Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 19.12.2007, Qupperneq 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er miðvikudagurinn 19. desember, 353. dagur ársins. 11.20 13.25 15.29 11.36 13.09 14.43 Þrátt fyrir göfugan ásetning um notalega aðventu neyðist maður loks til að horfast í augu við jólagjafainnkaupin. Sú lífseiga trú að konum þyki óstjórnlega gaman að versla er því miður ekki dag- sönn. Stundum er jú skemmtilegt að skoða, en bara ef ekki þarf absolútt að kaupa. Þvinguð krafa um árangursríka búðarferð er hið árlega ok sem ég lofa sjálfri mér í hvert skipti að bera ekki aftur. Næst skuli ég svo sannarlega versla og pakka inn helst í janúar. Lúmsk frestunaráráttan svæfir svo þessa ágætu hugmynd þar til allt er komið í óefni og að lokum eru innkaupin afgreidd í streitu- kasti korter í jól. Alveg eins og í fyrra. VANDINN er auðvitað að engan vantar neitt. Í besta falli er hægt að gefa viðbætur. Börnum aðeins meira dót til viðbótar við ógrynnin sem fyrir eru. Auðvitað verða seint gefnar of margar bækur en af einhverjum ástæðum er hlut- verk foreldra líka að gefa mesta, stærsta og besta dótið. Allavega jafn mikið og í fyrra. Hvert og eitt barn þarf að fá pakkann með akk- úrat rétta innihaldinu, það sem það þráir mest, notar viðstöðu- laust, endist von úr viti og gerir það að hamingjusamasta barni í heimi. MEÐ fyrsta barni er verkefnið tiltölulega einfalt. Flestir leggja allt í sölurnar til að veita einbirn- inu sínu fallegustu gullin. Með dyggri hjálp umhverfisins getur einn lítill grislingur eignast yfir- fullt herbergi af herlegheitum sem hann moðar úr og arfleiðir svo yngri systkini að. Vandi for- eldranna eykst þannig aðeins með öðru barninu, því nú vantar ekki eins mikið og síðast. Á þriðja barni er málið komið í hnút, allt er nú til og hugmyndir um nýjar jólagjafir fullkomlega ófleygar. Eftir and- lausa hringferð um flóruna í hug- anum dróst ég af stað í verslunar- ferð. Því lengur sem ég hringlaði um risastóra leikfangabúðina með tóma innkaupakerru, því andlaus- ara varð allt þetta dót. ÞAÐ er af sem áður var þegar hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna, eins og hið kunna jólalag staðhæfir að hafi þótt fullgott. Hnátan sem var himinsæl með verkfæri til hannyrða hefur trú- lega verið skyld konunni sem dó af hamingju þegar hún fékk straujárn í jólagjöf frá manninum sínum. Blessuð sé minning hennar. Hamingjusam- asta barnið www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 01 76 1 2/ 07 Skoðaðu Toyota blaðið núna á netinu Toyota blaðið er komið út og í samræmi við umhverfisstefnu Toyota er það gefið út rafrænt. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni: Hilux á Segulpólinn, Sportköfun í Silfru, Töfrar í Tíbet, Draumur frjálsíþróttafólksins og margar fleiri spennandi greinar. Farðu á www.toyota.is og náðu Toyota blaðið á pdf-formi. Einfalt, fljótlegt, umhverfisvænt, skemmtilegt og umfram allt ókeypis. Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.