Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 52

Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 52
32 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Elskan! Þú gleymdir inn- kaupalistanum! Þessi bjór getur orðið þinn ef þú svarar næstu spurningu rétt... Af hverju líkar næstum engum við lúðrasveitar- tónlist? Eeh... af því að hún hljómar svo skelfilega! Rétt! Alright! Skaustu á þetta? Neiii, ég var alveg með þetta! Engum nema pabba gæti tekist að láta akstur líta hallærislega út. Ég fer að efast um að ég muni taka bílprófið. Litli bleiki sokkur. Saknaðirðu mín? Það er þvottadagur í dag. Hvar er mamma? Hún er að gefa Lóu brjóst Aftur?? Já, hún þarf að borða á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. Úff... Það hlýtur að vera erfitt. Hmmm, tja... Hún sleppur að minnsta kosti við kvartanir yfir matseðlinum. Makkarónur aftur?? Ég hélt við ætluðum að hafa spagettí! Þið hélduð þó ekki að ég myndi skrifa um eitthvað annað en jól? O, nei. Engin ástæða til þess, enda er ég jólabarn af bestu gerð. Það tilkynnist hér með að með einni örlítilli und- antekningu er ég búin að kaupa allar jólagjafir ársins. Þeir versl- unarleiðangrar þykja mér þeir allra, allra skemmtilegustu. Ekki í ár. Ef ekki hefði verið fyrir skrepp yfir hafið, þar sem ég komst í færi við þurrar gangstéttar í fyrsta skiptið í margar vikur, hefðu jóla- leiðangrar mínir í ár verið frekar ömurlegir. Ég tilheyri nefnilega þeim hópi fólks sem finnst lítil stemning fólgin í því að skjótast á milli búða í upplýstum verslunar- miðstöðvum þar sem jafn vel fer um mann og fíl í flugvél. Eða bara manneskju yfir 40 kílóum í flugvél, en það er önnur saga. Í desember er mér nefnilega bara vel við myrkrið, og vil komast út í það á milli þess sem ég sting nefinu inn í búðir. Svo á myrkrið náttúrulega að bíta vel í kinnar og fingur, svo maður komi hálfloppinn inn í hlýj- una og hafi afsökun fyrir því að setjast niður yfir kaffi- eða kakó- bolla, eftir því hversu miklu nostalgíuflippi maður er á. En, nei. Ég gerði hetjulega tilraun til að útrétta á Laugaveginum um síðustu helgi. Þeir sem ekki voru í yfirliði af skammdegisþunglyndi muna kannski að vatnsmagnið sem þá helltist af himnum ofan jaðraði við nýtt syndaflóð. Sem var mikil synd. Ég króknaði hvorki á kinnum né fingrum, og hafði mun meiri áhuga á að komast í tæri við ofn og þurra sokka en kakóbolla. Ég kann hreinlega ekki við þetta. Ég hef hingað til kyngt því að ekki sé hægt að panta hvít jól á hverju ári, en þetta er náttúrulega bara einhver vitleysa. Ég hef alltaf sagt að ég vilji hvergi annars staðar en á Íslandi vera á jólunum og fussað yfir þeim sem fljúga til Kanarí á Þorláksmessu. Það fer að breytast. Nema að ég tek flugið í hina áttina. Ætli þeir séu með góðan miðbæ á Svalbarða? STUÐ MILLI STRÍÐA Miðbæjarblús í desember SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR HYGGST FLYTJAST TIL SVALBARÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.