Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 22
22 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Föstudaginn 14. desember birtist teikning í franska blaðinu „Le Monde“. Þar gat að líta hálfopnar dyr kyrfilega merktar „utanríkisráðuneytið“, öðrum megin við þær var stóll og hinum megin lágt borð með vasa, en út um dyrnar gægðist mannshöfuð ofur varfærnislega og spurði: „Er hann farinn?“ Ekki fór á milli mála við hvað var átt. Þessa daga var í opinberri heimsókn í París hinn fyrirferðar- mikli Kaddafí ofursti, leiðtogi Líbíumanna, og ætlaði allt lifandi að drepa. Menn veltu því fyrir sér hvað hefði eiginlega komið yfir Sarkozy að bjóða til sín þessum frumlega gesti, sem aðrir stjórn- málamenn í Evrópu sniðganga að mestu nema af einhverjum sérstökum ástæðum og þá heima hjá honum sjálfum. Eina haldbæra skýringin var sú, að þessi heim- sókn hefði verið eitt atriðið í leynisamningnum sem Sarkozy varð að gera við Líbíuleiðtogann til að fá búlgörsku hjúkrunarkonurn- ar látnar lausar, og þeirra vegna virða fréttamenn það, þótt menn telji reyndar að afskipti Sarkozys af málinu (þar sem hann kom fram sem hálfgildings slettireka) hafi fyrst og fremst verið til að fá honum sjálfum aukið rými á forsíðum blaða. Senunni stolið Nú er Sarkozy ekki allur þar sem hann er séður og kann að láta krók koma á móti bragði. Hann gætti þess t.d. vandlega, ef einhver skyldi enn vera á þeim buxunum að láta 30. nóvember vera „dag án Sarkozys“, að koma í sjónvarpið kvöldið hinn 29. og halda ræðu sem öllum fréttamönnum fannst þeir vera knúðir til að fjalla um daginn eftir. En um leið og Kaddafí sté fæti sínum á franska grund mætti Sarkozy ofjarli sínum, og er í frásögur fært að þá sex daga sem heimsókn hans stóð yfir hafi Líbíumaðurinn sífellt orðið stærri og breiðari, duttlungafyllri en hispursmey í gamla daga og með sigurbros á vör, en Sarkozy að sama skapi minni og fölari. Starfsmenn ráðuneyta hvísluðu því að fréttamönnum að þeir hefðu aldrei komist í annað eins. Hverri senunni eftir annarri var stolið af franska forsetanum. Sarkozy gerði þó allt sem hann gat. Þegar Kaddafí kom þaggaði hann niður í öllum þeim hægri mönnum sem voru ekki of ánægðir með gestinn, einkum og sér í lagi mannréttindamálaráðherranum Rame Yade sem sagði að Frakk- land væri ekki fótaþurrka þar sem einhver stjórnandi, hvort sem hann væri hryðjuverkamaður eða ekki, gæti komið til að þurrka blóð illverkanna af fótum sér. Þegar allt leit út fyrir að heimsóknin væri að verða að farsa rauk Sarkozy til og tók á móti mönnum sem áttu um sárt að binda vegna hryðjuverka af völdum Líbíumanna. Sinn er siður Kaddafí lét þetta sem vind um eyru þjóta. Strax eftir komuna hélt hann á hótelið, en hann fór ekki í neina þjóðhöfðingjasvítu heldur reisti sér bedúínatjald í garðinum, og þar gisti hann og tók á móti mönnum meðan heimsóknin stóð yfir. Að því búnu hélt hann til viðræðna við Sarkozy. Franski forsetinn var borubrattur og sagði fréttamönnum að hann hefði veitt ofurstanum yfirhalningu um mannréttindi í Líbíu og síðan hefðu þeir skrifað upp á viðskipta- og hermálasamn- inga upp á tíu milljarða evra. En fréttamenn tóku upp reiknivélar sínar og fundu út að upphæðin væri mun lægri, kannski einir þrír miljarðar. Og þegar Kaddafí tók á móti blaðamönnum í bedúínatjald- inu bar hann til baka að þeir leiðtogarnir tveir hefðu nokkuð minnst á mannréttindamál, slíkur talsmáti tíðkaðist ekki meðal vina. Það eina sem ritari Frakklandsfor- seta gat sagt var: „Jú, jú, þeir töluðu víst um mannréttindi, ég sat hjá og heyrði það.“ Framhaldið var ekki skárra. Kaddafí kom í heimsókn í franska þingið og í bústað þingforseta, og tók þá upp á því að tala um mannréttindi í Frakklandi: „Áður en menn fara að tala um mannrétt- indi í öðrum löndum, ættu þeir að athuga hvort þau eru virt gagnvart innflytjendum í Frakklandi sjálfu.“ Með þessu afrekaði hann að reita allmarga Frakka til reiði. Á fundi með fréttamönnum vísaði utanrík- isráðherra Líbíu, sem var í fylgd með ofurstanum, öllu tali um mannréttindi svo á bug. Hann sagði að um þau hefðu Líbíumenn ekkert að læra: „Í augum Frakka eru hjónabönd argra manna mannrétt- indi,“ sagði hann, „en hins vegar líta þeir ekki svo á að fjölkvæni sé mannréttindi. Sinn er siður í landi hverju.“ Kannske var hámark allra þessara umræðna eftir annan fundinn með Sarkozy þegar Kaddafí hélt ráðstefnu um kvenréttindi, umkringdur fjölda af skrautlega klæddum grúppíum. Þar talaði hann um hin hörmulegu kjör kvenna í Evrópu sem yrðu oft að stunda vinnu sem þær vildu ekki. „Ég vildi frelsa evrópskar konur,“ sagði hann að lokum. Svo fór hann til Versala að skoða hásæti Lúðvíks 14. Ekki er takið líklegt að Sarkozy gleymi þessum dögum í bráð. Sá gamli kemur í heimsókn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Frakklandsheimsókn Libýuforseta UMRÆÐAN Menntamál Ný löggjöf um námsgögn sem var samþykkt á vorþingi 2007 er strax farin að hafa áhrif á skólastarf. Mark- mið laga um námsgögn er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Lögin gera ráð fyrir að starfsemi Náms- gagnastofnunar haldist svo til óbreytt. Nýbreytnin felst í að kveðið er á um nýjan sjóð, námsgagnasjóð, sem hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til náms- gagnakaupa í því augnamiði að tryggja og auka val þeirra um námsgögn. Menntamálaráðuneytið er því nú í fyrsta sinn frá 1936 að færa til grunnskóla landsins fjármagn til námsgagnakaupa sem skólarnir velja sér sjálfir á opnum markaði. Nú fær hver og einn grunnskóli, til viðbótar við sinn kvóta hjá Námsgagnastofnun, fé til innkaupa á námsgögn- um út frá þörfum skólans og hug- myndafræðilegri stefnu. Á þessu ári er búið að greiða samtals 100 milljón- ir og í framtíðinni verður greitt úr námsgagnasjóði í maí ár hvert. Ráðstöfun á þessu fé er til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum og eiga námsgögnin að samrýmast markmið- um aðalnámskrár. Námsgögn grunnskóla hafa hingað til verið tiltölulega einsleit enda hefur Námsgagnastofnun ekki haft mikið svigrúm miðað við fjárframlög síðustu ára. Í raun hafa stjórnendur Námsgagnastofnunar unnið þrekvirki í útgáfu námsgagna. Það er hins vegar löngu tímabært í ljósi stefnumarkandi ákvarðana skóla, sveitarfé- laga og löggjafa þess efnis að skólar fái meira svigrúm í ákvarðanatöku að þeir fái að auki tækifæri til að velja og kaupa inn þau námsgögn sem henta þeirra hugmyndafræðilegu stefnu. Höfundur er formaður stjórnar námsgagnasjóðs. Hundrað milljónir í námsgögn ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Á komandi vori mun sveit franskra orrustuþotna taka sér í fyrsta sinn stöðu á Keflavíkurflugvelli og stunda æfingar í íslenzku lofthelginni um nokkurra vikna skeið. Þetta gerist í kjölfar samkomulags sem Ísland hefur gert við Atlantshafsbandalagið um svonefnt loft- helgiseftirlit. Grundvöllurinn fyrir því er annars vegar að sömu staðlar um öryggi skuli gilda í öllu loftrými NATO, en eftir að Ísland varð alveg herlaust land haustið 2006 hefur íslenzka loft- helgin sannarlega skorið sig úr öðrum hlutum loftrýmis NATO með því að eina eftirlitið sem með því var stundað var frá rat- sjárstöðvum á jörðu niðri. Hins vegar varð brottför bandaríska herliðsins eftir 65 ára viðveru íslenzkum stjórnvöldum tilefni til að vekja bandalagsþjóðirnar í Evrópu til vitundar um þá breyttu stöðu öryggismála hér á norðvesturjaðri álfunnar. Í beiðni Íslendinga um að NATO-þjóðir legðu til orrustuþotur til lofthelgiseftirlits hérlendis fólst í raun beiðni um að evrópskir bandamenn Íslendinga sýndu í verki áhuga á að taka virkan þátt í að tryggja öryggi Íslands einnig á friðartímum. Það ánægjulega er að ekki stóð á viðbrögðum af hálfu bandamanna okkar. Auk Frakka hafa Norðmenn, Danir, Þjóðverjar, Spánverjar og Pólverjar, auk Bandaríkjamanna og fleiri þjóða sem yfir flugher ráða, lýst áhuga á að taka þátt í lofthelgiseftirlits-áætluninni, en hún felur í sér að flugsveit sé við eftirlit og æfingar á Íslandi í um þriggja vikna skeið í senn, til skiptis um fjórum sinnum á ári að jafnaði. Þetta fyrirkomulag lofthelgiseftirlits hér er mun viðaminna en það sem loftherslausu nýju NATO-ríkin Eistland, Lettland, Lithá- en og Slóvenía hafa notið síðan þau gengu í bandalagið vorið 2004. Fyrirkomulagið er annars að því leytinu sambærilegt, að kostnað- inn af sjálfri útgerð flugsveitarinnar – laun áhafna, eldsneyti, við- hald o.s.frv. – greiðir útgerðarríkið, en gistiríkið leggur til aðstöðu og hýsir og fæðir mannskapinn. Það er sá kostnaður sem Íslend- ingar leggja til, auk þess að reka ratsjárkerfið. Andstæðingar NATO-aðildar Íslands hafa gagnrýnt hið fyrir- hugaða lofthelgiseftirlit sem óþarfa „hernaðarbrölt“. Af því til- efni er full ástæða til að minna á að sú staða Íslands sem fullvalda lýðveldis, að geta látið aðra þjóð algerlega annast hervarnir sínar og það á kostnað hinnar erlendu þjóðar, var sögulegt undantekn- ingarástand. Það er einu sinni svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, meðal grunnskyldna stjórnvalda í hverju fullvalda ríki að tryggja varnir þess og öryggi borgaranna fyrir hugsanlegum ógnum. Það sem gerir Íslandi það kleift, án þess að halda úti eigin her, er fyrst og fremst aðildin að varnarbandalaginu NATO. Núverandi ríkisstjórn hefur markað þá stefnu að efla samstarf við önnur NATO-ríki, einkum og sér í lagi grannríkin sem deila ströndum að Norður-Atlantshafi, auk þess að viðhalda varnar- samningnum við Bandaríkin. Hið nýja lofthelgiseftirlit er liður í þessu. Ekki stendur til að stofna íslenskan her, en unnið er að mati á þeim ógnum sem að landinu kunna að steðja, á sjálfstæðum íslenzkum forsendum. Með því, eflingu borgaralegra stofnana sem að öryggi borgaranna koma og boðuðum lögum um varnarmál, er skynsamlega unnið úr snúnum aðstæðum. Ekki er þó vanþörf á að öflug umræða um öryggismál Íslands haldi áfram á næstunni. Varnir Íslands og Atlantshafsbandalagið: Skynsamlega unn- ið úr aðstæðum AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Ekki maður einhamur Össur Skarphéðinsson heldur áfram að pönkast á sjálfstæðismönnum í enn einu næturblogginu. Í nýjasta útspili sínu miðar hann á Björn Bjarnason en Össur hefur hins vegar þann hátt á að eftir að hafa skvett úr koppnum á samstarfsmenn sína í ríkisstjórn, fullyrðir hann iðulega að enginn ágreiningur sé á milli stjórnar- flokkanna. Það er ekkert leyndarmál að margir innan Sjálfstæðisflokksins eru orðnir langþreyttir á þessu. Sá grunur gæti jafnvel verið farinn að læðast að þeim að einhvers konar æði hljóti að renna á ráðherr- ann eftir að sól hnígur til viðar – ekki ósvipað og í skáldsögunni um dr. Jekyll og hr. Hyde. Meiri lax en maður Fleira rennir stoðum undir þá kenningu að laxadoktorinn sé ekki maður einhamur. Af tímasetningum bloggfærslna hans um miðjar nætur má draga þá ályktun að hann sofi varla mikið meira en þrjá til fjóra tíma á nóttu. Með öðrum orðum virðast svefnvenjur hans eiga meira skylt við hvíldarþörf laxa en manna. Höfuðstöðvar SÞ til Íslands? Á dögunum birti dagblað í Des Moines í Bandaríkjunum lesendabréf frá heimamanni, sem óskapaðist yfir því að Sameinuðu þjóðirnar skyldu setja Ísland í efsta sæti lífskjaralista síns en Bandaríkin ekki í eitt af tíu efstu sætunum. Lagði lesandinn til að hinar handónýtu Sameinuðu þjóðir, sem Bandaríkin sóuðu allt of miklu fé í, flyttu höfuðstöðvar sínar frá New York til Íslands. Þar úti í hafsauga væru þær bezt geymdar. Þessa hugmynd greip Þorsteinn Hjálmar Gestsson á lofti og útlistaði á vef sínum „Market for Aid“ hve vel færi á því að Sameinuðu þjóðirnar flyttu höfuðstöðvar sínar frá umdeildasta stórveldi heimsins til fyrirmyndarríkisins Íslands, sem einmitt hefði kjöraðstæður fyrir alþjóðlega ráðstefnumið- stöð og skrifstofur SÞ í hinni yfirgefnu herstöð Bandaríkjahers á Keflavík- urflugvelli. bergsteinn@frettabladid.is audunn@frettabladid.is Gjafakort Kringlunnar Fullkomin jólagjöf fyrir starfsfólkið! Vertu viss um að starfsfólkið fái jólagjöfina sem það óskar sér. Pantaðu gjafakort Kringlunnar í síma 568 9200 eða á gjafakort@kringlan.is F í t o n / S Í A ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.