Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 94

Fréttablaðið - 04.01.2008, Side 94
46 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Krækir fiskverkun ehf. 2 Rúmir tíu mánuðir. 3 Rauðvín. HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. nabba 6. í röð 8. sægur 9. gums 11. skóli 12. skraut 14. tipl 16. hvað 17. eyða 18. fiskur 20. sjúkdómur 21. þó. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti 3. hljóm 4. tómarúm 5. sarg 7. rægja 10. samstæða 13. hækkar 15. baktal 16. rámur 19. 950. LAUSN LÁRÉTT: 2. bólu, 6. áb, 8. mor, 9. lap, 11. fg, 12. skart, 14. trítl, 16. ha, 17. sóa, 18. áll, 20. ms, 21. samt. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. óm, 4. lofttóm, 5. urg, 7. baktala, 10. par, 13. rís, 15. last, 16. hás, 19. lm. „Ég fór nú bara upp á stöð í gær og ýtti á pásu á tölvunni,“ segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM, rokk- stöðvarinnar sem þagnaði í gær. „Stöðin var rekin af hugsjón og það er náttúrlega ekki hægt endalaust. Ég veit að nýir fjárfestar eru að ræða málin um að koma inn í reksturinn og auðvitað vonast maður til að geta farið upp eftir sem fyrst og endurræst stöðina. Það er allt til alls og ekki eins og við þurfum að byrja frá grunni. Við erum allavega ekkert að fara að saga niður sendinn alveg strax.“ Franz telur góðan grundvöll fyrir stöð eins og Reykjavík FM þrátt fyrir harða samkeppni frá Rás 2 og X- inu. „Við vorum með sérstöðu, stóðum til dæmis vel á bakvið unga íslenska tónlistarmenn. Við mældumst ágætlega í könnunum og vorum með sterka þætti eins og Capone og Klassíska klukkutím- ann. Ég er viss um að með aðeins meiri tíma og aðeins meira fjármagni hefðum við getað gert þessa stöð að gróðram- askínu.“ Þorkell Máni hjá X-inu segir lokun Reykjavík FM vera leiðinda- mál. „Ég held að það hafi verið á brattann að sækja hjá þeim frá upphafi. Þótt stöðin hafi verið með úrvalsfólk á sínum snærum þá er þessi útvarps- bransi erfiður. Sagan hlýtur að vera búin að sanna að það er í mesta lagi pláss fyrir eina „jaðarstöð“ á Íslandi. X-ið er rekið með FM 957 og Bylgjunni og það heldur að mörgu leyti í okkur lífinu. Á meðan RÚV verður á auglýsingamarkaði og þiggur um leið ölmusu frá ríkinu, sem ekki þykir siðlegt í flestum okkar nágrannalöndum, verður alltaf erfitt fyrir nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar að koma á markaðinn.“ Uppgjöf samkeppnisaðil- ans hefur engin áhrif á X-ið að mati Þorkels Mána. „Við erum og verðum alltaf framsæknasta tónlistar- útvarpsstöð á Íslandi. Við erum ekki að fara að spila tónlist sem pabbi minn fílar. Eða þykjast vera einhverjar menningarmannvitsbrekkur.“ - glh „Nei, ég hef ekki áhyggjur af Lýðheilsu- stofnun. Og ef hún fettir fingur út í þetta... jahh, þá hef ég bara gaman af því að ræða málið,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri með meiru. Frjálshyggjumennirnir á Andríki.is vekja á því athygli að í sýningu Baltas- ars í Þjóðleikhúsinu, Ivanov, reyki titil- persónan vindil og meira að segja talar hún um dýrmæta vindla sem „vinur“ stelur frá honum. Og það gerir Ivanov án þess að vara við skaðsemi reykinga. Þetta brýtur í bága við lög sem tóku gildi árið 2001 þar sem kveður á um að bann- að sé að fjalla um reykingar án þess að hallmæla þeim. Baltasar Kormákur segist hafa þurft að fara í gegnum mjög harðan vegg hjá Brunamálastofnun sem vildi stoppa reykingar Ivanovs af vegna brunahættu en auk þess að púa vindil eru sígarettur reyktar á sviðinu og einnig má þar finna logandi kerti. Baltasar gerir síður ráð fyrir því að Lýðheilsustofnun bætist í hópinn til að gera honum lífið leitt. „Nei, þá væri reykingafasisminn kom- inn út yfir allan þjófabálk. Ef ekki er orðið hægt að setja á svið leikhúsbók- menntirnar lengur. Þó ég reyki ekki sjálfur þykir mér þegar of langt geng- ið,“ segir Baltasar. Og nefnir sem dæmi að ef ekki má lengur „myrða“ á sviði af því það hafi neikvæð áhrif á ungviðið þá megi pakka Shakespeare niður. - jbg Baltasar barðist fyrir reykingum Ivanovs BALTASAR KORMÁKUR Stóð í stappi við Brunamálastofnun vegna sýningar sinnar í Þjóðleikhúsinu og er þess albúinn að takast á við Lýðheilsustofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA LOKAÐI REYKJAVÍK FM Í GÆR Franz Gunnarsson vonast þó til að geta kveikt aftur á stöðinni sem fyrst. BREYTIR ENGU FYRIR OKKUR Þorkell Máni segir X-ið ekki ætla að fara að spila rokk fyrir pabba þinn. Sögum ekki niður sendinn Bubbi Morthens varð fyrir blóðtöku í gær þegar Sigur jón Magnús Egils- son, ritstjóri Mannlífs, gekk úr aðdáandaklúbbi hans. SME hefur lengi verið eldheitur aðdá- andi kóngsins, skrif- aði meðal annars grein í Fréttablaðið á sínum tíma þar sem hann lýsti því þegar hann heyrði Bubba fyrst syngja: „Líf mitt tók breytingum. Fann fyrir einhverskonar frelsi sem ég ekki þekkti áður. Kann ekki að lýsa til- finningunni. Hún var góð. Ég spratt á fætur, ók á ólöglegum hraða inn í bæ og keypti Ísbjarnarblúsinn. Og spila hann enn. Einsog allar hinar plöturnar. Nánast daglega spila ég Bubba og fæ aldrei nóg.“ En nú er SME sumsé búinn að fá nóg, eins og hann upplýsir á bloggi sínu á mannlif.is. Sigurjón er spældur út í Bubba fyrir að hafa ekki gefið út plötu í tvö ár en hræra þessi í stað í gamla lagapottinum, nú með stórhljómsveit. Það þykir ritstjóran- um of langt gengið og kallar eftir „upprisu“ söngvarans árið 2008. Bubbi Morthens hlýtur að hugsa sinn gang. Auglýsingar virðast vera eitt heitasta umræðu- efnið hérlendis þessa dagana. Fyrir áramótin stóðu þrjár slíkar upp úr: umdeild auglýsing Remax í miðju áramótaskaupinu, Kaupþings-auglýs- ingin með John Cleese og Randver Þorlákssyni og svo auglýsing Atorku þar sem leikarinn Gísli Örn Garðarsson er í aðalhlutverki. Mikill munur var á kostnaði við gerð auglýsinganna. Þannig kostaði Remax-auglýsingin ekki nema um þrjár milljónir króna að því hermt er. Gerð Kaupþings- auglýsingarinnar mun hafa kostað um 20 milljónir króna. Þegar launum þeirra Cleese og Randvers er bætt við fer sú upphæð nærri 30 milljónum. Atorku-auglýsingin var væntanlega sú dýrasta á árinu. Sagt er að hún hafi kostað um 40 milljónir króna. - bs/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Mér sýnist að Júgóslövum hefði aldrei tekist að skipuleggja Reagan-Gorbatjov-fundinn sem okkur tókst að skipuleggja á tíu dögum.“ Grétar Örvarsson í viðtali við DV 1990 um skipulagsleysi á Eurovision-keppninni í Zagreb. „Það voru orð að sönnu. Þeir voru með góða aðila með sér í skipulagningu, sem sáu um tæknihliðina, en það var mörgu ábótavant þarna. Ég hef nú sagt þetta í gríni, og verið að gorta af því að vera Íslendingur,“ segir Grétar nú. Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino hefur tekið miklu ást- fóstri við hið rammíslenska maltöl og ætlar að taka dágóðan slatta af drykknum með sér heim til Los Angeles. Þá hefur hann beðið vini og kunningja hér á landi um að taka með sér nokkrar dósir þegar þeir haldi vestur um haf. Bandaríski Óskarsverð- launahafinn kvaddi landið í dag eftir mikil veisluhöld í höfuð- borginni þar sem hann meðal annars snæddi hádegisverð með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og mætti í nýársteiti á Hótel Loft- leiðum. Tarantino hefur verið duglegur við að koma íslenskum vörum á framfæri í kvikmyndum sínum, ýmist klætt sig sjálfur í Dead- boli Jóns Sæmundar eða látið persónur sínar drekka íslenskt brennivín. Þá er hann mikill aðdá- andi 66 gráður norður fatafyrir- tækisins. Og því skyldi engum koma það á óvart þótt maltdós eða -flaska dúkkaði upp í næstu kvikmyndum leikstjórans. Tarantino notaði fyrstu dagana eftir áramót til að ná sér niður eftir mikla skemmtanatörn, fór í Laugar Spa og lét nudda úr sér þreytuna. Óhætt er hægt að segja að hann, ásamt félaga sínum Eli Roth og Eyþóri Guðjónssyni, hafi málað bæinn rauðan um áramót- in en þeir blésu til mikillar veislu á Rex á gamlárskvöld. Fram að veislunni voru þremenningarnir á heimili Eyþórs og horfðu meðal annars á áramótaskaupið. Roth og Tarantino skildu reyndar ekk- ert hverju gert var grín að en létu sig hafa það. Að því loknu fóru þeir út fyrir og sprengdu flugelda fyrir tugi þúsunda sem þeir keyptu hjá Hjálparsveit Skáta í Garðabæ. Og létu óveðrið ekki skemma fyrir sér. „Þeim fannst þetta alveg ótrúlegt og skemmtu sér konunglega við að skjóta upp rakettum og kveikja í stórum bombum,“ segir Eyþór. Heimsókn Tarantinos og Roths til Íslands hefur vakið mikla athygli og umtal í samfélaginu. Gróa á Leiti var ekki lengi að fara af stað og leikstjórarnir voru spyrtir saman við hverja stúlk- una á fætur annarri. Vísir.is hefur greint frá því að Tarantino hafi snætt kvöldverð á Tapasbarnum með íslenskri stúlku skömmu fyrir áramót. Ekki er vitað hver hin heppna er en samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins átti hún líka vingott við Tarantino þegar hann var hér á landi fyrir tveim- ur árum. freyrgigja@frettabladid.is ELI ROTH OG TARANTINO: KEYPTU FLUGELDA FYRIR TUGI ÞÚSUNDA Hitti gamla kærustu og kolféll fyrir íslensku malti SPRENGJUÓÐUR Tarantino fannst ákaflega gaman að kveikja í nokkrum rakettum og bombum á gamlárskvöld en skildi hins vegar lítið í skaupinu. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.