Fréttablaðið - 16.02.2008, Side 34

Fréttablaðið - 16.02.2008, Side 34
[ ] Landnámssetur Íslands í Borgarnesi verður um- gjörð vetrarhátíðar sem ferðaþjónustan á Vestur- landi efnir til í dag og ber yfirskriftina Ljósið í myrkrinu. Þar verður sagnalist í há vegum höfð. „Við sem erum í ferðaþjónustu hér á Vesturlandi bjóðum til fjölskylduvænnar dagskrár í dag í Land- námssetrinu sem hefst um hádegisbil og stendur fram á kvöld. Hún byrjar klukkan kortér í eitt með frumsýningu kynningarmyndar um Vesturland eftir Friðþjóf Helgason og Steinar Berg á Söguloftinu,“ segir Kjartan Ragnarsson þegar hann er spurður út í fyrir ætlanir þeirra Vestlendinga á vetrarhátíðinni. Síðan nefnir hann borgarafund um ferðaþjónustuna á svæðinu með tvo þingmenn og einn formann Ferða- málaráðs sem framsögumenn, þau Guðbjart Hannes- son, Sturlu Böðvarsson og Svanhildi Konráðsdóttur. Eftir borgarafundinn, eða klukkan 16, er komið að sagnalistinni á Söguloftinu sem höfð verður í há vegum í Borgarnesi í dag. Steinar Berg segir þá tröllasögur úr sveitinni og á eftir honum kynnir Ingi Hans Snæfellinginn James Bond. Áður en að þeim körlum kemur eða klukkan 15 ætla spákonurnar Guðrún Bergmann og Brynja Brynjars- dóttir að fara yfir bæði nýaldar- og fornaldarspár í Skálanum og eflaust kemur margt forvitnilegt þar fram. Notalegt suðið frá rokkum tóvinnukvenna kyndir undir dulúðina því Ullarselið er með útibú í Skálanum. Þar verður kembt og spunnið. Kiðlingar af Hvítár síðunni munu skemmta gestum af meðfæddri snilld og Kjartan bendir á að Landnámssetrið bjóði líka frítt inn á sýningarnar Landnámið og Egilssögu. Í Arinstofunni eru kynningar, listahorn og sögu- stundir fyrir börn, ljóð og teikningar að ógleymdri púttbraut að sögn leikstjórans. Matur verður á borð borinn í Hvíta sal upp úr klukkan 18. Sá dagskrárliður nefnist Borgfirsk blanda og getur auðvitað næstum þýtt hvað sem er. En Gísli Einarsson, hinn geðþekki sjónvarpsmaður, verður gestakokkur og býður uppá sinn uppáhalds- mat svo von er á góðu ef maðurinn hefur ekki því verri smekk. Borð verður að panta fyrirfram í síma 437 1600. „Þú mátt ekki gleyma að dótabúð Þórðar Pálssonar í Grafnesi verður til sýnis í Búðarkletti,“ biður Kjart- an og þá er ekkert eftir annað en að minnast á sögu- stundina á Sagnaloftinu sem er lokaatriði dagskrár- innar, byrjar klukkan átta og lýkur hálf tíu. gun@frettabladid.is Sagnalist og spádómar Gísli Einarsson sem hér skemmtir fólki á Söguloftinu verður gestakokkur í Hvíta sal í kvöld. Landnámssetrið verður undirlagt af lifandi dagskrá í öllum hornum. Svefnpoki hefur verið vinsæll til fermingargjafa á Íslandi enda nauðsynleg eign öllum þeim sem ætla sér að gista utan upphitaðra híbýla. Golf Iceland stofnað SAMTÖKIN GOLF ICELAND VORU STOFNUÐ Á VALENTÍNUSARDAG- INN SÍÐASTLIÐINN. STOFNENDUR SAMTAKANNA ERU UM TUTTUGU TALSINS. Þar má nefna flesta golfklúbba landsins sem reka átján holu velli auk fyrirtækja úr ferðaþjónust- unni, meðal annars Icelandair, RadissonSAS, Icelandairhotels og Bílaleigu Akureyrar. Ferðamála- stofa Íslands er einnig einn þess- ara stofnaðila og fyrrverandi ferða- málastjóri, Magnús Oddsson, var á fundinum kjörinn fyrsti stjórnarfor- maður Golf Iceland. Samtökin Golf Iceland eru hugs- uð á hliðstæðan hátt og Cruise Iceland varðandi uppbyggingu og ýmsa starfsemi og markmið- ið er að kynna þennan sérhæfða þátt ferðaþjónustunnar sem golf- ið er og stuðla að fjölgun erlendra kylfinga hérlendis. Cruise Iceland veitir erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands upp- lýsingar um land og þjóð, sem stílaðar eru inn á þá sem velja sér skemmtiferðaskip sem ferða- máta. Eins mun Golf Iceland vera með alhliða upplýsingar um golfí- þróttina hérlendis auk helstu upp- lýsinga fyrir ferðamenn sem vilja spila golf á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Golfsambandi Íslands. Þar segir einnig að aðdraganda sam- takanna megi rekja til áfanga- skýrslu sem ferðamálanefnd Golf- sambands Íslands kynnti um golf og ferðaþjónustu á síðasta golf- þingi. Nánari upplýsingar er að finna á síðu Golfsambands Ís- lands: www.golf.is - rh Golfið nýtur aukinna vinsælda á Íslandi og erlendir kylfingar koma hingað í auknum mæli.Á FERÐ UM HEIMINN Ógleymanleg ævintýri WWW.FJALLALEIDSOGUMENN.IS SÍMI: 587 9999 MAROKKÓ 16. -23. mars örfá sæti laus 6. - 13. september KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. -29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. Júlí SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst NEPAL 18. október - 10. nóvember Auglýsingasími – Mest lesið Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum á skíði í Austurríki í febrúar og mars. Bjóðum vikuferðir 23. febrúar og 1. mars; frábær sértilboð á flugsætum og frábær tilboð á flugi og gistingu. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð flugsæta. 23. febrúar og 1. mars Verð kr. 54.990 Flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað ”án nafns” í Zell am See / Schuttdorf / Lungau) með morgunverði í 7 nætur (sjá skilmála ”stökktu tilboðs”). Sértilboð 23. febrúar og 1. mars. Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 23. febrúar. 1. mars kr. 25.890. Netverð á mann. Verð kr. 89.990 Frábært **** hótel með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku. Sértilboð 23. febrúar og 1. mars. Verð kr. 64.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Speiereck *** í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 1. mars. Síðustu sætin Skíðaveisla í Austurríki Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.