Fréttablaðið - 04.01.2008, Page 62

Fréttablaðið - 04.01.2008, Page 62
BLS. 10 | sirkus | 4. JANÚAR 2008 STUNDIN SEM ALLIR BIÐU EFTIR Aðdáendur Bigs eiga eflaust eftir að tárfella yfir myndinni. Í BLÖÐRUKJÓL Það er ekki að spyrja að íburðinum. CARRIE EÐA SUE ELLEN? Hún gæti hafa ruglast og verið að koma beint af Southfork enda er klæðnaðurinn meira í anda Sue Ellen en hún fór varla út úr húsi nema vera í einhverju loðnu. Takið eftir síddinni á buxunum, þetta verður aðalstællinn næsta sumar. MYND/GETTYIMAGES Nú standa yfir tökur á kvikmyndinni Beðmál í borginni og bíða allar alvöru skvísur spenntar eftir að hitta vinkonur sínar aftur á hvíta tjaldinu. Í nóvember fengu fjölmiðlar að fylgjast með á tökustað í New York og eins og myndirnar sýna glögglega hafa Carrie, Miranda, Samantha og Charlotte engu gleymt. Ef eitthvað er þá er skvísugangurinn ennþá meiri. Búningahönnuður þáttanna, Patricia Field, fékk mikið lof á sínum tíma enda þóttu þær stöllur allt annað en hallærislegar. Þegar horft er á fyrstu seríuna sést líka vel hvað hönnuðurinn er fær því fötin eru langt frá því að vera gamaldags. Í kvikmyndinni eru loðfeldir, silki og vel sniðin föt áberandi ásamt stuttum buxum. Það vekur líka athygli að skótauið er klassískt, pinnahælar og opnir skór. Helstu tískuhúsin í heiminum sjá Beðmálastjörnunum fyrir fatnaði og ekki er hægt að segja annað en brúðarkjóll Vivienne Westwood beri af. martamaria@365.is Loðfeldir, silki og endalaus SKVÍSUGANGUR NÝJASTA TÍSKA? Sarah Jessica Parker klæðist pels yfir kápu þegar hún labbar á milli tökustaða. Þröngar buxur eru greinilega enn þá málið. KLASSÍSK Í klassískri „trench- coat“, stuttum buxum og ökklaskóm. Þetta er algerlega Carrie 2008. LOKSINS GIFTIST HÚN Carrie gengur í hjónaband í myndinni. Hér skartar hún brúðarkjól úr smiðju Vivienne Westwood. Takið eftir brjóst- stykkinu, hárskraut- inu og skónum. Það er ekki hægt að toppa þetta! CHANEL-SKVÍSA Carrie hefur engu gleymt. Það myndu margar konur saga af sér handlegg fyrir þessa kápu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.