Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 04.01.2008, Qupperneq 46
 4. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Margt sniðugt er fundið upp í Þýskalandi. Fyrir um 25 árum hönnuðu prófessorar vél sem notar segulsveiflur til að lækna fólk af hinum ýmsu kvillum og hefur hún reynst sérstaklega vel fyrir fólk með hin og þessi ofnæmi. Tækið er kennt við BICOM og hjálpar fólki að hætta að reykja í svo- kallaðri segulómsmeðferð. Fyrirtækið Ráðgjöf og heilsa býr yfir þess- ari tækni og segist geta hjálpað fólki að hætta að reykja á einum klukkutíma, en það er sá tími sem fólk situr við vélina og lætur enduróma sig. „Það er búið að taka hátt í þúsund manns síðan við fengum þessa vél,“ segir Kristján Garðars- son, umsjónarmaður endurómsvélarinnar. „Við gerum svona, eins og við köllum það í geiranum, Gallup-könnun á meðal þeirra sem koma til okkar. Af hverjum fimmtíu spyrjum við tíu og þá eru það 80 til 85 prósent sem hætta að reykja. Sumir byrja þó að reykja aftur eftir svona þrjá mánuði, en þá koma þeir oft aftur og segja: Þetta var allt mér að kenna.“ Meðferðin fer þannig fram að útgeislun vissra líkamsparta er mæld. Hjá reykingafólki eru það lungun og æðakerfið sem eru með minnstu út- geislunina. Síðan eru sígarettur, nikótíntyggjó og nikótínplástrar settir í box öðrum megin í vélinni en hinum megin situr sá sem vill hætta að reykja, tengdur við vélina með gleraugu á nefinu og heldur á koparkúlum. „Vélin breytir því sem er í boxinu í svokallað neikvætt nikótín. Fíkillinn sem er tengdur við gler- augun og heldur á kúlunum er jákvæður fíkill. Og þegar neikvætt og jákvætt mætast þá verður úr því núll,“ segir Kristján. Svo fær viðkomandi málmplástur á bringu- beinið sem hann ber í þrjár vikur. Plástur þessi geymir öll þau neikvæðu boð sem vélin sendi fíklinum. „Heilinn þinn sendir frá sér beiðni um nikótín, en vélin sendir neikvætt á móti sem mætir þessum þörfum þínum. Þar af leiðandi tekur vélin þörfina og löngunina frá. En það er ekkert verið að taka sjálfræðið af fólki sem fer frá mér, það getur byrjað að reykja ef það vill en þá er það að eyðileggja allt sem er búið að gera,“ segir Kristján. - nrg Bylgjur vinna á vandanum Nálastungur eru ekki töfra- lækningar en þær geta svo sannarlega hjálpað í barátt- unni við sígarettuna. „Nálastungur styrkja orku lungna og hjarta þannig að löngunin í heitan reykinn minnkar,“ segir Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nála- stungu- og grasalæknir, spurð um gagnsemi og áreiðanleika þess að ætla sér að nota nála- stungur til að hætta að reykja. „Nálastungur hjálpa með fíknina, það er að segja þær hjálpa fólki sem er að hætta að reykja svo það leiðist ekki út í aðra fíkn svo sem matarfíkn,“ heldur Arnbjörg áfram. Hún hefur aldrei sjálf aug- lýst eða gefið sig út fyrir að geta hjálpað fólki að hætta að reykja. Hins vegar hafa margir komið í nálastungumeðferð til hennar út af einu eða öðru og hætt að reykja í kjölfarið, einfaldlega því það styrktist almennt. „Nálastungulækningar hafa mikið verið notaðar sem með- ferð við fíkn, bæði tóbaksfíkn sem og annars konar fíkn, en ég held að þær virki aldrei einar og sér því nálastungur geta einungis hjálpað með fíknina, ekki ávanann sem til dæmis reykingar eru,“ segir Arnbjörg að lokum. - nrg Löngunin í heita reykinn Það er ekkert grín að hætta að reykja. Að gera það áður en reykingatengdir sjúkdómar herja á krefst skynsemi og aga. Sérstaklega þar sem margir reykingarmenn eiga erfitt með að leggja trúnað á tal um frelsi og betri líðan enda virðist sígarettan oft vera þeim stoð og stytta. Það sakar hins vegr ekki að prófa og aldrei að vita nema eftirtalin hjálparmeðöl komi að góðum notum. Segðu rettunni upp. Sígarettan er ekki elskhugi Lyfjainntaka er eitt ráð sem nota má til að hætta að reykja. Zyban hefur verið á markaði um nokkra hríð en nýlegri pillur sem heita Champix hafa einnig náð nokkrum vinsældum. Tryggvi Ásmundsson, aðstoðaryfir- læknir hjá lungna- og berklavarna- deild Heilsuverndarstöðvarinnar, þekkir vel til lyfjanna. „Nikótín er fíkniefni eins og heróin og kókaín sem menn ánetjast,“ segir Tryggvi. „Við prófun á lyfinu Zyban sýndi sig að það sló á fíknina, en það er þó mjög langt frá því að það taki af alla fíknina. Það er erfitt að hætta að reykja þótt maður taki Zyban. Þú heyrir fólk láta afskaplega misjafn- lega af þessu lyfi, sumir segja að þetta hjálpi mikið en aðrir lítið.“ Upphaflega var Zyban hugsað sem lyf við geðdeyfð en svo kom í ljós þessi óvænta og skemmtilega auka- verkan. Lyfið var því markaðssett sem lyf til að slá á nikótín. „Fólk sem hefur tilhneigingu til þunglyndis og ætlar að hætta að reykja getur lent í vandræðum með skapið. Svo þetta lyf hefur tiltekna kosti. En þetta er ekki töfralyf sem lætur þig hætta,“ segir Tryggvi. Champix er allt annars eðlis en Zyban. Það mætti segja að lyfið komi í veg fyrir og stroki út þá ánægju sem reykingamaður getur fengið út úr sígarettum með því að hleypa ekki nikótíninu þangað sem það á að fara. „Nikótín er þannig að það binst ákveðnum viðtækjum í heilanum. Champix hins vegar binst þessum viðtækjum svo nikótínið kemst ekki að. Skortur á nikótíni skapar vanlíðan sem menn upplifa þegar þeir hætta að reykja. Með Champix vantar reyk- ingamanninn nikótínið en reykingar laga það ekki, nikótínið kemst ekki að til að veita þá vellíðan sem það á að gera,“ segir Tryggvi. Tryggvi tekur þó fram að lyfið sé ekki heldur töfralyf. En að baki Zyban og Champix eru hins vegar rannsókn- ir sem byggjast á lyfjum og platlyfjum sem sýna að alvörulyfin virka betur en platlyfin, svo rannsóknir hljóta að vera marktækar. - nrg Hjálpar- lyf en ekki töfralyf Þrjár hárfínar nálar. Kristján við tækið góða með fíkli sem ætlar að hætta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.