Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 25

Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Á NORÐURODDA EVRÓPU Knyskanes, eða Nordkapp í Noregi, er 307 metra hátt bjarg og nyrsti oddi Evrópu. FERÐIR 3 SÍVINSÆLT GRATÍN Sjávarréttagratínið á Lauga-Ási fellur enn vel í kramið eftir þrjátíu ár. MATUR 2 Hlín Íris Arnþórsdóttir á uppskrift að mikilli eftirréttasprengju og gefur lesendum Frétta- blaðsins hana. „Ég rakst á uppskrift að marengsrétti í tímariti fyrir nokkrum árum sem hljómaði svo vel að ég varð að prófa. Rétturinn er eins flottur og hann er bragðgóð- ur og hingað til hefur enginn kvartað,“ segir Hlín Íris Arnþórsdóttir, stjórnandi Gullklúbbsins, vildar- og afsláttarklúbbs viðskiptavina Grand hótels í Reykja- vík. Hlín nefnir að hún beri réttinn fram sem eftirrétt og aðeins á hátíðisdögum. „Þetta er stórkostlegur réttur fyrir þá sem vilja slá í gegn með eftirrétta- bombu. Það er hægt að ganga út frá því að allir verði pakksaddir eftir að hafa fengið sér af marengsfjall- inu,“ útskýrir Hlín og minnist þess að hafa í upphafi lesið uppskriftina vitlaust þannig að í staðinn fyrir sjö desílítra af rjóma þeytti hún sjö pela. „Ég skildi ekkert í þessu, ég hafði skrifað uppskriftina upp úr tímaritinu í uppskriftarbókina mína. Svo man ég að ég deildi uppskriftinni í saumaklúbbnum og eftir það áttu örugglega fleiri en ég þeyttan rjóma út árið,“ segir Hlín og hlær. Uppskrift: 6 eggjahvítur og rauður 300 g sykur 2 tsk. edik 7,5 dl rjómi 450 g jarðarber, 300 g bláber, 100 g flórsykur, 150 g súkkulaði, 40 g smjör. „Ég þeyti eggjahvíturnar, edikið og sykurinn saman eins og venja er með marengs. Tek blönduna úr skál- inni með matskeið og bý til litlar marengs-smákökur og set á bökunarpappír. Það fer svo inn í ofn og bak- ast í klukkutíma við 135 gráður. Á meðan þeyti ég rjómann og set út í hann jarðarberin og bláberin en skilja þarf smá eftir til skeytingar. Eftir að marengs- kökurnar eru tilbúnar raða ég þeim á kökudisk þannig að þær myndi botn. Læt svo rjóma yfir og næsta lag er aðeins minna af marengs og þaðan koll af kolli svo endar þetta í toppköku. Kremið bý ég til með því að þeyta saman eggja- rauðum og flórsykri. Súkkulaði og smjör er brætt saman og síðan blandað við eggjablönduna. Að lokum er kreminu hellt yfir fjallið. - mmr Sælkera-marengsfjall Hlín Íris vinnur fyrir Grand hótel Reykjavík og á stundum leið um eldhúsið þeirra þar sem ýmsar kræsingar eru á boðstólum. FRÉTTABLADID/GVA Ertu starfandi í i›ngreinunum hér fyrir ne›an en hefur ekki loki› námi í greininni? Hefur flú áhuga á a› ljúka námi í greininni? Hófst flú nám í i›ngrein en hefur ekki loki› flví? Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 26 .0 06 • Pípulögnum • Framrei›slu • Kjöti›n • Matrei›slu • Matartækni • Vinnusta›anám í ljósmyndun • Vinnusta›anám í matrei›slu • Blikksmí›i • Hársnyrtii›n • Bifvélavirkjun • Bílamálun • Bílasmí›i • Húsasmí›i • Málarai›n Bættu um betur er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verk- efninu ljúki sveinsprófi. fiátttakendur flurfa a› vera me› marktæka starfsreynslu. Áhugsömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA-fræ›slusetur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Ferming í Flash Ný sending - Ótrúlegt úrval Kjólar Ermar Leggings Skart

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.