Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 20088 ● fréttablaðið ● verktakar Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og mennta- málaráðuneyti hafa boðið til sam- keppni um hönnun Listaháskóla Íslands í miðborg Reykjavíkur. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillögur sem verða notaðar sem grundvöllur að hönnun bygg- inga sem hýsa munu alla starf- semi skólans frá haustinu 2011. Samkeppnin er byggð á sam- komulagi sem gert var um mitt ár 2007 milli Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar og mennta- málaráðuneytis. Á grundvelli þess hefur verið gerður samningur við fasteignafélagið Samson Propert- ies ehf. um hönnun og byggingu skólans að samkeppninni lokinni. Hönnunarsamkeppnin er tveggja þrepa framkvæmda- keppni og er fyrra þrep öllum opið til þátttöku. Skilafrestur tillagna í fyrra þrepi er 17. mars 2008. Að loknu fyrra þrepi verða valdar allt að fimm tillögur til áframhaldandi þróunar í síðara þrepi. Stefnt er að því að lokaniðurstaða samkeppn- innar liggi fyrir í lok júní 2008. Í kjölfarið verður haldin sýning á tillögum beggja samkeppnisstiga. Keppnislýsing hefur verið birt og er aðgengileg á vefslóðinni www.ai.is. Formaður dómnefndar hönn- unarsamkeppninnar er Hjálm- ar H. Ragnarsson, rektor Listahá- skóla Íslands. Aðrir í dómnefnd eru Anna Kristín Hjartardóttir og Jóhannes Þórðarson, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands, Jón Ágúst Pétursson, tilnefndur af Samson Properties ehf. og Karit- as H. Gunnarsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti. - rh Samkeppni um Listahá- skólann í miðborginni Listaháskóli Íslands er með deildir sínar í mismunandi húsum í borginni. Þegar nýja húsnæðið verður tekið í notkun fer stærsti hluti námsins fram á einum stað. ● ÁLFAGERÐI VÍGT Í VOGUM Stórheimilið í Vogum, samstarfsverkefni Búmanna og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara, var vígt fyrir skömmu. Var heimilinu feng- ið nafnið Álfagerði, samkvæmt vinningstillögu Baldurs Sigurðssonar. Nafnið vísar til þess að á byggingarreitn- um stóð álfhóll og var á sínum tíma fenginn sérstakur álfasérfræðingur til þess að semja við íbúa hans. Álfarnir voru sáttir við áformin og fram- kvæmdir gátu þar með hafist. Húsið er glæsilegt og aðstaða til fyrirmyndar. Í því eru 13 íbúðir, 1-2 herbergja, sem tengjast þjónustumiðstöð með glergöng- um. Væntanlegir íbúar kaupa bú- seturétt af Búmönnum og greiða allan rekstrarkostnað íbúðanna. Sveitarfélagið Vogar kaupir sams konar afnotarétt af þjónustumið- stöðinni og greiðir rekstrarkostn- að við hana, en húsnæðið er allt í eigu Búmanna. www.vf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.