Fréttablaðið - 04.01.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 04.01.2008, Síða 54
 4. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Margar snyrtistofur bjóða upp á ýmsar hreinsunarmeðferðir og nærandi nudd fyrir líkam- ann og eru afeitrandi með- ferðir eins og sogæðanudd og leirvafningar vinsælar, að sögn Ragnheiðar Birgisdóttur, fram- kvæmdastjóra NordicaSpa. Til að hreinsa húðina og end- urnæra líkamann er ýmislegt í boði, allt frá partanuddi og and- litshreinsunum upp í meðferð- ir á allan líkamann og er þá hægt að eyða drjúgum hluta dagsins á snyrtistofunni. Á NordicaSpa stendur einmitt margt af þessu til boða. „Fólk er að koma til okkar nokkuð jafnt yfir allt árið,“ segir Ragnheiður. Hún bætir því við að eftir allt kjötátið um jólin og salt- ið í hátíðamatnum komi þó ívið fleiri, til dæmis í sogæðanudd. „Í sogæðanuddinu er verið að hreyfa við sogæðum líkamans og það hraðar hreinsun úrgangsefna úr líkamanum og hann er losaður við uppsafnaðan vökva og bjúg.“ Fleiri hreinsunarmeðferðir eru í boði og nefnir Ragnheiður sér- staklega eins konar leirvafninga fyrir líkamann sem NordicaSpa býður upp á, svokallaða eldfjalla- meðferð. „Eldfjallameðferðin er einstök meðferð þar sem þreytan líður úr þér og líkaminn endurnærist. Hún er það vinsælasta hérna á NordicaSpa.“ Í meðferðinni er náttúrulegum hveraleir nuddað á líkamann og honum síðan pakkað inn í plast og lak til að hvílast undir hitalampa. Á meðan dregur leirinn í sig eit- urefni úr líkamanum og hefur kælandi og slakandi áhrif. „Á meðan viðskiptavinurinn hvílist í leirnum bjóðum við upp á slakandi svæðanudd á fótum og höfuðnudd og viðkomandi fær þá mjög góða alhliða slök- un út út meðferðinni,“ útskýrir Ragnheiður. Leirinn er síðan þveginn af í sturtu og í kjölfarið fær viðskipta- vinurinn djúpt nudd í 40 mínútur þar sem unnið er á þrýstipunkt- um á líkamanum. Eftir meðferðina er svo boðið upp á íslenskt hreinsandi te sem á að örva úthreinsunina enn frekar. Leirinn, olían og teið í þessari meðferð er allt unnið úr íslenskum náttúruafurðum af Sunnan vindum sérstaklega fyrir NordicaSpa og á að spila saman að því að auka orku og örva hreinsun. „Svo mælum við með að eftir eldfjallameðferðina sé ekki farið strax í sturtu heldur olíunni á húðinni leyft að vinna áfram og fullkomna meðferðina,“ segir Ragnheiður. - rt Eldfjöll og íslenskur hveraleir Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmda- stjóri NordicaSpa. Hveraleir er nuddaður á líkamann en hann dregur til sín eiturefni úr húðinni, kælir hana og róar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Maður slappar vel af í nuddinu. Mig langar til að … … nota tímann núna eftir hátíðarnar til að koma mér í form eftir barns- burð. Ég er svolítil dellukona og hef gaman af að taka á hlutunum. Ég byrja líka í nýrri vinnu og hlakka mikið til að fást við ný verkefni. Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Kellogg's Special K kemur mér á sporið Það er svo frábært þegar sólin hækkar á ný eftir hátíðarnar að hlaða batteríin og finna kraftinn streyma um æðarnar. Fara á fullt í ræktina og rifja upp allt sem ég auðvitað veit um næringu og hollustu. Kellogg's Special K er eitt af því sem kemur mér auðveldlega á sporið á ný, bragðgóður en fitusnauður morgunmatur, fullur af vítamínum og steinefnum. Svo er líka frábært að eiga ljúffenga stöng af Special K við höndina, ef mann langar í eitthvað sætara, bara 90 hitaeiningar. F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.