Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 19. desember 2007 3
Tæp vika er til jóla og á
sunnudaginn næsta verður
kveikt á fjórða og síðasta
kertinu á aðventukransinum
en það kallast englakertið.
Síðustu fjórar vikurnar fyrir
jól eru kallaðar aðventa eða
jólafasta. Á hverjum sunnudegi
í aðventu er kveikt á einu kerti
á aðventukransinum en þau eru
fjögur. Hvert kerti hefur þema
sem hjálpar til við að íhuga
boðskap jólanna. Fyrsta kertið
er Spádómskertið en það minnir
á spádóma Gamla testaments-
ins sem sögðu fyrir um komu
frelsarans. Annað kertið kall-
ast Betlehemskertið en það
leiðir hugann að bænum þar
sem Jesús fæddist í fjárhúsi.
Þriðja kertið er Hirðakertið
sem nefnt er eftir hirðunum
sem fengu fyrstir fregnir af
fæðingu frelsarans. Fjórða
kertið er svo Englakertið sem
minnir á englana sem birtust á
jólanótt og sögðu frá því að
Jesús væri fæddur.
- hs
Jólakertin
Hvert kerti á aðventukransinum
stendur fyrir ákveðinn boðskap.
Jólin eru í þann mund að
ganga í garð en nokkuð mis-
jafnt er hvenær þau eru haldin.
Jólin eru ein stærsta hátíð krist-
inna manna og eru eins og alkunna
er haldin hátíðleg til að minnast
fæðingar Jesú. Haldið er upp á jól
um hinn gjörvalla kristna heim og
eins víða annars staðar þar sem
kristni er jafnvel í miklum minni-
hluta. Ekki er þó alls staðar haldið
upp á þau á sama tíma.
Hjá mótmælendum og róm-
versk-kaþólskum er haldið upp á
jól hinn 25. desember, eða á jóla-
dag, þó sumir hafi heilagt frá
klukkan 18 á aðfangadag jóla. Í
austurkirkjunni (grísk-kaþólsku
og orþódox) eru jólin haldin hátíð-
leg um það bil hálfum mánuði
síðar. - ve
Mismunandi siðir
Jólin eru alls staðar
haldin til þess að
minnast fæðingar
Jesú þó að þau
séu ekki alls staðar
haldin á sama
tíma.
Margar gerðir af búningasilfri.
Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn,
settið frá 90.530, kr.
Allar upplýsingar um hefð og
gerðir búninga eru veittar á staðnum.
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Sérverslun með
kvensilfur
undirfatnaður og náttfatnaður
í miklu úrvali
Gefðu
glæsilega gjöf
Olympía Mjódd Reykjavík Olympia Glerártorgi Akureyri olympia.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
0
3
3
5