkaaðila til samstarfs.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTIS- RÁÐHERRA ÚTLISTAR HVERNIG LANDSVIRKJUN POWER ER HELST FRÁBRUGÐIÐ REYKJAVÍK ENERGY INVEST. Fréttablaðið 18. desember. Pétur Bürcher tók við embætti Reykjavíkurbisk- ups síðastliðinn laugardag. Hann sagði Fréttablaðinu frá sjálfum sér, páfanum, hugmyndum sínum og þeim áherslum sem hann mun beita sér fyrir. Vel á átta þúsund manns eru skráðir í kaþólsku kirkjuna hér á landi. Hinn 30. október fékk Pétur Bürcher boð frá sendiherra páfans í Stokkhólmi um að hann verði útnefndur biskup á Íslandi. „Ég hafði aldrei til Íslands komið en það kom aldrei neitt annað í huga en að hlýða þessu kalli enda leit ég á þetta sem gjöf frá páfanum,“ segir Pétur. Ísland getur reynst hrjúft fyrir þá sem koma hingað í skammdeg- inu úr suðri en Pétur gerir ekki mikið úr því. „Ég er alinn upp í Fiescher-dalnum í Oberwallis í Sviss þar sem skriðjöklar teygja sig niður dalinn en ég er hins vegar ekki vanur þessu myrkri,“ segir hann. Hann hefur þegar hafist handa við að læra íslensku sem honum finnst reyndar nokkuð snúin en hann hefur lagt stund á arabísku svo honum þykir ekki við hæfi að veigra sér við íslenskuna sem er af germönskum stofni en Pétur er þýskumælandi og reyndar frönsku- mælandi líka. Hann var settur í embætti Reykjavíkurbiskups síðastliðinn laugardag við virðulega athöfn í Kristskirkju. „Mér hefur verið sér- lega vel tekið hérna og það gladdi mig sérlega að sjá að þarna voru komnir meðal annarra Geir Haarde forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, Björn Bjarnason kirkju- málaráðherra og Karl Sigur- björnsson biskup Íslands en ég átti nokkur orð við hann þar sem ég sagði meðal annars að ég væri til í að vinna að einingu kirknanna með honum,“ segir Pétur. Ekki hafa öll samskipti Péturs og páfa farið í gegnum milliliði því hann hefur oft hitt Benedikt XVI sem og fyrirrennara hans Jóhannes Pál II. „Páfinn er með sérstaka við- talstíma fyrir biskupa og hef ég margoft nýtt mér þá tíma. Bene- dikt er mjög vel gefinn maður og sérlega hógvær. Til dæmis kom það upp þegar hann var kardínáli og var að ganga yfir Péturstorg á leið til vinnu sinnar að á vegi hans urðu nokkrir þýskir ferðamenn sem taka hann tali. Allt í einu spyrja þeir svo „hefðir þú nokkuð á móti mynda- töku?“ Hann hélt nú ekki og tók af þeim myndavélina tilbúinn að taka af þeim mynd þegar þeir voru í raun að falast eftir því að fá að taka af honum mynd, en svona er hann nú hógvær,“ segir Pétur og brosir við. En í hverju felst starf Reykja- víkurbiskups? „Það er í raun þrí- þætt. Í fyrsta lagi er það fræðsla um starf kirkjunnar en það má fræða með ýmsum hætti. Til dæmis með fyrirlestrum, blaða- og bóka- skrifum og svo framvegis. Í annan stað verður biskup einnig að leið- beina, prestum, systrum og leik- mönnum kirkjunnar og í þriðja lagi er það helgun. Jóhannes Páll páfi II lagði mikla áherslu á að heilagleiki væri ekki yfir dauðlega menn haf- inn. Í raun getur ótrúaður maður komist í snertingu við heilagleik- ann ef hann lifir hógværu lífi. Þetta verður biskup að sýna í orði og á borði.“ En hverjar verða áherslur hins nýja biskups? „Nú á ég eftir að fara um allt landið og hitta sóknarbörn- in en við erum með kapellu á Ísa- firði, kirkju á Akureyri og svo er klaustur og sóknarkirkja á Reyðar- firði svo fátt sé talið. Og það sem ég vil leggja áherslu á er að sameina alla í einn heilsteyptan söfnuð en þó þannig að hver hópur fái að halda sínum sérkennum.“ Pétur hefur nokkra reynslu af því að miðla á milli ólíkra hópa svo sú reynsla ætti að koma sér vel við að ná þessu markmiði. „Ég hef til dæmis haft milligöngu um málefni múslíma og kaþólskra manna í Sviss. Ég held að ef við sameinumst um nokkur viðhorf til lífsins þá getum við öll lifað í sátt og sam- lyndi rétt eins og múslímar og kristnir menn gerðu öldum saman eins og til dæmis í Líbanon þar sem ég þekki nokkuð til.“ Pétur tók við af Jóhannesi Gijsen sem lét af embætti fyrir aldurs sakir. Vel á átta þúsund manns eru skráðir í kaþólsku kirkjuna á Íslandi en þó má ætla að fleiri kaþólskir búi hér þar sem ekki láta allir skrá sig í kirkjuna. jse@frettabladid.is Með ráðningu frá Róm PÉTUR BÜRCHER REYKJAVÍKURBISKUP Kaþólski biskupinn fyrir framan Kristskirkju. Hann er fullur tilhlökkunar að fara um landið til að kynnast sóknarbörnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNES Í RÆÐUSTÓLI Jóhannes Gijsen er hér á milli prúðbúinna varða á meðan Pétur stendur fyrir aftan. LÁRUS E. BJARNASON KYSSIR KROSSINN Pétur kyssir róðukross eins og hefð gerir ráð fyrir við athöfn sem þessa. Það er séra Jürgen Jamin dómkirkjuprestur sem réttir honum krossinn. MYND/STEFÁN HELGI VALSSON Spilaverslunareigendur segjast merkja aukna sölu á pókervarningi í aðdraganda jólanna, Framkvæmdastjóri SÁÁ segir þetta slæma þróun og vill að yfirvöld skerist í leikinn. „Ég hef persónulega mjög gaman af öllum spilum, svo lengi sem það er ekki verið að leggja fjárhæðir undir,“ segir Ásdís Ósk Einarsdóttir, eigandi Fair Trade-búðarinnar við Klappar- stíg. „Ég held að flestir sem spila póker geri það vegna félagsskap- arins og skemmtana- gildisins en ekki vegna fíknar. Það er ólöglegt að stunda fjárhættu- spil á Íslandi og ég er sammála því. En mér finnst varasamt að ríkið fari að skipta sér af því hvort menn kaupi pókerspil eða verslun- um sem selja slíkan varning. Það þarf fyrst og fremst að fylgjast vel með þróuninni og halda umræð- unni og fræðslunni um spilafíkn opinni. Ég sé ekki hvað annað er til ráða.“ SJÓNARHORN PÓKERVARNINGUR VINSÆL JÓLAGJÖF Spil eru skemmtileg ÁSDÍS ÓSK EINARSDÓTTIR Verslunarmaður MORTÉL: MÖRG ÞÚSUND ÁRA GAMALT ELDHÚSÁHALD ■ Mortél og stautur (ítalska: mortaio e pestello) eru eldhúsáhöld sem notuð eru til að kremja ýmis matvæli, til dæmis hvítlauk eða kryddjurtir, í smærri agnir. Einnig er það notað við gerð lyfja. Fyrirbærið er mörg þúsund ára gamalt og er minnst á það í fornum egypskum ritum og Gamla testamenti Biblí- unnar. Mortél og stautur eru gerð úr hörðum efnum, en þó ekki brot- hættum, vegna þess mikla þrýstings sem þau eru beitt. Leir er mikið notaður, en einnig eru til mortél úr postulíni. Pestó dregur nafn sitt af stautnum (ít. pestello), enda eru mortél og stautur notuð við gerð þess. „Það er náttúrulega bara vinna og skóli og svona,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, nemi og starfsmaður Hótels Sögu. „Það eru próf þessa dagana,“ segir Gísli, sem nemur stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Ég þykist vera að klára það nám núna um jólin.“ Hjá Hóteli Sögu ber Gísli titilinn forstöðumaður gistisviðs. „Það er mikill erill þar bæði um jól og áramót, þannig að það er af nógu að taka.“ Jólaundirbúningurinn hefur ekki verið efstur á baugi hjá Gísla upp á síðkastið. „Við getum orðað það þannig að ég leyfi konunni að sinna því. Hún er svo yndisleg að hjálpa til við það.“ Hann er þó búinn að standa sig vel í jólagjafainnkaupum. „Já, ég er búinn að kaupa eiginlega allar jólagjafir. Aðalgjöfin er reyndar eftir.“ Gísli og eiginkonan halda fast í hefðirnar. „Við höfum skipst á að vera hjá foreldrum okkar um jólin og höldum þeim góða sið örugglega, en annars verða jólin örugglega fyrst og fremst bara afslöppun. Sjálfur losna ég við mestu vinnuna helstu dagana.“ Hann hyggst ekki sprengja gamla árið burt með miklum látum. „Síðustu ár hef ég yfirleitt farið upp á þak á Hótel Sögu og horft á aðra spand- era rakettum. Þar er besta útsýnið í bænum.“ En það er annað sem Gísli og frú hlakka meira til en jólin þetta árið. „Það er von á erfingja í janúar. Það fer nú væntanlega einhver tími í það eftir áramótin.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GÍSLI FREYR VALDÓRSSON HÓTELSTARFSMAÐUR Á hótelþaki um áramótin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.