Fréttablaðið - 16.02.2008, Síða 86

Fréttablaðið - 16.02.2008, Síða 86
58 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. steintegund 6. guð 8. flin- kur 9. bókstafur 11. hætta 12. kompa 14. iðja 16. utan 17. móða 18. höld 20. á fæti 21. innyfli. LÓÐRÉTT 1. afl 3. frá 4. fugl 5. knæpa 7. orkuver 10. skref 13. framkoma 15. múkki 16. erlendis 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. talk, 6. ra, 8. fær, 9. eff, 11. vá, 12. klefi, 14. starf, 16. út, 17. ský, 18. tök, 20. il, 21. iður. LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. af, 4. lævirki, 5. krá, 7. aflstöð, 10. fet, 13. fas, 15. fýll, 16. úti, 19. ku. Þrándur Þórarinsson Aldur: 29 ára. Starf: Listmálari. Fjölskylda: Einhleypur. Foreldrar: Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur og Katjana Edward- sen þýðandi. Búseta: Hringbraut í Reykjavík. Stjörnumerki: Vog. Þrándur Þórarinsson opnar fyrstu einkasýningu sína í dag, en þar sýnir hann stór olíumálverk upp á gamla mátann. Þau sögulegu tíðindi urðu í nýrri áhorfskönnun Capacent að Spaug- stofan trónir ekki á toppnum eins og ávallt áður. Laugardagslögin skjóta þeim félögum ref fyrir rass sem og Gettu betur. Eina sem breyst hefur hjá Spaugstofunni er að Randver Þorláks- son var rekinn, er ekki með nú, og spyrja menn sig því hvort þar gæti skýringa verið að leita. Spaugstofumenn mega reyndar vel við una og mælast hærri en oft áður með rúm 51 prósent. Könnun- in er um margt forvitnileg en ótví- ræður sigurvegari er Páll Magnús- son en RÚV rústar keppinautum sínum nánast þannig að niðurlægj- andi er. Helstu tíðindin eru þau að áhorf mælist miklu hærra en þegar fólk færði sjálft neyslu sína til bókar í dagbókarkönnun. Tvennt gæti komið til: Fólk skammast sín fyrir óhóflegt áhorf eða þá að hin nýju tæki mæla gláp meðan kveikt er á sjónvarps- tækjum þó fólk sé að sinna öðru. Fréttastjóri Stöðvar 2, Steingrímur Sævarr Ólafsson, hlýtur að harma hlut sinn. Og velta fyrir sér stöðu sinni. Þannig eru fréttir Stöðvar 2 í 20. sæti meðan Elín Hirst og hennar fólk í kvöldfréttum RÚV eru í 6. sæti með 37,5 prósent. Munar heilum 14 prósentum á áhorfi á fréttir RÚV og Stöðvar 2. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er að sjálfsögðu skelfingu lost- inn. Er búinn að troða mér inn í kústageymsluna þaðan sem ég tala núna. Það er óþægilega þröngt hérna,“ segir Valur Grettisson blaðamaður á DV. Lögregluvefurinn átti frétt gær- dagsins, sem fór sem eldur um sinu um alla net- og ljósvakamiðla í gær: Ævintýralegur flótti Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fanga- geymslum lögreglunnar. Annþór braut öryggisgler á 2. hæð og stökk þaðan niður og hvarf. Í leit að Annþóri hefur lög- reglan án vafa auga með þeim sem Annþór getur talið sig eiga eitthvað sökótt við. Annþór hefur verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum meðal annars vegna hand- rukkunar, ekki síst í DV og þar hefur Valur oftar en ekki haldið um penna. Fréttum Vals hefur svo Reynir Traustason ritstjóri fylgt eftir með leiðaraskrifum og hvergi sparað stóru orðin þegar Ann- þór er annars vegar. „Nei, að öllu gríni slepptu þá þykir mér afskaplega ólíklegt að Annþór, sem er svo snjall að geta brotist út úr fangelsi, sé jafnframt svo vitlaus að fara að veitast að pressunni. Og koma sér þannig beint inn aftur,“ segir Valur. Hann furðar sig jafnframt á því hvernig þetta megi vera, að menn skuli sofa í opnum klefa á Hverfis- götunni og eitthvað plexígler skuli vera hinir íslensku fangarimlar. „Mér sýnist þetta þó vera þrek- virki. Hann hefur stokkið niður ein- hverja tvo til þrjá metra. Sýnir hversu góðu formi hann er í. Eðli fangelsa er að menn hljóta að vilja út. Því er fremur við lögregluna að sakast en Annþór sem er í sérkenni- legri stöðu. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir brot honum ætluð og hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Hann er því ekki sakamað- ur á flótta heldur grunaður á flótta.“ - jbg Andskotar Annþórs á varðbergi ANNÞÓR Ævintýralegur flótti hans í gær vakti mikla athygli. VALUR Flóttinn sýnir í hversu góðu formi Annþór er. Jón Knútur Ásmundsson heldur útgáfuteiti á Næsta bar í kvöld klukkan sex í tilefni af útkomu bókarinnar Nesk. Kristinn Pétursson, útgefandi bókarinnar, kallar hana fyrstu bloggbók Íslands, en hún samanstendur af bloggfærslum Jóns Knúts um líf þorpara í Norðfirði. Bókin kom út fyrir jól, og segir Jón Knútur að miðað við sölu virðist blogg í bókarformi leggjast vel í fólk. „Þetta er mjög fljótlesin bók og ég held að flestir lesi hana bara í einni bunu. Þetta er svipað og að detta ofan í bloggsíðu,“ segir hann. Jón Knútur bloggaði lengi vel á blogspot, en hefur nú flutt sig um set á síðuna raudhausar. com. Síðan er stofnuð af kærustu Jóns, Esther Ösp Gunnarsdóttur, og er, eins og nafnið gefur til kynna, ætluð rauðhærðum. „Við erum reyndar bara þrjú sem stendur, rauðhausarnir. Það er ég, kærastan mín og tengdamóðir mín. Tengdapabbi fær líka að vera með, þó að hann sé sköllóttur. Ég er líka farinn að dekkjast svolítið með árunum, en er alltaf rauðhaus í anda,“ segir Jón Knútur og kímir. Jón Knútur leggur nú drög að næstu bók sinni, sem er ætlað að verða ferðahandbók um Neskaupstað. „Þetta verður persónuleg ferðahandbók, um það sem mér þykir eftirtektarvert og það sem mér finnst að ferðamaðurinn ætti að skoða þegar hann kemur í heimsókn,“ útskýrir hann. Stefnt er að útgáfu á næsta ári. Í útgáfuteitinu í kvöld mun Jón Knútur lesa úr bók sinni og Katrín Oddsdóttir fjallar um blogg. Þá mun norðfirski tónlistarmaðurinn Hlynur Ben spila lög af væntanlegri plötu sinni. Nesk má kynna sér betur á vefsvæðinu minervamidlun.is/nesk. - sun Rauðhærðir taka höndum saman á bloggi BLOGGBÓK ÞORPARA Jón Knútur Ásmundsson fagnar útkomu bókarinnar Nesk á Næsta bar í kvöld, en hún samanstendur af bloggfærslum hans um líf þorpara í Neskaupstað. MYND/HEIÐUR ÓSK HELGADÓTTIR VESTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Skoskir. 2 120 ára. 3 Ronaldo. Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er á leið til Hollywood. Þar mun hann gera næstu kvik- mynd sína. Fyrirtæki stórleikar- ans Tom Hanks kemur að fram- leiðslunni. Frægir leikarar verða í aðalhlutverkum. Baltasar sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri þó ekki á leið til Hollywood til að setjast þar að. „Nei, alls ekki. Ég er fimm barna faðir og nenni ekki að hanga í einhverju hitakófi þar vestra. Ég ætla meira að segja að fá að klippa myndina heima, á bænum Hofi í Skagafirðinum. Þar fæ ég góðan vinnufrið.“ Kvikmyndin kallast Run for Her Life. Baltasar átti símafund með framleiðendum myndarinnar á fimmtudagskvöld og þar var þetta staðfest endanlega. Kvikmynda- fyrirtæki Tom Hanks og eiginkonu hans Ritu Wilson, Playton, og fram- leiðslufyrirtækið 26 Films standa að gerð myndarinnar en Baltasar bjóst þó ekki við því að Hanks eða Wilson yrðu beinir framleiðendur. Með aðalhlutverkið fer Dermot Mulroney en samningaviðræður standa yfir við tvær þekktar leik- konur og ættu þau mál að skýrast á næstunni. Að öllum líkindum hefjast tökur í Nýju Mexíkó í vor en þær fara einnig fram í Los Angeles og mexí- kanska landamærabænum Tiju- ana. „Við reiknum með því að tök- urnar standi yfir í tvo mánuði þannig að maður ætti að fá smá lit í andlitið,“ segir Baltasar. Run for her life segir frá hinum ört vax- andi iðnaði á sölu stolinna líffæra úr fátækum börnum þriðja heims- ins til þeirra ríku í Bandaríkjun- um. Og segist Baltasar strax hafa hrifist af handritinu. Leikstjórinn hefur nokkrum sinn- um verið orðaður við draumaborg- ina í Bandaríkjunum og staðfestir hann að hann hafi meðal annars hafnað gulli og grænum skógum frá Óskarsverðlaunaframleiðandanum Bob Yari sem stóð að baki kvik- myndinni Crash. „Maður verður að vera með nokkra bolta á lofti og það sem er eiginlega jákvæðast við þessa mynd er að allt fjár- magnið er tilbúið. En eins og sagt er; þetta er náttúrlega allt með öllum Hollywood-fyrirvara,“ segir Baltasar. freyrgigja@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: LEIKSTÝRIR KVIKMYND FYRIR TOM HANKS Balti gerir Hollywoodmynd ÚTRÁSIN HAFIN Baltasar Kormákur gerir kvikmyndina Run for Her Life í Bandaríkjunum en með aðalhlutverkið fer Dermot Mul- roney. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Zodiac (2007) The Family Stone (2005) The Wedding Date (2005) Friends (2003-þrír þættir) About Schmidt (2002) My Best Friend´s Wedding (1997) Kansas City (1997) DERMOT MULRONEY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.