Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 82

Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 82
34 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Árið 2007 var nokkuð gjöfult hvað tónlistarmyndir varðar. Frumsýndar voru nokkrar áhugaverðar kvikmyndir og nokkrar stórar DVD-útgáfur litu dagsins ljós. Það er auðvitað ekkert hægt að ganga að því sem gefnu að tónlistarmyndir séu sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Til þess er markaðurinn of lítill, eða hugmyndaflug forsvarsmanna kvikmyndahús- anna of takmarkað... DVD-útgáfurnar skila sér hins vegar oftast á endanum. Ein sterkasta mynd ársins, Control, sem segir sögu Ians Curtis og hljómsveitarinnar Joy Division, var sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykja- vík og olli ekki vonbrigðum. Sérlega stílhrein og áhrifamikil mynd um magnaðan tónlistarmann. Aðrar myndir sem ég get mælt með eru heimildarmyndin The Future in Unwritten eftir Julien Temple sem fjallar um Joe Strummer, söngvara The Clash, og Respect Yourself/The Stax Records Story sem rekur sögu þeirrar stórmerkilegu soul-tónlistar- útgáfu. Af DVD-útgáfum má nefna nýjar tónleikamyndir með Amy Winehouse og Rolling Stones, endurbætta útgáfu á Zeppelin-myndinni The Song Remains the Same (sem er væntanleg á markað hér á landi með íslensk- um texta á næstu vikum), MTV Unplugged in New York með Nirvana og tvær fínar Bob Dylan-myndir; Don‘t Look Back og The Other Side of the Mirror. Þriðja Dylan-myndin og sennilega sú merkilegasta er I’m Not There eftir Todd Haynes sem er einmitt frumsýnd í dag. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana. Sú mynd sem stendur samt upp úr hjá mér persónulega er Heima, myndin um hringferð Sigur Rósar. Algjört meistaraverk þar á ferðinni. Tónlistin er frábær, en þetta er líka sterk svipmynd af Íslandi árið 2006: Af fólkinu og landinu sjálfu. Það verður gaman að kíkja á hana eftir svona tuttugu ár. Sigur Rós er næm á það sem er heillandi við Ísland. Manni hlýnar um hjartarætur við að horfa á myndina. Heima er best! Heima er best HEIMA Kvikmynd Sigur Rósar, Heima, er algjört meistaraverk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Sextán og þú skalt sjá mig í bíó...“ - 16, Grafík, Höf: Helgi Björnsson > Í SPILARANUM Jack Penate - Matinee Radiohead - In Rainbows Ringo Starr - Liverpool 8 Bermúda - Nýr dagur Cat Power - Jukebox JACK PENATE CAT POWER Tónlistarvefurinn Rjóminn.is hefur birt árslista sína. Að baki þeim standa þeir sextán tónlistarspekingar sem skrifa á vefinn. Í íslensku deildinni gerast þau undur og stórmerki að plata Seabear frá því í sumar, The Ghost that carried us away, stendur uppi sem sigurvegari og sigrar plötu Mugisons, Mugiboogie, sem hefur trónað efst á öðrum árslistum. Reyndar munar bara einu stigi, Seabear fær 70 stig, Mugison 69. Plata Hjaltalín, Sleepdrunk seasons, þykir svo sú þriðja besta og fær 60 stig. Úrslit í erlendu deildinni eru öllu fyrir- sjáan legri og eru samhljóða listum sem þegar hafa birst hérlendis. Arcade Fire- platan hlýtur afgerandi kosningu í efsta sætið (72 stig) á meðan nýja Radiohead- platan er önnur (49 stig). Okkervil River- platan The Stage Names þykir Rjómverjum svo þriðja best og fær hún 44 stig. Seabear sigrar Mugison BEST HJÁ RJÓMANUM Platan The Ghost that carried us away með Seabear þykir betri en Mugison- platan, en reyndar munar bara einu stigi á þeim. Sindri Már Sigfússon er heilinn á bak við Seabear. Bæjarstjórinn í Bolungarvík situr ekki með hendur í skauti og lætur sér ekki nægja að flytja inn Rufus Wainwright, sem spila mun í Háskólabíói í apríl. Nú er á leiðinni á hans vegum (eða öllu heldur fyrir- tækis hans, DDR) hljómsveitin Hayseed Dixie og treður hún upp á Nasa 24. febrúar. Miðasala er þegar hafin á midi.is og í verslunum Skíf- unnar og BT um allt land. Þetta er gífurlega hress amerísk- ur kvartett sem hefur í allmörg ár skemmt sér og öðrum með kántrí- og blúgrass-útgáfum af frægustu rokk- lögum sögunnar. Útkoman kitlar jafnt hlátur- og danstaugar áhorf- enda. Hayseed Dixie hefur gert fimm plötur, meðal annars eina ein- göngu með AC/DC-lögum og aðra með Kiss-lögum. Þá hefur sveitin kántríklæmst á Sex Pistols og Bítla- lögum og einnig gefið út eigin tón- smíðar á síðustu tveimur plötum, A Hot Piece of Grass og Weapons of Grass Destruction. Hayseed Dixie kemur hingað á klakann > ÞRJÁR NÝJAR PLÖTUR Jack White er upptek- inn maður um þess- ar mundir því hann er að vinna að minnst þremur nýjum plöt- um. Ein af þessum plötum er önnur plata hljómsveitar hans, The Raconteurs. White vill ekki staðfesta að eitt af umræddum verk- efnum sé sólóplata frá honum en mikið hefur verið skrafað um að ein slík sé í farvatninu. Aðdáendur Weezer fengu skemmtilegan glaðning við árslok en þá sendi Rivers Cuomo, aðalspíra sveitarinnar, frá sér safn- plötuna Home sem inniheldur uppáhalds demó-upptökurnar hans. Steinþór Helgi Arnsteinsson renndi í gegnum gripinn. Sögusagnir um sjöttu hljóðversbreiðskífu hinnar svölu nördasveitar Weezer hafa lengi verið á kreiki. Síðasta plata, Make Believe, kom út árið 2005 og þótti langversta plata Weezer til þessa. Aðdáendurn- ir studdu samt sem áður vel við bakið á sínum mönn- um og hafa meðal annars haldið uppi síðunni albumsix.com þar sem ýmsar vangaveltur hafa verið reifaðar um komandi skífu, misviturlegar þó. Boð um nýja safnskífu frá Cuomo bárust síðan seint á síðasta ári en virðast ekki hafa nein áhrif á komandi breiðskífu. Svo virðist sem Cuomo hafi einfaldlega þurft að gera upp einhverja þætti í fortíðinni áður en hann gæti að fullu einbeitt sér að nýju plötunni. Samt sem áður er enginn uppgjörs- tónn yfir plötunni, hvað þá uppgjafartónn. Reyndar er ekkert svo skrítið að maður sem hefur samið hátt í þúsund lög vilji koma einhverju frá sér. Lög úr rokkóperu og hvaðeina Platan samanstendur af heimaupptökum og demóum úr fórum Cuomos, uppáhalds að eigin sögn. Lögin eru frá árunum 1992 til 1997 (ef undan er skilinn örlítill hljóðbútur frá 1984) en langflest laganna eru frá árunum 1992-1995 eða tólf talsins. Það umrædda tímabil markar einmitt tímann frá Bláu plötunni, fyrstu skífu sveitarinnar, að plötu númer tvö, Pinkerton, sem kom út árið 1996. Pinkerton þykir í dag helsta afrek Weezer en platan galt afhroð þegar hún kom út á sínum tíma, bæði hjá gagnrýnendum og kaupendum. Til marks um uppreisn æru Pinkerton breytti Rolling Stone þriggja stjörnu dómi sínum frá árinu 1996 í fimm stjörnu dóm árið 2004. Alls eru fimm lög á plötunni sem upprunalega tilheyrðu rokkóperunni Songs from the Black Hole en hana ætlaði Cuomo að gefa út eftir útgáfu Bláu plötunnar. Lögin urðu hins vegar grunnurinn að Pinkerton. Afskræming nútímans Eitt það merkilegasta við safnplötuna er að þar er ekki að finna nein lög frá árinu 1998 til 2002, eða allt frá laginu Crazy One, sem samið var í desember 1998. Það var einmitt á þessum tíma sem Cuomo fann hvað mest fyrir þunglyndi og hafðist við í húsnæði þar sem hann hafði dregið fyrir alla glugga þannig að engin birta kæmist inn. Í raun er eingöngu að finna þrjú lög á Home sem eru yngri en frá árinu 1998. Langforvitnilegast þeirra er This Is the Way frá síðasta ári. Lagið er unnið úr Let Me Love You með Mario og samkvæmt texta í umslagi plötunnar (Cuomo skrifar athuga- semdir við hvert einasta lag plötunnar og eru þær mjög skemmtilegar aflestrar) átti lagið að vera á komandi breiðskífu. Laginu var hins vegar kippt út fyrir lagið Daydreamer sem á víst að vera „epískt og sinfónískt sex mínútna lag“. Tout Ensemble ekki næsta plata Home er plata sem er ekki eingöngu fyrir hörðustu aðdáendur Weezer, en þannig vill oft verða með safnplötur af þessu tagi. Þvert á móti bætir Home mörgu við glæstan feril Rivers Cuomo og Weezer. Á þessu ári er síðan væntanleg ný plata. Eina sem hefur verið staðfest í þeim efnum er reyndar aðeins það að ekki er enn kominn staðfestur útgáfudagur og platan mun ekki(!) heita Tout Ensemble. Beint úr kassettuskúffunni FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI FLOTTUR Rivers Cuomo er heilinn á bak við eina ferskustu hljómsveit síðasta áratugar, Weezer. Ný plata með uppáhalds heimaupptökum og demóum Cuomos kom út fyrir stuttu en ný hljóðversskífa er væntanleg frá Weezer á árinu. HAYSEED DIXIE Kitlar hlátur- og danstaugar og kántríklæmist á frægustu rokklögum sögunnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.