Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 34

Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 34
 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● blessuð jólin HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfærutrukkur Öflugasta útgáfan til þessa Opið lengur alla daga til jóla Jólakökurnar frá Balocco Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Ómissandi á aðventunni og jólunum Girnilegar kökur í skemmtilegum umbúðum 1. Fjólublá og dulúðug jólakúla úr handlitaðri, þæfðri ull með ísaumuðum skrautböndum, perlum og pallíettum. Guðdómleg á jólatréð. Hönnun: Sig- ríður Ásta Árnadóttir. Fæst í Kirsuberjatrénu og kostar 3.900 krónur. 2. Perlur eru glæstar og sveipaðar ljóma. Glitr- andi jólastjarna í gylltu, rauðu og hvítu kostar 550 krónur. Hönnun: Oddrún. Fæst í Litla jólahúsinu við Laugaveg. 3. Unaðsmjúkt hjartaskraut úr rauðri og hvítri þæfðri ull til að hengja á jólatréð eða hvar sem er. Hönnun: Valdís Harrysdótt- ir. Fæst í Kirsuberjatrénu og kostar 1.000 krónur. 4. Ullarpeysa og húfusett í íslensku fánalitunum og smækkaðri útgáfu, en stór- fenglega smart á jólatréð. Hönnun: Tove Handverk. Fæst í Litlu jólabúðinni við Laugaveg og kostar 1.100 krónur hvort um sig. 5. Dýrindis jólarauð spila- dós með notalegri útgáfu ís- lenska jólalagsins „Það á að gefa börnum brauð“ eftir Jórunni Viðar. Hönnun: Margrét Guðna- dóttir. Fæst í Kirsuberja- trénu og kostar 4.200 krónur. 6. Rammíslensk jólakúla úr þæfðri ís- lenskri ull með koparvírum sem mynda krúsídúllur og fósturjörðina. Þjóðleg í sauðalitunum. Hönnun: Sigríður Ólafs- dóttir. Fæst í Jólahúsinu á Skólavörðu- stíg og kostar 6.000 krónur. 7. Jólahúsið á Skólavörðustíg lætur sérhanna fyrir sig jólakúl- ur með íslensku jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettin- um, sem hér sést. Frummyndina gerði Brynja Eldon, en kúlurnar eru munnblásnar og handmálaðar fyrir Jólahúsið í Austurríki. Verð 1.750 krónur. 8. Hrefnusveinn kallast þessi magri og langleiti jóla- sveinn, en skapari hans og út- skurðarmeistari er Hrefna Ara- dóttir. Sköpulag jólasveina hennar fer allt eftir efniviðnum og einnig sker hún út lokkandi jólatré. Fæst í Jólahús- inu á Skólavörðustíg og kostar 5.950 krónur. 9. Rómantískt jólapar úr ís- lenskri þæfðri ull sem bæði getur hangið í tré eða glugga, eða stað- ið upprétt í sínu stásslega jóla- skapi öðrum til dýrðar. Hönnun: Kata Handverk. Fæst í Litlu jólabúðinni við Laugaveg og kostar hvort um sig 1.300 krónur. Jól í höndum íslenskra hönnuða ● Íslenskir hönnuðir fá margir heilagan innblástur vegna fæðingarhátíðar frelsarans. Íslenskt jólaskraut fæst víða í formi eigulegra muna sem fylgt geta jólaminningum fjölskyldna kynslóð fram af kynslóð. 5 9 3 1 4 7 6 2 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.