Fréttablaðið - 04.01.2008, Page 58

Fréttablaðið - 04.01.2008, Page 58
 4. JANÚAR 2008 FÖSTUDAGUR22 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Sumir læknar og grasalæknar trúa því að B17-vítamín sé það sem haldi aftur af krabbameini hjá ýmsum afskekktum þjóð- félögum, sem lifa eingöngu á náttúrunni, og veiti þeim langlífi og heilsu. Margir vilja hins vegar meina að krabba- meinið knýi ekki dyra þar sem þessi þjóðfélög lifa ekki í því umhverfi sem vestrænt fólk býr við, þar sem krabbameins- valdar eru ófáir. Í einangruðum afkimum Hima- lajafjalla við landamæri Vestur- Pakistans, Indlands og Kína má finna svæðið Hunza sem áður var sjálfsætt konungsríki. Fjalladalir Hunza eru svo afskekktir og erfið- ir yfirferðar að þjóðin hefur feng- ið að lifa nokkuð óáreitt og óspillt af vestrænum framförum. Fólkið í þessu konungsríki virð- ist ekki fá krabbamein og lifir ótrúlega lengi. Það þykir ekkert tiltökumál að menn á níræðisaldri geti börn og hversdagslegt að fólk nái 100 ára aldri. Einhvern tímann var konungur Hunza spurður að því af hverju fólkið í ríkinu hans yrði svona gamalt og hann svaraði því til að það væri vegna hins tæra og töfrum gædda klakavatns sem rynni ofan af jöklunum. Lækna og vísindamenn sem hafa rannsakað fólkið grunar þó að þarna spili inn í mikil neysla á apríkósum og olíu búinni til úr apríkósukjörnum. Apríkósur eru sneisafullar af B17-vítamíni sem margir telja undravítamín til að koma í veg fyrir krabbamein. Fólkið í Hunza er í raun síborð- andi apríkósur og fær tvö hundr- uð sinnum meira B17-vítamín daglega en fólk á Vesturlöndum. Alls staðar má sjá apríkósuald- ingarða og í þessu samfélagi þar sem engir peningar eru notaðir er fjöldi apríkósutrjáa mælikvarði á ríkidæmi. Fólkið býr meira að segja til mauk úr apríkósunum, blandar því við snjó og býr þannig til apríkósuís. Fyrir utan apríkósurnar borða Hunzarnir að mestu leyti korn og ferskt grænmeti, þar á meðal er bókhveiti, alfalfa, hirsi, garðertur, baunir, næpur, salat og alls kyns ber. Allur þessi matur að undan- skildu salatinu og næpunum inni- heldur B17 vítamín. Langlífi og ótrúleg heilsa Hunzabúa eru ekki bundin genum þeirra því það hefur sýnt sig á þeim sem yfirgefa land- ið og aðlagast öðrum háttum og matarræði að þeir verða jafn lík- legir til að fá sjúkdóma sem aðrir. Hunzabúar eru hins vegar ekki eina þjóðin á jörðinni þar sem krabbamein þekkist ekki. Inúít- ar sem hafa ekki komist í tæri við vestræna siði og lifa eins og for- feður þeirra á náttúrunni einni hafa lengi verið rannsakaðir af læknum og ekki fundist eitt ein- asta tilfelli af krabbameini. Fylg- ismenn B17-vítamínsins benda á að mikið sé að finna af því í fæðu þeirra; í kjöti af hreindýrum og öðrum grasbítum og í laxaberjum. Inúítarnir búa sér líka til salat úr mögum hreindýranna sem eru full af grasi túndrunnar sem er mjög ríkt af B17. Fleiri þjóðarbrot, sem hafa haldið sinni menningu virðast vera laus við krabbameinsvána. Hopi- og Navajo-indjánar í Norð- ur-Ameríku sem hafa ekki aðlag- ast vestrænum siðum hafa af- skaplega lága krabbameinstíðni. 30.000 indjánar voru rannsakaðir og fundust aðeins 36 með krabba- mein. Sú tala yrði 1800 væri leitað hjá hvíta kynstofninum sem býr í sama landinu. Abkhasíar sem búa djúpt í af- skekktustu og innstu kimum Kák- asusfjalla norðvestur af Svarta- hafinu eru álíka heilsuhraustir og Hunzar, enda matast þeir lítið á kolvetnum en mikið á grænmeti. Þar er líka hægt að finna mikið af B17-vítamíni. Hvort B17 sé ástæð- an skal ósagt látið, því vissulega er það alls staðar að finna í nátt- úrunni leiti maður þess bara nógu lengi. - nrg Sumir þjóðflokkar fá ekki krabbamein Hunza-dalurinn afskekkti, þar sem krabbamein þekkist ekki á meðal íbúanna. Hugsanleg ástæða er mikil neysla B17-vítamíns. Upledger Stofnunin á Íslandi heldur CSTI námskeið dagana 6.-9.mars næstkomandi í Reykjavík Þetta meðferðarform er þróað af Dr.John E Upledger. Hann stofnaði Upledger Stofnunina árið 1985 og síðan þá hefur stofnunin unnið að ennfrekari rannsóknum og þróun á meðferðarforminu undir stjórn hans. Hann hefur ritað margar af helstu námsbókum greinarinnar sem notaðar eru við kennslu víða um heim. Á CST-I námskeiðinu, sem er fyrsti áfanginn í Upledger höfuðbeina- og spjldhryggjarmeðferð, eru kennd grunnatriði meðferðarinnar. Þau eru sett upp í svokallað 10 þrepa kerfi , sem sérstaklega er hannað og hugsað til að þjálfa færni og næmni meðferðaraðilans en hefur einnig þann kost að meðferðarþiggjandi er að fá frábæra meðhöndlun á öllum líkama. Á námskeiðinu eru kennd og farið í eftirfarandi atriði: • líffærafræði höfuðs og hryggs, hlutverk heila- og mænuvökvans, heilahimna og mænuslíðurs. • hvernig heila- og mænuvökvatakturinn myndast í líkamanum, fi nna taktinn og stöðva hann í meðferðartilgangi. • fjallað um himnu og bandvefskerfi líkamans og hvernig losað er um spennu og aðrar hindranir í því. • kennt að losa um höfuðbeinin og spjalhrygg með það markmið að nota beinin sem handföng sem gefa aðgang að himnum miðtaugakerfi sins. Kennari námskeiðsins er Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, kennt verður íslensku og er allt námsefnið á íslensku. Skráning og nánari upplýsingar um námið og starfsemi Upledger Stofnunarinnar á Íslandi er að fi nna á www.upledger.is og í síma 466-3090.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.