Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 20

Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 20
20 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR 10 ,6 10 ,2 9, 4 11 ,2 9, 8 1999 2001 2003 2005 2007 nám, fróðleikur og vísindi Hafin er ný þáttaröð um framhaldsskólana á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þáttaröðin heitir Fókus á framhaldsskólana og var fyrsti þátturinn sýndur á mánudags- kvöldið var. Þátturinn fjallaði um Menntaskólann við Hamrahlíð, MH, og var sjónum beint að skólanum og félagslífinu, nemendur spjölluðu um skólalífið og ræddu málin auk þess sem brot úr daglegu lífi voru sýnd. Þetta kom fram á vef MH, www.mh.is. ■ Framhaldsskólar á sjónvarpsstöðinni ÍNN Fókus á framhaldsskólana Ríkisútvarpið hefur á dagskrá sinni útvarpsþáttaröð um kennara og kennara- starfið frá ýmsum hliðum í tilefni af hundrað ára afmæli Kennaraháskólans. Þættirnir eru á dagskrá á Rás 1 kl. 14.40 á laugardögum. Í næsta þætti verður fjallað um samband, samvinnu og samskipti kennara og nemenda. Í fyrsta þættinum var dregin upp mynd af tíðaranda á Íslandi þegar Kenn- araskólinn var stofnaður árið 1908, lýst skólastarfi í sveitum landsins og litið inn í Kennaraskólann um miðja öldina. Rætt var við Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing og tvo fyrrverandi nemendur Kennaraskólans sem báðir gerðu kennslu að ævistarfi sínu, þau Torfa Guðbrandsson og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Umsjónarmenn þáttanna eru Anna Margrét Sigurðardóttir og Leifur Hauks- son. ■ Menntun í Ríkisútvarpi Kennarastarfið frá ýmsum hliðum „Hvað ræður því hvort einstaklingar leita til heilbrigðiskerfisins vegna verkja eða ekki?“ er spurning sem Þorbjörg Jónsdóttir, aðjúnkt við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, veltir upp í erindi sínu á málstofu deildarinnar sem fram fer í dag. Langvinnir verkir eru almennt viður- kenndir sem eitt af útbreiddustu og erfið- ustu heilbrigðisvandamálum á Vesturlönd- um og valda þeir miklum sálrænum og líkamlegum þjáningum. Þá er kostnaður samfélagsins mikill en rannsóknir hafa sýnt að aðeins lítill hluti einstaklinga með slíka verki leita til heilbrigðiskerfisins. Ætlar Þorbjörg í fyrirlestri sínum meðal annars að ræða nokkra hugsanlega þætti sem áhrif geta haft á hvort einstaklingar leita til heilbrigðiskerfisins. Mál- stofan hefst klukkan 12.10 í stofu L201 á Sólborg og er öllum opin. ■ Málstofa Leitun til heilbrigðiskerfisins vegna verkja Hlutverk minnihlutahópa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er efni fyrir- lestrar dr. Davids Lublin, prófessors við American University í Washington, sem fram fer í stofu 101 í Háskólatorgi næstkomandi föstudag. Er fyrirlesturinn hluti af fyrirlestraröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendiráðs Bandaríkj- anna á Íslandi um bandarísku forsetakosningarnar. Dr. Lublin er með doktorsgráðu frá Harvard-háskóla og hefur starfað við American University frá árinu 1998. Hefur hann skrifað bækur um minnihluta- hópa í bandarískum stjórnmálum en að auki hafa greinar eftir hann birst í mörgum virtum fræðiblöðum. Má þar nefna American Political Science Review, American Journal of Political Science, Journal of Politics og Stanford Law Review. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. ■ Fyrirlestur Hlutverk minnihlutahópa í kosningum Í tilefni af þrjátíu ára afmæli sínu efna Samtök- in 78 til fyrirlestraraðar í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Með hinsegin augum. Sigrún Sveinbjörns- dóttir, dósent við Háskólann á Akureyri heldur sinn á morgun þar sem hún fjallar um gagnkynhneigðarrembu og gagnkynhneigðarviðmið í skólastarfi. Fyrirlestur Sigrúnar nefnist „Veganesti í hinsegin vegferð – Uppeldi og menntun til þátttöku og ábyrgðar“ og fjallar um aðbún- að þeirra nemenda sem ekki eru gagnkynhneigðir. „Hinsegin nem- endur leggja upp í hinsegin veg- ferð,“ segir Sigrún. „Samtökin 78 lögðu upp með þetta orð, hinsegin, í fyrirlestraröðinni og ég greip það á lofti.“ Sigrún segir að í skólum megi víða finna það sem kallað er gagn- kynhneigðarviðmið og gagnkyn- hneigðarrembu og það hafi áhrif á þá nemendur sem ekki eru gagn- kynhneigðir. „Oft er þetta ómeð- vitað en þó ekki alltaf. Gagnkyn- hneigðarviðmið og -remba (e. heteronormativity, heterosexism) gengur út á það að önnur norm eru ekki einu sinni rædd heldur liggja í þagnargildi og niðrandi ummæli um hinsegin tilveru oftar en ekki hluti af veruleikanum. Þetta virð- ist ekki jafn gróft ofbeldi og hat- ursglæpir, sem oftast eru sýnileg- ir, en er eigi að síður ofbeldi sem ógnar heilsu barna og unglinga. Sigrún segir að gagnkynhneigð- arviðmið og -remba bitni harðast á börnum samkynhneigðra og á unglingum sem eru að átta sig á að þeir eru ekki gagnkynhneigðir. „Sjálfsmynd unglinganna er að þroskast og ef þeir hafa ekki sýni- legar fyrirmyndir, eins og aðrir unglingar, eða umhverfið er þeim ekki hliðhollt, getur þeirra veg- ferð orðið strembin, slíkt kann að kosta þau heilsu og í sumum til- vikum jafnvel lífið.“ Í fyrirlestrinum greinir Sigrún frá rannsóknum í nágrannalönd- um og niðurstöðum þeirra. Slíkar rannsóknir ganga meðal annars út á að innihaldsgreina námsefni. Í þeim efnum hafi Svíar gengið lengst og staðfest að víða er pott- ur brotinn. „Hér á landi höfum við ekki greint námsefni kerfisbund- ið en fyrir tveimur árum unnu tveir nemendur mínir lokaverk- efni þar sem skoðað var námsefni í samfélagsfræðum fyrir yngstu bekki grunnskóla. Niðurstaðan var sú að gagnkynhneigðarvið- miðin voru afgerandi,“ segir Sig- rún, sem telur að Íslendingar ættu að fara að fordæmi Svía í þessum efnum. Undanfarinn áratug hefur Sig- rún stundað samanburðarrann- sóknir á lífi og líðan unglinga. „Ég fór hins vegar að kynna mér hins- egin málefni þegar ég var að ljúka doktorsverkefni mínu um ungl- inga í byrjun árs 2001; ég átti mér raunar enga undankomuleið því einmitt þá kom yngsta barn mitt úr skápnum. Þá áttaði ég mig á því að gagnkynhneigðarviðmið gegnsýrði minn fræðaheim um bjargráð unglinga þótt til væri heilt fræðasvið sem helgað var lífi hinsegin fólks. Þarna var greinilega hópur ungs fólks sem ég hafði ekki gaumgæft svo ég sneri mér að því að skoða mál þessa unga fólks meðfram öðru.“ Fyrirlestur Sigrúnar fer fram í Odda klukkan 12.15 á föstudag. Í kvöld klukkan 20 flytur hún hins vegar annan fyrirlestur í Þjóðar- bókhlöðunni á vegum Félags aðstandenda samkynhneigðra. Yfirskrift hans er Rödd þagnar- innar. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. bergsteinn@frettabladid.is Þögn um samkynhneigð í íslensku námsefni SIGRÚN SVEINBJÖRNSDÓTTIR Komst að því þegar yngsta barn hennar kom út úr skápnum að lítið hafði verið fjallað um líf of líðan samkynhneigðra unglinga. „Bretar eru mjög jákvæðir gagnvart óhefðbundnum lækningum enda eru áhrif þeirra miklu viðurkenndari hér heldur en heima,“ segir Baldur Vignir Karlsson, nemi í Náttúrulækningaskóla í London sem nefnist The College of Naturopathic Medicine. Baldur er nú að ljúka öðru ári af fimm ára löngu námi. Hann segir að á fyrstu tveimur skólaárunum sé farið yfir grunnfögin. En á þriðja ári geti nemendur farið að líta til ferkari sérhæfingar. Sjálfur hyggst hann sérhæfa sig í smáskammta- lækningum og næringarþerapíu. Spurður hvort fólk furði sig á því hvaða nám hann leggi fyrir sig segir hann svo ekki vera. „Hér í Bretlandi eru allir að verða náttúrulegri og náttúrulegri. Það sést ef til vill best á því að í London er starfrækt sjúkrahús sem byggir á náttúrulækningum. Ég er samt á því að þeir sem starfa við hefðbundnar lækningar og svo þeir sem starfa við þær óhefðbundnu eigi að geta unnið miklu meira saman en nú er. Bretar eru á réttri braut og ég get ekki séð annað en mikill áhugi sé fyrir náttúrulækningum á Íslandi og hlakka því til að snúa aftur heim,“ segir hann. Baldur kveðst mjög ánægður með uppbyggingu námsins í London en sjálfur kjósi hann þó að búa í borginni Brighton, þar sem unnusta hans er við nám í afbrotafræði og taka lest á milli. „London er skemmtileg borg en lífsgæðin eru miklu meiri hér í Brighton. Bæði er allt ódýrara auk þess sem hávaðinn og lætin eru ekki jafn mikil og í stórborginni.“ NEMANDINN: BALDUR VIGNIR KARLSSON NEMI Í NÁTTÚRULÆKNINGUM Allt verður náttúrulegra og náttúrulega Kjarni málsins > Fjöldi nemenda á hvern kennara í grunnskólum landsins. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.