Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 33
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 3
Tískuviku lauk á dögunum í París og eru menn almennt sammála
um að hún hafi verið heldur tilþrifalítil þetta árið. Fáguð hönnun
var þar þó á ferð og fallegar tískusýningar en þær eiga líklega ekki
erindi í annála tískusögunnar. Hugsanlega má skýra þessa útkomu
með erfiðu efnahagsástandi bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum og
af þeirri ástæðu haldi tískuhönnuðir sig aðeins við jörðina og reyni
að hanna seljanlegan fatnað. „Showroomin“ (þar sem innkaupa-
stjórar fjöldamerkjabúðanna og stjórnendur tískuhúsanna sem hafa
útibú um allan heim, sýna hvað á að bjóða á komandi árstíð) höfðu
rólegt yfirbragð að þessu sinni hjá tískuhúsunum. Mikið var um að
stefnumót yrðu ekki að veruleika og að boðaðir viðskiptavinir létu
ekki sjá sig. Stóru verslunarhúsin í Bandaríkjunum eins og Saks,
Barney´s eða Linman Marcus eiga í miklum erfiðleikum vegna
minnkandi veltu og panta því minna en venjulega fyrir næsta vetur.
Helst eru það Rússar, sum Asíulönd og stöku S-Ameríkuríki sem
ekki virðast finna fyrir kreppunni. Flestir eru þó sammála um að
2008 verði erfitt ár í tískunni, spurning hvort eitthvað rætist úr á
næsta ári.
Alexander McQueen er einn þeirra hönnuða sem færa sig nær
hátískunni með alls kyns smáatriðum eins og útsaumi og blúndum
eða blöndun á mismunandi efnum eins og silki og tjulli. Kjólarnir
eru úr sléttflaueli, silki og ull. Tískuhús McQueen er í eigu PPR,
annarrar stærstu lúxussamsteypunnar hér í landi, og á dögunum
var tilkynnt að McQueen og Stella McCartney, (í eigu sömu sam-
steypu) hefðu í fyrsta skipti skilað hagnaði á árinu 2007.
Jean-Paul Gaultier er ofvirkur að vanda. Hann stóð fyrir tveimur
sýningum á einni viku, hjá sínu eigin tískuhúsi og kvenlínu Hermès
þar sem hann er listrænn stjórnandi. Með hátísku og herralínu
Gaultier gerir það átta tískusýningar á ári. Auðvitað með fjölda
aðstoðarmanna en það er þó meistarinn sem hefur síðasta orðið. Á
eftir hafmeyjusýningunni í hátískunni varð það ein söngvamynda
Catherine Deneuve, Peau d´âne eftir Jacques Demy, (Asnaskinn
gæti verið þýðingin) sem var innblástur fyrir Gaultier, mynd sem
naut vinsælda 1970, meðal annars á Íslandi. Gaultier leitar hug-
mynda í villtum skógi og veiðum og óhugnanlegum skógarverum
eins og varúlfum. Fyrir vikið er mikið um loðfeldi, sebrahesta-
munstur og krókódílaskinn. Í kvöldklæðnaði er heldur siðaðri stíll á
ferð, rauður kvöldkjóll undir kínverskum áhrifum eða hvít pils með
perlum. Annars getur Gaultier verið ánægður því á dögunum tók
Marion Cotillard við Cesarstyttunni á föstudegi og Óskarnum á
sunnudegi fyrir hlutverk sitt sem Edith Piaf, í bæði skiptin klædd
fatnaði eftir Gaultier. Á Óskarsverðlaununum var hún í hafmeyju-
kjól úr hátískunni. bergb75@free.fr
Kreppa í tísku
NÚ GETA ÍSLENDINGAR LITIÐ
HRAUSTLEGA ÚT MEÐ SÓLKYSST
HÖRUND ALLAN ÁRSINS HRING.
Með Au Courant-brúnkufroðunni
er einfalt að bera á sig brúnku-
krem án þess að verða flekkóttur
eða þurfa að bíða tímunum
saman eftir lit. Froðan gefur fagur-
gullinn lit án tafar og án þess að
votti fyrir gulum lit á húðinni.
Au Courant-brúnkufroðan ilmar
vel, er mjúk, rakagefandi og dreif-
ir vel úr sér um leið og hún kallar
fram hinn eftirsótta brúna húðlit.
Í Au Courant-línunni fæst einnig
brúnkukrem fyrir andlit og korna-
krem fyrir líkama og andlit. Au
Courant var kosin vara ársins í
Bretlandi 2005. - þlg
Sólarlaus
sólbrúnka
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is
FERMINGAGJAFIR
Seðlaveski
ókeypis nafngylling fylgir
Opnunartími:
mánudag - föstudag 8:00 - 17:00
fi mmtudag 8:00 - 19:00
laugardag 12:00 - 15:00
NÝJAR VÖRUR
Skólavörðustígur 2.
Sími: 445-2020
www.birna.net
komnar
vörurnarorV