Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 25

Fréttablaðið - 13.03.2008, Síða 25
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 25 Líkur eru á að hætt verði við sölu á Irish Nationwide Building Society, stærsta sparisjóði Írlands. Lands- bankinn og Kaupþing hafa báðir verið orðaðir við kaup á bankan- um. Gangi þetta eftir hafa báðir bankarnir hætt við fyrirtækja- kaup á árinu. Kaupþing hætti við kaup á hollenska bankanum NIBC í enda janúar auk þes sem Lands- bankinn var langt kominn með kaup á hluta af fjármálafyrirtæk- inu Close Brothers þegar hætt var við söluna í sama mánuði. Sölu- ferli hafði í báðum tilvikum staðið yfir frá síðasta hausti. Hvorugur bankanna hefur vilj- að tjá sig um fyrirtækjakaupin á þeim forsendum að um orðróm hafi verið að ræða. Málið verður tekið fyrir á aðal- fundi sparisjóðsins í enda næsta mánaðar, að sögn vefútgáfu breska blaðsins Sunday Business Post. Þar kemur fram að stjórnendur sparisjóðsins og væntanlegir kaupendur hafi ekki náð saman um verð og því ákveðið að setja söluna í salt. Aðstæður á mörkuð- um eiga stærstan þátt í þróun mála. Sé markaðsvirðið langt undir væntingum og vilji til að bíða hríðina á fjármálamörkuðum af sér fram á næsta ár, að sögn blaðsins. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða króna, fyrir ári. Verð- mætið hefur hins vegar fallið um helming síðan þá og nemur nú um 700 milljónum evra, samkvæmt heimildum Sunday Business News. - jab Sparisjóðasala í salt fram á næsta ár BG Capital ehf., dótturfélag Baugs Group, færði í gær 5,6 pró- senta hlut í félaginu til Lands- bankans. Færslan er tilkomin vegna fjármögnunar með fram- virka samninga BG Capital. BG Capital er stærsti hluthafi FL Group með 25,29 prósenta hlut. Það fer eftir færsluna með öll réttindi yfir hlutnum sem fær- ist til, að því er fram kemur í til- kynningu frá FL Group. Færslan, sem var gerð fyrir upphaf viðskiptadagsins í Kaup- höllinni í gærmorgun, var á geng- inu 9,5 á hlut og verðmætið rúmir 7,2 milljarðar króna. Tilfærslan var ekki verðmyndandi. - jab Tilfærsla á bréf- um FL Group Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í gær eftir að olíubirgðir jukust talsvert umfram vænting- ar á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku. Olíuverðið fór í 109,83 dali á tunnu á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum fyrir birtingu bandaríska orkumálaráðuneytis- ins á birgðatölunum í gær. Slík verðlagning á svartagullinu hefur aldrei áður sést. Það lækkaði tals- vert eftir birtingu upplýsinganna og fór lægst í 107,09 dali á tunnu í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir Stephen Schork, rit- stjóra tímarits um olíuiðnaðinn, að birgðaaukningin hafi komið sér á óvart enda dragist þær iðulega saman um þetta leyti árs. Lítil eftir spurn upp á síðkastið skýri breytinguna að einhverju leyti. - jab Olíuverð fór úr hæstu hæðum OLÍUVINNSLUSTÖÐ Sérfræðingur í olíumálum segir litla eftirspurn eftir olíu hafa valdið óvæntri aukningu á birgðastöðu vestanhafs í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS Líkur eru á að hætt verði við sölu á stærsta spari- sjóði Írlands vegna aðstæðna á mörkuðum. Landsbankinn og Kaupþing hafa verið orðaðir við kaupin. Verðtryggð bandarísk ríkisskulda- bréf til fimm ára hafa verið seld með 0,17 prósenta afföllum frá enda febrúar. Þróunin þykir vís- bending um að fjárfestar vestan- hafs sjái háa verðbólgu í spilun- um, að mati Bloomberg-fréttaveitunnar. Bankastjórn bandaríska seðla- bankans vísaði iðulega til þess síð- asta sumar að fremur ætti að halda verðbólgu niðri en að koma til móts við versnandi aðstæður á fjármálamörkuðum með lækkun stýrivaxta. Eftir því sem kreppti að breyttist stefnan í haust og hafa stýrivextir lækkað úr 5,25 pró- sentum í 3,0 prósent nú. Útlit er fyrir 50 punkta lækkun á ný í næstu viku. Á sama tíma er því spáð að verðbólga mælist 2,4 pró- sent á árinu. - jab Afföll á ríkis- skuldabréfum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.