Fréttablaðið - 19.12.2007, Side 66

Fréttablaðið - 19.12.2007, Side 66
 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tekið þá ákvörðun að endurtaka Asíuleikana í handknattleik – bæði í karla- og kvennaflokki. Mun mótið verða klárað fyrir lok janúar á næsta ári en mótið er einn- ig undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Pek- ing. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar kvört- unar kóreska ólympíusambandsins vegna úrslitaleiks Kúveit og Suður-Kóreu í keppninni. Sá leikur var einn farsi frá upphafi til enda og duldist engum að brögð voru í tafli. IHF hafði sett reynt og virt þýskt dómarapar á leikinn en rétt fyrir leik tók tækninefnd asíska sam- bandsins fram fyrir hendurnar á þeim og setti par frá Jórdaníu á leikinn. Dómararnir stálu algjörlega senunni og sáu til þess að slakt lið Kúveit rúllaði yfir sterkt lið Kóreu með einum átta mörkum. Leikurinn hefur síðar verið sendur út um allan heim og í kjölfarið krafðist alþjóða ólympíunefndin þess að IHF rannsakaði ásakanir um mútur og spillingu ofan í kjölinn og tæki á málinu. Að öðrum kosti kæmi vel til greina að banna handknattleik á Ólympíuleikunum. Stjórn IHF hefur í kjöl- farið ákveðið að endurspila keppnina í heild sinni í báðum flokkum og þar með líklega bjargað því að hand- bolti verði áfram spilaður á Ólympíuleikunum. - hbg Alþjóða handknattleikssambandið hefur tekið á ásökunum um spillingu: Asíuleikarnir verða endurteknir ANNAÐ TÆKIFÆRI Kyung Shin-Yoon og félagar í suðurkóreska landsliðinu fá annað tækifæri til þess að tryggja sér sér sæti á Ólympíuleikunum í janúar. Kórea tapaði síðasta úrslita- leik gegn Kúveit sem var vægast sagt vafasamur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdótt- ir hefur ekki ákveðið hvar hún muni spila sumarið 2008 en það dylst engum að það eru mörg stór erlend lið á eftir bestu knatt- spyrnukonu landsins. Daginn eftir að hún var kosin knattspyrnukona ársins annað árið í röð flaug hún til Indianapol- is í Bandaríkjunum þar sem hún keppist um að vinna sér sæti hjá bandaríska liðinu FC Indiana sem er eitt að liðunum sem koma til með að mynda nýja bandaríska atvinnumannadeild árið 2009. FC Indiana vann bandarísku úrvals- deildina í ár og hefur verið eitt af bestu liðum hennar undanfarin tímabil. „Það eru flottir hlutir í spil- unum hjá mér. Ég er að fara til Ameríku og ætla að fara að skoða þar lið sem heitir Indiana og er frá Indiana- polis sem er rétt hjá Chicago. Þetta virðist vera sterkt lið sem ætlar sér mikið í nýju atvinnumannadeildinni. Þeir eru að taka inn leikmenn til þess að skoða fyrir 2009. Þeir skoða sjö leikmenn frá Evrópu og velja fjóra þar út sem komast inn í liðið á næsta ári,“ segir Margrét Lára sem getur vel hugsað sér að spila í Bandaríkjunum takist henni vel upp. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og það verður gaman að skoða aðstæðurnar þarna úti. Það væri frábært að komast að hjá þessu liði og það er gaman að fá að skoða þetta þarna í Bandaríkjunum en maður rennur nokkuð blint í sjó- inn. Maður þekkir Norðurlöndin og þekkir Þýskaland og það er því gaman að sjá hvað þeir séu að spá og hvernig framtíðin verður þarna úti í Bandaríkjunum,“ segir Mar- grét Lára. Margrét Lára hefur einnig skoð- að aðstæður í Svíþjóð. „Ég ætla að byrja á því að skoða Bandaríkin, svo er Svíþjóð ennþá inni í myndinni og svo má ekki gleyma því að ég er í einu besta liðinu í Evr- ópu og ég fer ekki frá Val nema það sé eitt- hvað virkilega gott í boði. Ég hef verið mikið að skoða Djurgården en ég vil fara í sterkt lið þar sem ég þarf virki- lega að hafa fyrir hlutunum,“ segir Margrét Lára sem vill ekki nefna fleiri sænsk lið en það margir sem myndu bíða spenntir eftir að sjá hana spila við hlið Vikt- oriu Svensson sem hefur verið aðal- sóknarmaður sænska lands- liðs- ins undanfarin ár. Margrét Lára skoraði 77 mörk á árinu 2007, þar af 8 þeirra með íslenska A-landsliðinu. Það er ljóst á öllu að Vals- liðið hefur enn mikið að bjóða fyrir Mar- gréti Láru sem hefur skorað 182 mörk í 89 mót- sleikjum með Val sem hún gekk til liðs við fyrir sum- arið 2005. „Umgjörðin og metnaðurinn í þjálfun er gríðarlega mikill í Val og það er frá- bært tækifæri að fá að spila með Val. Mín þrjú ár í Val hafa verið frábær og ég sé ekki eftir því að hafa spilað fyrir þann klúbb. Þetta er frábær klúbbur, með gott þjálf- arateymi sem leggur mikið upp úr því að ná árangri. Það er það umhverfi sem ég er að leitast eftir. Það skiptir mig miklu máli að maður sé að læra á hverri æfingu,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára segist hafa brennt sig á því að fara til MSV Duisburg í Þýskalandi en annars segir hún sig vera komna lengra í boltanum en hún bjóst við fyrir nokkrum árum. „Ég myndi segja að ég væri komin framar en ég bjóst við. Ég stefndi í fyrsta lagi aldrei á A- landsliðið fyrr en ég yrði 18 eða 19 ára og það gerðist þegar ég var sextán ára. Ferillinn hefur verið mjög flott- ur og ég hef tekið stór skref. Það er mjög mikil- vægt að halda sér niðri á jörðinni ef maður ætlar að ná árangri. Maður má ekki vera upp í skýjun- um heldur finna sér nýtt verkefni og nýtt markmið og finna þá hluti hjá sér þar sem maður getur bætt sig,“ segir Margrét Lára, en hversu miklar líkur eru á að hún velji Banda- ríkin? „Það gæti verið rétt leið fyrir mig að fara til Ameríku. Þegar ég fór til Þýskalands þá steig ég rangt skref sem ég lærði rosalega mikið af og gerði mig að betri knatt- spyrnukonu fyrir vikið. Næsta skref vil ég að verði gott skref, í góða átt, að árangri einhvers stað- ar annars staðar,“ segir Margrét Lára og nú er að sjá hvort hún komist að hjá einu heitasta liðinu í Bandaríkjunum. ooj@frettabladid.is Er í einu besta liði Evrópu Knattspyrnukona ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir, heldur öllum dyrum opn- um en vill fara í sterkt lið þar sem hún þarf virkilega að hafa fyrir hlutunum. Hún keppir nú um laust sæti hjá bandaríska liðinu FC Indiana. FJÓRÐI GULLSKÓRINN Margrét Lára Viðarsdóttir hefur unnið gullskóinn fjögur ár í röð. Hér er hún ásamt Jónasi Grana Garðarssyni sem vann gullskóinn í karladeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BESTA KNATTSPYRNUKONA LANDSINS Margrét Lára Viðars- dóttir skoraði 69 mörk með Val í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.