Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 19.12.2007, Síða 38
 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● blessuð jólin „Þetta er einföld og góð uppskrift og æðislegt jólasælgæti. Þetta getur hentað fólki með fæðuó- þol, sem og þeim sem vilja stilla sykurneyslu í hóf,“ segir Sigga Ásta. Ein klassísk smákökusort fær þó að halda sér. „Við bökum alltaf piparkökur og skreytum þær. Ég get reyndar ekki bakað þær sjálf út af óþolinu en ég reyni að finna piparkökudeig sem er mjólkur- laust fyrir stelpurnar mínar. Svo skreytum við kökurnar þar til þær verða gjörsamlega óætar,“ segir Sigga Ásta stríðin. Á aðventunni er töluvert föndrað hjá Siggu Ástu og útbúa hún og börnin þá meðal annars skrautlega merkimiða á jólapakkana. Tón- listin skipar líka stóran sess. „Ég æfi með kórnum mínum, Mótettu- kór Hallgrímskirkju, fyrir jólatón- leika sem eru í byrjun aðventunn- ar og á milli jóla og nýárs hittist öll stórfjölskyldan í föðurætt og spil- ar jólalög saman en þar leika allir á hljóðfæri og sumir fleiri en eitt. Svo borðum við eitthvað gott,“ út- skýrir Sigga Ásta og segist ávallt hlakka til þessa fagnaðar en þar fá þau börn sem ekki kunna á hljóð- færi líka að láta ljós sitt skína með því að slá á þríhorn. Sigga Ásta segist ekki skreyta mikið en þó freistast hún til að setja jólaljósin upp snemma. „Ef ég finn eitthvert jólaskraut sem mér finnst brjálæðislega flott endar það bara uppi allt árið. Ég á til dæmis indverskar pappírs- stjörnur með ljósi sem fara upp 1. desember og ekki niður fyrr en í apríl,“ segir Sigga Ásta, sem nýtur þess að lýsa upp skammdegið með fallegum jólaljósum. - hs UPPSKRIFT 1.200 g möndlur með hýði, pekan- hnetur og kasjúhnetur (álíka mikið af öllum tegundum) – helst lífrænt 1 dl ekta lífrænt hlynsíróp 2 msk. þurrkað rósmarín 1 og 1/2 tsk. Maldon-salt (síðan er hægt að salta að vild ofan í boxið) Hitið ofninn í 150 gráður og setjið bökun- arpappír í ofnskúffu. Setjið hnetur í skál og hrærið hlynsírópi og kryddi saman við. Setjið blönduna í ofnskúffuna og látið vera í ofninum í 15-20 mínútur. Taka þarf blönduna út og hræra í á fimm mínútna fresti og fylgjast vel með því það er auðvelt að brenna hnetur. Heilsusamlegt og einfalt jólasælgæti ● Sigríður Ásta Árnadóttir hönnuður hefur þurft að gæta vel að mataræði sínu síðastliðin ár þar sem hún er með glútenóþol og mjólkuróþol. Dætur hennar hafa auk þess erft mjólkuróþolið og þess vegna hefur hún fundið nýjar leiðir og uppskriftir til að nota um jólin. Sykurlaust hnetu- og möndlusælgæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigga Ásta og dætur hennar gæða sér á jólanamminu úr kökuboxi sem langamma Siggu Ástu átti. Þótt Sigga Ásta borði lítið af smákökum safnar hún kökuboxum. ● HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Gerast mun nú brautin bein, bjart í geiminum víðum. Ljómandi kert’ á lágri grein. Líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Sæl mun dilla, silkirein, syninum, undurfríðum. Leið ei verður þá lundin nein. Líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Texti: Jóhannes úr Kötlum jólalag Teg 2106 Teg 2064Teg 2083 © Fj ar ða rp ós tu rin n/ H ön nu na rh ús ið – 05 12 Nýjar húsgagnasendingar Mary

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.