Fréttablaðið - 04.01.2008, Síða 75

Fréttablaðið - 04.01.2008, Síða 75
FÖSTUDAGUR 4. janúar 2008 27 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. Sara Kristín Finn- bogadóttir frá Selfossi hlaut verðlaun fyrir bestan heildarár- angur stúdenta við brautskrán- ingu í Fjölbrauta- skóla Suðurlands nýverið. Sara lauk stúdentsprófinu á aðeins tveimur og hálfu ári og út- skrifaðist af nátt- úrufræðibraut. Hún fékk sérstaka viðurkenningu skólanefnd- ar auk námsstyrks frá Holl- varðasamtökum skólans. Einnig fékk hún þrenn verð- laun fyrir námsár- angur í einstökum námsgreinum. Alls braut- skráðust 66 nem- endur frá Fjöl- brautaskóla Suð- urlands að þessu sinni, auk eins fyrrverandi nem- anda sem lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Stefán Ármann flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og við at- höfnina frumflutti kór skól- ans lag og texta eftir hann. Heimild/www.sudurland.is Námshestur SARA KRISTÍN MYND/WWW.SUDURLAND.IS AFMÆLI DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINS- SON ATHAFNA- MAÐUR 78 ára. GUNNAR ÞÓRÐ- ARSON TÓNLIST- ARMAÐUR 63 ára. BETH GIBB- ONS TÓNLIST- ARKONA 43 ára. JULIA ORMOND KVIKMYNDA- LEIKKONA 43 ára. Systir mín og frænka okkar, Sigríður Ö. Stephensen frá Hólabrekku, andaðist miðvikudaginn 26. desember og verður útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 7. janúar kl. 13.00. Guðrún Ö. Stephensen Ögmundur H. Stephensen, Gunnar H. Stephensen og Jóhann Grétar Stephensen. Guðrún Þ. Stephensen, Stefán Þ. Stephensen, Kristján Þorvaldur Stephensen og Helga Þ. Stephensen. Ingibjörg Stefánsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Bergljót Stefánsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Jón Torfi Jónasson, Ögmundur Jónasson, Ingibjörg Jónasdóttir og Björn Jónasson. Ögmundur Einarsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir og Þórunn Einarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Einarsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum á jóladag. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. janúar kl. 13. Einar Ingi Halldórsson Ásta Bára Jónsdóttir Ingibjörg H. Halldórsdóttir Snorri Zóphaníasson Guðný Katrín Einarsdóttir Reynir Gylfason Þorvaldur Einarsson Ólöf Elsa Björnsdóttir Halldóra Snorradóttir Oddur Snorrason Sólrún Ásta Reynisdóttir Dagur Reynisson Bróðir okkar, Sigurður Frímannsson frá Garðshorni á Þelamörk, Grettisgötu 52, Reykjavík, lést 27. desember 2007 á Akureyri. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Bægisárkirkjugarði. Að ósk hans eru þau sem vilja minnast hans beðin að láta langveik börn njóta þess, t.d. með því að styðja Hetjurnar á Akureyri. Kristján Frímannsson Gunnar Frímannsson Helga Frímannsdóttir Steinar Frímannsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdafaðir og afi, Jón Ástvaldur Hall Jónsson, sem lést 21. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Þuríður Sigurmundsdóttir Ómar Hall Ástvaldsson Viðar Örn Ástvaldsson Andri Már Ástvaldsson Elísabet Árnadóttir tengdadætur og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, bróðir og afi, Hilmar Kristjánsson, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 1. janúar. Valdís Finnbogadóttir Finnbogi Hilmarsson Jakobína Kristín Arnljótsdóttir Hilmar Þór Hilmarsson Sædís Gunnarsdóttir Valgerður Hilmarsdóttir Þorgils Hallgrímsson Hulda Bjarnadóttir Þormar Kristjánsson Stefanía Garðarsdóttir Sigurður Kristjánsson Sigurlaug Þorsteinsdóttir og afabörn. Bróðir okkar, Gísli Eyjólfsson, Aflagranda 40, lést 2. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Gyða Eyjólfsdóttir Ása Eyjólfsdóttir Þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför Stefáns Benedikts Benediktssonar frá Húsavík, Sjávargrund 4a, Garðabæ. Hlýjar kveðjur og þakkir til starfsfólks L1 Landakoti og Dagvistunarhjúkrunarheimilisins Holtsbúð fyrir einstaka umönnun og umhyggju við okkur öll. Sigurbjörg Sigvaldadóttir Hanna Stefánsdóttir Jón Guðlaugsson Sigrún Stefánsdóttir Sigþór Sigurjónsson Bylgja Stefánsdóttir Stefán S. Stefánsson Guðfinna Baldvinsdóttir Guðný Stefánsdóttir Agnar Agnarsson afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, fósturmóðir, ástvinur og vinkona, Áslaug Inga Þórisdóttir lést á heimili sínu hinn 18. desember. Útför hennar mun fara fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Katrín Klara Þorleifsdóttir Grétar Örn Jóhannsson Elín Embla Grétarsdóttir Benjamín Björnsson Björn Jónsson Sjöfn Ingólfsdóttir Bjarni Ólafsson og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Birna Björnsdóttir, Endurvarpsstöð Eiðum, sem lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni Hafnarfirði mánudaginn 7. janúar kl. 15.00. Júlíus Bjarnason Magnfríður Júlíusdóttir Bjarni Már Júlíusson Jóna Björg Björgvinsdóttir Björn Starri Júlíusson Ragna Valdís Júlíusdóttir Katla Þorvaldsdóttir Kolbrún Birna Bjarnadóttir Júlíus Freyr Bjarnason. Nú eru liðin tíu ár frá því að Pósti og síma var skipt upp í tvö fyrirtæki, Íslandspóst hf. annars vegar og Landssímann hf. hins vegar Íslandspóstur hf. tók formlega til starfa eftir skiptinguna þann 2.janúar og að sögn upplýsingafulltrúa hefur fyrir- tækið tekið mjög miklum breytingum á þessum árum. Starfsemi Íslandspósts er dreifð víðs vegar um land og eru starfsstöðvar margar, en um 1.300 manns starfa nú hjá fyrirtækinu við hin ýmsu störf. Þar má nefna í póstmiðstöð, á skrifstofu, pósthúsum og dreifingarstöðvum, við útkeyrslu og dreifingu. Meðal þess sem hæst ber á tíu ára starfstíma Íslandspósts er sú ákvörðun stjórnar um byggingu póstmið- stöðvar við Stórhöfða, uppsetningar á sex dreifingarstöðv- um á höfðuðborgarsvæðinu auk þess að byggja upp sautján þjónustukjarna víðs vegar um land, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þessari ákvörðun var fylgt eftir með því að hefja undirbúning að byggingu tíu nýrra pósthúsa með það fyrir augum að auka þjónustu á landbyggðinni jafnt sem á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum svæðum munu póst- húsin sjá um útlkeyrslu sendinga til einstaklinga og fyrir- tækja. Þar fer einnig fram flokkun og vinnsla sendinga og aðstaða verður fyrir bréfbera og landpósta. Jafnframt fer þar fram móttaka og afhending sendinga og margs konar önnur þjónusta. Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla enn frekar þjónustu við sem flesta landsmenn, en um 95% heimila á landinu eru innan þessara þjónustukjarna. Á árinu 2007 var nýtt húsnæði tekið í notkun fyrir dreif- ingarstöð í Reykjavík, tvær póstafgreiðslur voru endurnýj- aðar á höfuðborgarsvæðinu og þrjú ný pósthús voru tekin í notkun á landsbyggðinni. Þau eru á Reyðarfirði, Húsavík og í Stykkishólmi, en það eru fyrstu pósthúsin sem Íslands- póstur hefur staðið fyrir byggingu á. Miðað er að því að endurbæturnar munu bæta aðstöðu og aðgengi viðskiptavina Íslandspósts sem og aðbúnað og starfsumhverfi starfsmanna fyrirtækisins að sögn for- svarsmanna. Einnig kemur fram að vonast sé til að Íslands- póstur geti tekið sér stöðu sem leiðandi fyrirtæki í send- inga- og póstþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Íslandspóstur tíu ára PÓSTHÚSIÐ Á HÚSAVÍK Fyrstu pósthúsin sem Íslandspóstur hefur staðið fyrir byggingu á risu síðastliðið sumar, eitt þeirra á Húsavík síðastliðinn ágúst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.