Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 63

Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 63
MIÐVIKUDAGUR 19. desember 2007 Biogen, Frank Murder, Star Kidz og Stereo Hypnosis koma fram á raftónlistarkvöldi á Barnum í kvöld. Þessi kvöld hafa verið haldin einu sinni í mánuði og er þetta hið þriðja í röðinni. Þar sem jólin nálgast ber þetta kvöld titilinn Rafmessa. Aðgangs- eyrir er enginn og byrja tónleik- arnir klukkan 21 á efri hæðinni. Á neðri hæðinni spilar Gauti dub og fleira. Rafmessa í tilefni jóla FRANK MURDER Frank Murder kemur fram á raftónlistarkvöldi á Barnum í kvöld. Rokksveitin Dikta hefur gefið út sína útgáfu af jólasálminum vinsæla Nóttin var sú ágæt ein eftir Einar Sigurðsson við lag Sigvalda Kaldalóns. „Við höfum verið að taka þetta í tvö til þrjú ár í kringum hátíðarnar og verið með aukahljóðfæraleikara með okkur,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð og fólk var alltaf að spyrja hvort við ætluðum ekki að taka það upp. Við ákváðum að kýla á það þótt desember væri byrjaður. Við ætlum að gera plötu á næsta ári og munum fylgja henni eftir þannig að það var núna eða aldrei að taka þetta upp.“ Haukur segir þá félaga lengi hafa haft miklar mætur á laginu. „Þetta er ótrúlega fallegt lag og það er skrítið að maður hefur heyrt mjög lítið af því í nútíma útsetningum.“ Dikta ætlar vitaskuld að spila lagið á jólatónleikum á Organ á laugardag ásamt bæði eldri lögum og nýjum. „Við erum á fullu að semja og útsetja þessi lög sem við erum með. Við erum komnir með þrjátíu til fjörutíu hugmyndir að lögum sem við erum að vinna betur.“ Auk Diktu koma fram á tónleikunum Ölvis, For a minor reflection og Rass. Með Ölvis á sviðinu verða Georg og Orri úr Sigur Rós, Baddi úr Jeff Who? og Sindri Már Finnbogason. Miðaverð er 500 krónur. Lag Diktu, Nóttin var sú ágæt ein, er til sölu á smekkleysa.net auk þess sem hægt er að hlusta á það á myspace.com/dikta. - fb Dikta gefur út vinsælt jólalag DIKTA Hljómsveitin Dikta hefur gefið út sína útgáfu af jólalaginu Nóttin var sú ágæt ein. MYND/AUÐUR SIGBERGSDÓTTIR Rokksveitin Benny Crespo´s Gang heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói í kvöld í tilefni af sinni fyrstu plötu sem kom út fyrir skömmu. Búast má við góðri stemningu enda er Benny Crespo´s Gang rómað tónleika- band sem skilar orku sinni vel inn á plötuna. Miðaverð á tónleikana er 1200 krónur og opnar húsið laust fyrir níu. Hljómsveitin Múm spilar einnig á skemmtikvöldi á Organ í kvöld þar sem frítt er inn. Auk múm koma fram Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir. Múm, sem er að fylgja eftir plötunni Go Go Smear the Poison Ivy, er nýkomin heim eftir vel heppnaða tónleikaferð um Evrópu. Fagna sinni fyrstu plötu BENNY CRESPO´S GANG Rokksveitin heldur útgáfutónleika sína í Tjarnarbíói í kvöld. verður í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 14:00. Allir nemendur dag- og kvöldskóla, er lokið hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma og taka á móti prófskírteinum: Handíðabraut Sjúkraliðanámi Snyrtifræðinganámi Burtfararprófi af húsasmíðabraut Burtfararprófi af rafvirkjabraut Stúdentsprófi Skólameistari Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Útskrift

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.