Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 76

Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 76
28 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Klassísk tognun á nára! Það gæti verið góð hugmynd að hita aðeins upp af og til! Einn kaffi- bolli fyrir leik telst ekki með, Pondus! Ég gerði það... Jæja, þá skulum við kíkja aðeins á teinana þína. Pierce, sem tannlæknirinn þinn kynni ég að meta það að þú hættir þessum frílans tannréttingum. Þetta er bara til skreytingar, ekki lagfæringar. Áramótaheit Stínu brúnu 1. bjarga tígrisdýrunum 2. bjarga hvölunum 3. bjarga fílunum 4. bjarga sækúnum 5. bjarga blettatígrunum 6. bjarga pöndunum 7. bjarga górillunum 8. bjarga skógarbjörnunum Hjálp Í alvöru? Hefurðu tekið einhverju öðru – eins og að vatn sé blautt eða eldur sé heitur? Veistu að þú ert frekar kaldhæðin samhliða brjóstagjöf? En hvað þú ert athugull! Síðan við komum heim af spítalanum með Lóu hafa Solla og Hannes hangið mikið utan í okkur. Frumstæðir tannstönglar Nú er nýtt ár geng- ið í garð með öllum þeim fyrir- heitum sem nýtt ár býr yfir. Í upp- hafi hvers árs nota margir tæki- færið og strengja áramótaheit. Sumir ætla að létta sig og rembast á hlaupa- brettum fyrstu vikur ársins meðan aðrir líma hálfkláraða sígarettupakka á flug- elda og skjóta þeim upp í himin- geiminn, eða því sem næst. Sumir ætla að láta af drykkju meðan aðrir ætla að taka fjármálin í gegn og enn aðrir hafa ákveðið að hugsa meira um umhverfið í daglegu lífi sínu. Vandamál og fyrirheit fólks eru jafn mismunandi og það er margt. Það er fátt betra en ný byrjun. Það vita þeir sem ekki eru nógu ánægðir með líf sitt. Þess vegna finnst mörgum tilvalið að nota svona tilbúin tímamót eins og ára- mót eru til að byrja upp á nýtt og leggja slæma siði á hilluna. Nú ætla ég ekki að hallmæla því að fólk taki sig á, þvert á móti. Ég hef hins vegar aldrei skilið fólk sem segir um miðjan nóvem- ber að það ætli að hætta að reykja um áramótin. Af hverju þarf að bíða eftir merkingarlausri dag- setningu til að gera það sem fólk ætlar sér? Ef viðkomandi er alvara með að breyta lífi sínu er allt eins gott að gera það 17. nóvember eða 10. janúar eins og 31. desember. Þetta eru jú bara dagsetningar og ef við látum þær hafa svona mikil áhrif á líf okkar, þá höfum við varla mikla stjórn á því sjálf. Mér varð hugsað til slagorðs sem ein- hver bankanna notaði á árinu til að ná ungu fólki í viðskipti til sín: Vertu leikstjóri í eigin lífi. Óháð gróðahyggju bankanna þá á sá sem fann upp þetta slagorð mikið hrós skilið. Áramótaheitið mitt þetta árið er því að strengja engin heit heldur nota hverja sekúndu til að vera það besta sem ég get verið. Þannig mun ég komast gegnum árið 2008 með bros á vör. STUÐ MILLI STRÍÐA Tilbúin tímamót ÖRLYGUR HNEFILL ÖRLYGSSON ER LEIKSTJÓRI Í EIGIN LÍFI Tryggðu þér miða núna! Næstu sýningar: 6., 13., 17., 20., 27. janúar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.