Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.03.2008, Qupperneq 30
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 20088 ● fréttablaðið ● verktakar Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og mennta- málaráðuneyti hafa boðið til sam- keppni um hönnun Listaháskóla Íslands í miðborg Reykjavíkur. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillögur sem verða notaðar sem grundvöllur að hönnun bygg- inga sem hýsa munu alla starf- semi skólans frá haustinu 2011. Samkeppnin er byggð á sam- komulagi sem gert var um mitt ár 2007 milli Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar og mennta- málaráðuneytis. Á grundvelli þess hefur verið gerður samningur við fasteignafélagið Samson Propert- ies ehf. um hönnun og byggingu skólans að samkeppninni lokinni. Hönnunarsamkeppnin er tveggja þrepa framkvæmda- keppni og er fyrra þrep öllum opið til þátttöku. Skilafrestur tillagna í fyrra þrepi er 17. mars 2008. Að loknu fyrra þrepi verða valdar allt að fimm tillögur til áframhaldandi þróunar í síðara þrepi. Stefnt er að því að lokaniðurstaða samkeppn- innar liggi fyrir í lok júní 2008. Í kjölfarið verður haldin sýning á tillögum beggja samkeppnisstiga. Keppnislýsing hefur verið birt og er aðgengileg á vefslóðinni www.ai.is. Formaður dómnefndar hönn- unarsamkeppninnar er Hjálm- ar H. Ragnarsson, rektor Listahá- skóla Íslands. Aðrir í dómnefnd eru Anna Kristín Hjartardóttir og Jóhannes Þórðarson, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands, Jón Ágúst Pétursson, tilnefndur af Samson Properties ehf. og Karit- as H. Gunnarsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti. - rh Samkeppni um Listahá- skólann í miðborginni Listaháskóli Íslands er með deildir sínar í mismunandi húsum í borginni. Þegar nýja húsnæðið verður tekið í notkun fer stærsti hluti námsins fram á einum stað. ● ÁLFAGERÐI VÍGT Í VOGUM Stórheimilið í Vogum, samstarfsverkefni Búmanna og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara, var vígt fyrir skömmu. Var heimilinu feng- ið nafnið Álfagerði, samkvæmt vinningstillögu Baldurs Sigurðssonar. Nafnið vísar til þess að á byggingarreitn- um stóð álfhóll og var á sínum tíma fenginn sérstakur álfasérfræðingur til þess að semja við íbúa hans. Álfarnir voru sáttir við áformin og fram- kvæmdir gátu þar með hafist. Húsið er glæsilegt og aðstaða til fyrirmyndar. Í því eru 13 íbúðir, 1-2 herbergja, sem tengjast þjónustumiðstöð með glergöng- um. Væntanlegir íbúar kaupa bú- seturétt af Búmönnum og greiða allan rekstrarkostnað íbúðanna. Sveitarfélagið Vogar kaupir sams konar afnotarétt af þjónustumið- stöðinni og greiðir rekstrarkostn- að við hana, en húsnæðið er allt í eigu Búmanna. www.vf.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.