Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 70

Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 70
50 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. andlegt áfall 6. eftir hádegi 8. kúgun 9. fljótfærni 11. belti 12. á ný 14. fet 16. í röð 17. gljúfur 18. aska 20. eldsneyti 21. einsöngur. LÓÐRÉTT 1. dvelja 3. tveir eins 4. skóþvengur 5. að 7. vatnselgur 10. stykki 13. sarg 15. kona 16. kæla 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. eh, 8. oki, 9. ras, 11. ól, 12. aftur, 14. skref, 16. íj, 17. gil, 18. sót, 20. mó, 21. aría. LÓÐRÉTT: 1. vera, 3. oo, 4. skóreim, 5. til, 7. hafsjór, 10. stk, 13. urg, 15. flóð, 16. ísa, 19. tí. Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Frétta- blaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síð- ustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfs- mönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkis- sjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna aug- lýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdi- marsson fullyrðir að fasteigna- salan Remax hafi keypt auglýs- ingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsinga- stjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið storma- samt ár hjá Randver Þorláks- syni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörð- un nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarps- stöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upp- risa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python-menn sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu. hdm@frettabladid.is RANDVER ÞORLÁKSSON: STORMASAMT ÁR ENDAR Á GÓÐUM NÓTUM Randver og Cleese í ára- mótaauglýsingu Kaupþings Í AÐALHLUTVERKI Á GAMLÁRSKVÖLD Randver Þorláksson leikur aðal- hlutverkið í stórri áramótaauglýsingu Kaupþings sem frumsýnd verður á gamlárskvöld. Þar leikur hann á móti John Cleese, en Monty Python-hópurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Spaugstofumönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JOHN CLEESE Breski leikarinn kemur annað árið í röð fram í auglýsingu Kaupþings. Sú fyrri var á allra vörum í kringum síðustu áramót og þótti afar vel heppnuð. Búast má við því að sú nýja verði ekki síðri. Höfundur hennar er Jón Gnarr. „Nei, ég vil ekki sjá það að eiga bát. Ég er aðallega að taka þetta til að leika mér í útlöndum og kannski geta siglt hér eitthvað við landið,“ segir Gissur Sigurðsson fréttamað- ur. Gissur hélt nýlega upp á sextugs- afmælið sitt og fagnar því meðal annars með því að taka pungapróf. Gissur er að ljúka námskeiðinu og fær því fljótlega í hendur réttindi til að stýra smábátum. Námið miðar að því að nemandinn verði fær um að stjórna með öryggi báti sem er allt að 30 rúmlestir sem stýrimaður og eftir að tilskildum stýrimannatíma er náð þá sem skipstjóri. Gissur ætti að fara létt með það enda ekki síst þekktur fyrir sínar ágætu fréttir af sjávarútvegsmálum. Gífurleg aðsókn hefur verið í pungaprófið en eftir áramót þyng- ist námið auk þess sem réttindin sem prófið veitir eru takmarkaðri. Gissur lætur vel af sér í náminu og segir það skemmtilegt. Athygli vekur að menn viðriðnir fjölmiðla vilja næla sér í réttindin. Þannig mun Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður og fyrrverandi forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, ætla að skella sér í „punginn“ auk þess sem forveri hans hjá ÍÚ, Hreggviður Jónsson, hyggur á slíkt hið sama. Og Haukur Holm fréttamaður er einnig á pungaprófsnámskeiði. „Ég er búinn að segja Hauki það að titillinn kapteinn sé frátekinn. Hann verður að láta sér nægja að kallast „first officer“ eða stýrimað- ur,“ segir Gissur. - jbg Gissur í punginn á sjötugsaldri GISSUR SIGURÐSSON Krækir sér í pungaprófið áður en námið lengist og réttindin takmarkast. „Áður en bókin kom út las Einar Már upp úr henni á afmælishátíð SÁÁ í Háskólabíói 8. október. Þar voru allir óskaplega hrifnir og enginn meira en fyrrverandi formaður félagsins – Björgólfur Guðmundsson,“ segir Ari Matthíasson framkvæmdastjóri hjá SÁÁ – samtökum áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður hefur keypt á annað hundrað eintaka af bók Einars Más Guðmundssonar, Rimlar hugans – ástarsaga, með það fyrir augum að gefa öllum sjúklingum sem eru inniliggjandi hjá SÁÁ um jólin. „Já, og líka þeim sem búa á áfangaheimil- inu,“ segir Ari sem greindi frá þessu nýlega í húsakynnum samtakanna við Efstaleiti en þangað kom Einar Már einmitt til að lesa upp fyrir félaga í SÁÁ. Ari fagnar þessu framtaki mjög. „Þetta er fín bók. Annars vegar er verið að fjalla um venjulegan alka sem hefur funkerað í lífinu en er farinn að drekka of mikið. Svo er hún líka um strák sem situr inni, alkóhólista og vímuefnasjúkling. Við erum upp til hópa fordómafull gagnvart þeim einstaklingum. Lítum á þá sem undirheimalýð og glæpahyski, einhvern sora, en þetta eru auðvitað einnig manneskjur með sínar vonir og þrár.“ Ari segir Rimla hugans – ástarsögu sögu um von, sögu um ást og sögu um alkóhólisma. Mikilvæg bók því þarna fá lesendur heiðarlega innsýn í hlutskipti áfengis- og vímuefna- sjúklinga. „Þarna er til dæmis að finna fréttina sem við sjáum aldrei í blöðunum. Fjölskyldur samein- aðar á ný. Fólk sem fer aftur út í lífið og tekur þátt í þessu þjóðfélagi. Fólk sem allir voru búnir að afskrifa og var öllum til leiðinda.“ - jbg Alkar fá Einar Má í jólagjöf frá Bjögga BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Gefur alkóhólistum Rimla hugans – ástarsögu í jólagjöf. EINAR MÁR Kominn í samkeppni við bókina um Bill og Bob meðal alkóhólista. ARI MATTHÍASSON Segir bók Einars veita mikilvæga innsýn í hlutskipti áfengis- og vímuefna- sjúkl inga. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 254 milljónir króna. 2 Jacob Zuma. 3 Hestasundlaugar. Björgvin Halldórs- son – Bó – er ekki í náðinni hjá Þórhalli Gunnarssyni Kastljósstjóra með meiru þessa dagana. Segir sagan að Þórhallur vandi Bó ekki kveðj- urnar í umtali og eitthvað verði í að Ríkisútvarpið hói í Bó til að taka lagið. Ástæðan mun vera sú að Bó afþakk- aði náðarsam- legast að taka þátt í jóla-Kast- ljósinu. Það gerði Bubbi hins vegar ekki og mun koma fram þar með Stór- sveitinni. Bubbi og Stórsveitin fá hundrað þúsund krónur fyrir og mun Bubbi ætla að gefa þá upphæð til góðgerða- mála. Í kjölfar tíðinda af vendingum í ritstjórastólum á Birtíngi og DV, svo sem þeirra að Sigurjón M. Egilsson sé nú orðinn ritstjóri Mannlífs, berast þær fréttir ofan af Lynghálsi að fleiri atriði séu breytingum undirorpin þar á bæ. Þannig var fyrir löngu ákveðið að Birtíngur myndi bjóða starfsfólki sínu í árshátíðarferð til Prag. Nú er búið að blása það af og hefur verið ákveðið að setja stefnuna þess í stað á Malmö í Svíþjóð. En það var nákvæm- lega þangað, til Svíþjóðar, sem Georg Bjarnfreðarson á Næturvakt- inni fór með sitt fólk í orlofsferð. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þarna er ég tólf ára, þetta er ári áður en ég varð Íslands- meistari kvenna í skák og sló þar með heimsmet. Hettupeys- an hlýtur að hafa verið í tísku þarna, og drengjakollar líka, því ég reyndi aðeins að fylgja tískunni á þessum tíma.“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands. Myndin er tekin í september 1984. Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. VESTFIRSKA SKATAN ER KOMIN......

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.