Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 84

Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 84
36 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > MARIAH HAWKING „Mig langar í vél sem er þannig að það sem ég hugsa kemur út úr henni með vélmennarödd, það væri frá- bært!“ Söngkonuna Mariuh Carey langar í tölvurödd à la Stephen Hawking. Þá getur hún áhyggjulaust hvílt raddböndin. Það kemur í ljós laugar- dagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Bel- grad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og eru enn sjö þættir eftir. Fyrir- komulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upp- rifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sér- stakan „wild card“-aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Hinn 12. janúar er komið að „wild card“-aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sung- in og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals tólf, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld – 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrú- ar – verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn 16. febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskap- inn enn upp býður RÚV upp á upp- hitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburst- ar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki. Hver fer til Belgrad? HÓ HÓ HÓ Barði Jóhanns- son þykir sigurstranglegur með vöðvafjöll- in í Mercedes Club. EKTA JÚRÓ Regína Ósk og Friðrik Ómar komast einna næst Eurovision-formúlunni með „Fullkomnu lífi“ Örlygs Smára. STENDUR SIG BEST Magnús Eiríksson er sá eini sem á tvö lög í úrslitum. Gott hjá þeim gamla, sem vissi ekki einu sinni að hann væri í Eurovision! Latibær hefur opnað skrifstofu í London sem á að styrkja enn frekar við sölu á varningi tengdum sjónvarpsþáttunum og leiksýningum sem hafa heldur betur slegið í gegn á Bretlandseyjum. Íslensk fjármálafyrirtæki og bankar hafa á undan förnum árum verið að hasla sér völl í höfuðborg Englands og hafa síður en svo sparað þegar kemur að opnun skrifstofa þar. Kristján Kristjánsson, upplýsingafull- trúi Latabæjar, segir Latabæ vera langt frá því að feta í fótspor þeirra, - fgg Latibær opnar útibú í London ENGINN LÚXUS Skrifstofan í London er að sögn Kristjáns bara lítil og pen með tveimur starfsmönnum. Lögfræðingur söngkonunnar Britney Spears, Sorrel Trope, vill hætta. Lögfræðistofan Trope and Trope hefur unnið fyrir Spears frá því í september, en eins og flestir vita á hún í hat- rammri forræðisdeilu við fyrrverandi eigin- mann sinn, Kevin Federline. Lögfræðingur- inn vill nú slíta samstarf- inu, og segir talsmaður lögfræðistofunnar ástæð- una vera samskipta- örðugleika. Britney skrópaði í yfirheyrsl- um hjá lögmanni Kevins Federline í vikunni, og er talið að það hafi haft áhrif á þessa ákvörðun. Trope mun þó vera fulltrúi söngkon- unnar um eitthvert skeið. „Lögfræð- ingur getur ekki bara hætt við mál. Við munum biðja dómstólinn um lausn frá þessu, og komum fyrir dómara innan mánaðar,“ segir Trope. Hann er þriðji lög- fræðingur Spears í forræðis deilunni. Sá fyrsti hætti í september, og Britn- ey rak næstu lögfræðinga sína eftir einungis nokk- urra daga samstarf. Britney ein á báti SAMSKIPTA ÖRÐUG- LEIKAR Britney Spears hefur ítrek- að skrópað í yfir- heyrslur á meðan á forræðismáli hennar og K-Fed hefur staðið, og nú vill lögfræð- ingur hennar ekki frekara samstarf. Hollywood-stjörnurnar lofa öllu fögru í upphafi nýs árs, eins og svo margir aðrir. Sumar virðast eiga í vandræðum með að mæta á réttum tíma, og aðrar fegurðardísir heita framförum í golfi. Hvort stjörnurn- ar eru svo eitthvað skárri í að halda blessuð heitin verður svo að koma í ljós á árinu. Nudd á nýju ári ÁFRAM VEGINN Sharon Osbourne ætlar að halda gamlar venjur í heiðri. „Ég er of gömul til að breytast. Ég ætla bara að borða og drekka mig í gegnum nýja árið.“ STUNDVÍS SCHERZ- INGER „Að vera stundvísari, og biðja meira,“ segir Nicole Scherzinger úr The Pussycat Dolls um sín heit. SKEMMTILEG HEIT Jennifer Morrisson úr þáttunum um lækninn House strengir skemmtilegt heit: „Að skemmta mér á hverju augnabliki.“ NUDD Á NÝJU ÁRI „Að fara oftar í nudd,“ segir leikkon- an Christina Applegate, sem kveðst vinna allt of langan vinnudag. „Ég held að það kæmi öllum vel ef ég væri aðeins afslappaðri.“ VONLAUS KOKK- UR „Að læra að elda, kannski. Ég er frekar vonlaus, í sann- leika sagt. Það er kominn tími til að læra það, en ég þoli ekki að elda,“ segir Angelina Jolie. BARN OG GOLF Halle Berry vill eignast heilbrigt barn á árinu, „og spila meira golf. Ég fór að spila golf á síðasta ári en ég hef ekki haft tíma til að verða góð í því,“ segir leikkonan. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LG A R Ð U R Útsalan hefst í dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.