Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 2

Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 2
2 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Létt og ljúffengt 30% afsláttur 489 kr.kg. Móa kjúklingaleggir LÖGREGLUMÁL Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pól- stjörnumálinu er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í ein- angrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Marg- arete Hasselberg, saksóknari í málinu, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæslu- varðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds- vistar og einangrunar þar til vitna- leiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslu sinni tæplega fjörutíu kíló af amf- etamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyj- um. Henni sigldu þeir síðan hing- að til lands með fjörutíu kílóin innan borðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við kom- una til Fáskrúðsfjarðar. Sakborn- ingarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efn- unum fundust eftir heimsókn Pól- stjörnumannanna í skotti bifreið- ar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rann- sókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður kraf- ist framlengingar yfir honum til 11. apríl, eða þar til aðalmeðferð máls- ins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á fram- burð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplán- un strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ell- efu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins. jss@frettabladid.is Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum í september vegna vörslu fíkniefna og aðildar að Pólstjörnumálinu er enn í einangrun. Þess verður krafist að hann verði í einangrun til 11. apríl eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. FÆREYJAR Samtals ellefu vitni verða leidd fram í dómssal í Færeyjum þegar aðalmeðferð í máli Íslendingsins fer fram. Þess verður krafist að hann sitji í gæsluvarðhaldi og einangrun þar til vitnaleiðslum er lokið. KÝPUR, AP Tilkynnt var í gær að leiðtogar Kýpur-Grikkja og Kýpur- Tyrkja myndu eiga fund hinn 21. mars til að hefja nýja viðræðulotu um endursameiningu eyjarinnar eftir 35 ára klofning. Jose Diaz, talsmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á Kýpur, greindi frá því að Dimitris Christofias Kýpurforseti og Mehmet Ali Talat, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, myndu koma saman þennan dag, eftir að aðstoðarmenn þeirra komu sér saman um dag skrá, stað og dagsetningu fundarins. Meðal brýnustu mála á fundinum verður að opna á ný landamærastöðvar á milli eyjarhlutanna. - aa Endursameining Kýpur: Fyrsti fundur 21. mars ALÞINGI Enn er óljóst hvort allsherjarnefnd mun afgreiða frumvarp Valgerðar Bjarnadótt- ur Samfylking- unni um breytingar á eftirlaunarétti þingmanna, ráðherra og hæstaréttar- dómara. Á nefndar- fundi í gær var rætt um hvaða þingmannamál yrðu tekin til meðferðar, án þess að niðurstaða fengist. Jafnframt á nefndin eftir að grennslast fyrir um ætlan ríkisstjórnarinnar í málinu en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um endurskoðun eftirlaunakjara þingmanna og ráðherra. Fyrir allsherjarnefnd liggja ellefu þingmannafrumvörp og sjö þingsályktunartillögur. - bþs Störf allsherjarnefndar: Óvíst um afnám eftirlaunalaga BIRGIR ÁRMANNSSON ALÞINGI Einhleypar konur fá að gangast undir tæknifrjóvgun, samkvæmt orðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur VG sagði Guðlaug- ur nefnd sem vinnur að endurskoð- un laga um tæknifrjóvganir skila af sér tillögum í kringum páska. Hann gaf sterklega til kynna að í því væri gert ráð fyrir að einhleyp- ar konur mættu gangast undir tæknifrjóvgun en kvaðst ekki geta úttalað sig um það enda hefði nefndin ekki lokið störfum. - bþs Guðlaugur Þór Þórðarson: Einhleypar fái tæknifrjóvgun UMHVERFISMÁL „Hún er greinilega ekki hrifin af þessu og ég sakna þess að hún hafi aldrei haft jákvæð orð um þetta verkefni,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar. Hann bregst hér við orðum Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfis ráðherra, sem sagði það vafasama stjórnvaldsákvörðun að veita Norðuráli framkvæmdaleyfi til álvers í Helguvík. Sveitarstjórnir í Garði og í Reykjanesbæ samþykktu þetta í gær með miklum meirihluta atkvæða; allra sveitarstjórnar- manna Reykjanesbæjar og allra utan eins í Garði. Ráðherra lýsti í gær yfir undrun sinni með ákvörðun sveitarstjórn- anna, þar sem kæra Landverndar vegna umhverfismats væri enn til skoðunar í ráðuneytinu. Auk þess væri óvíst með virkjanakosti, flutn- ingsleiðir raforku og losunarheim- ildir. „En það liggja fyrir samningar um orkuöflun fyrir fyrsta áfanga, 150.000 tonna álveri,“ segir Árni. „Svo segir hún einnig að við förum af stað áður en afstaða ráðuneytis- ins til kæru Landverndar liggur fyrir. En kæran snýr ekki að því að breyta afstöðu Skipulagsstofnunar, heldur að því hvort fram skuli fara heildstætt mat á umhverfis- áhrifum.“ Þetta snúist um hvað komi úr hvaða borholu og leiðslu og sé erfitt að meta, segir Árni. - kóþ Álver í Helguvík samþykkt með rússneskri kosningu á Suðurnesjum í gær: Árni saknar stuðnings ráðherra ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstóri Reykja- nesbæjar segir liggja fyrir samninga um orkuöflun fyrir fyrsta áfanga álvers. BANDARÍKIN, AP Ríkisstjóri New York, Eliot Spitzer, sagði í gær stöðu sinni lausri eftir að upp komst um kaup hans á vændi. Við starfi hans tekur David Paterson, sem verður fyrsti þeldökki ríkisstjóri New York. Upp komst um hneykslið á mánudag, en Spitzer er sagður hafa greitt vændiskonum þúsundir dollara fyrir kynlífs- greiða. Í starfi sínu hafði hann lagt mikla áherslu á baráttu gegn spillingu og glæpum, meðal annars vændi. Þetta var hans fyrsta kjörtímabil. Spitzer, sem er demókrati, er giftur og á þrjár dætur. - sgj Vændishneyksli ríkisstjóra: Ríkisstjóri New York segir af sér NÁTTÚRA Framhald verður á aðgerðum sem gripið var til síðastliðið vor til að bæta afkomu anda á Reykjavíkurtjörn, segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur- borgar. Hann vonast til þess að mælanlegur árangur sjáist á næstu árum. Í nýrri skýrslu um ástand fuglalífsins á tjörninni kemur fram að ástandið sé afar slæmt. Síðasta sumar komu aðeins grágæsir upp ungum á tjörninni eða í friðlandi fugla í Vatnsmýri. „Ég er mjög eindregið þeirrar skoðunar að tjörnin sé eitthvert mesta friðland fólksins í borginni. Það er ótrúlegt hvað hún er mikil vin í asa borgarinnar,“ segir Gísli Marteinn. Skýrsluhöfundar benda á að meðal þess sem borgin ætti að gera til að bregðast við ástandinu sé að ráða sérstakan umsjónarmann með fuglalífi tjarnarinnar, svokallaðan „andapabba“. „Við munum skoða það vel. Við höfum hingað til litið svo á að garðyrkjustjóri og hans góða fólk geti sinnt þessu líka. En ef það þarf andapabba til mun ekki standa á okkur,“ segir Gísli. Meðal þeirra aðgerða sem framhald verður á eru úrbætur á hólmunum í tjörninni, segir Gísli Mart- einn. Þá sé mikilvægt að gróður fái að slúta fram í tjörnina til að skýla andarungum, og auka aðgengi milli tjarnar og friðlandsins í Vatnsmýrinni. - bj Formaður umhverfisráðs borgarinnar segir Reykjavíkurtjörn vin í asa borgarinnar: Andapabbi ekki útilokaður FUGLALÍF Engir andarungar komust á legg á Reykjavíkurtjörn síðasta sumar. Aðeins grágæsavarpið gekk vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL „Ég vona að þetta mál leysist, ef óvissunni verður ekki eytt fljótlega fer þetta að hafa neikvæð áhrif á starfsem- ina hjá okkur,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands, um fyrirhugaðan niðurskurð hjá lögregluembættinu á Suðurnesj- um. „Ég treysti Birni [Bjarna- syni dómsmálaráðherra] fullkomlega fyrir að leysa þetta, en auðvitað hafa menn áhyggjur af niðurskurðinum.“ Lögreglumenn og tollverðir funda um málið í Duus-húsum í Reykjanesbæ klukkan átta í kvöld. Þingmenn og ráðherrar eru velkomnir. - sþs Niðurskurður hjá lögreglu: Vonar að málið leysist sem fyrst Sveinn, er fólk hætt að stóla á dómstólana? „Þegar það gerist rennur upp dóms- dagur.“ Traust í garð dómstóla landsins mælist lágt í könnunum og uppi eru hugmyndir um að þeir ráði sér fjölmiðlafulltrúa. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður. Köttur, brúsi og bakaraofn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í gærkvöldi. Köttur sat fastur uppi í tré í Garðabæ, kveikt hafði verið í bensínbrúsa í austurbæ Reykjavíkur og bakaraofn ofhitnaði í Kópavogi. Lyktir málanna urðu þær að kötturinn stökk niður, stigið var á bensínbrúsann og slökkt á ofninum. LÖGREGLUFRÉTT SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.