Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 3 Tískuviku lauk á dögunum í París og eru menn almennt sammála um að hún hafi verið heldur tilþrifalítil þetta árið. Fáguð hönnun var þar þó á ferð og fallegar tískusýningar en þær eiga líklega ekki erindi í annála tískusögunnar. Hugsanlega má skýra þessa útkomu með erfiðu efnahagsástandi bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum og af þeirri ástæðu haldi tískuhönnuðir sig aðeins við jörðina og reyni að hanna seljanlegan fatnað. „Showroomin“ (þar sem innkaupa- stjórar fjöldamerkjabúðanna og stjórnendur tískuhúsanna sem hafa útibú um allan heim, sýna hvað á að bjóða á komandi árstíð) höfðu rólegt yfirbragð að þessu sinni hjá tískuhúsunum. Mikið var um að stefnumót yrðu ekki að veruleika og að boðaðir viðskiptavinir létu ekki sjá sig. Stóru verslunarhúsin í Bandaríkjunum eins og Saks, Barney´s eða Linman Marcus eiga í miklum erfiðleikum vegna minnkandi veltu og panta því minna en venjulega fyrir næsta vetur. Helst eru það Rússar, sum Asíulönd og stöku S-Ameríkuríki sem ekki virðast finna fyrir kreppunni. Flestir eru þó sammála um að 2008 verði erfitt ár í tískunni, spurning hvort eitthvað rætist úr á næsta ári. Alexander McQueen er einn þeirra hönnuða sem færa sig nær hátískunni með alls kyns smáatriðum eins og útsaumi og blúndum eða blöndun á mismunandi efnum eins og silki og tjulli. Kjólarnir eru úr sléttflaueli, silki og ull. Tískuhús McQueen er í eigu PPR, annarrar stærstu lúxussamsteypunnar hér í landi, og á dögunum var tilkynnt að McQueen og Stella McCartney, (í eigu sömu sam- steypu) hefðu í fyrsta skipti skilað hagnaði á árinu 2007. Jean-Paul Gaultier er ofvirkur að vanda. Hann stóð fyrir tveimur sýningum á einni viku, hjá sínu eigin tískuhúsi og kvenlínu Hermès þar sem hann er listrænn stjórnandi. Með hátísku og herralínu Gaultier gerir það átta tískusýningar á ári. Auðvitað með fjölda aðstoðarmanna en það er þó meistarinn sem hefur síðasta orðið. Á eftir hafmeyjusýningunni í hátískunni varð það ein söngvamynda Catherine Deneuve, Peau d´âne eftir Jacques Demy, (Asnaskinn gæti verið þýðingin) sem var innblástur fyrir Gaultier, mynd sem naut vinsælda 1970, meðal annars á Íslandi. Gaultier leitar hug- mynda í villtum skógi og veiðum og óhugnanlegum skógarverum eins og varúlfum. Fyrir vikið er mikið um loðfeldi, sebrahesta- munstur og krókódílaskinn. Í kvöldklæðnaði er heldur siðaðri stíll á ferð, rauður kvöldkjóll undir kínverskum áhrifum eða hvít pils með perlum. Annars getur Gaultier verið ánægður því á dögunum tók Marion Cotillard við Cesarstyttunni á föstudegi og Óskarnum á sunnudegi fyrir hlutverk sitt sem Edith Piaf, í bæði skiptin klædd fatnaði eftir Gaultier. Á Óskarsverðlaununum var hún í hafmeyju- kjól úr hátískunni. bergb75@free.fr Kreppa í tísku NÚ GETA ÍSLENDINGAR LITIÐ HRAUSTLEGA ÚT MEÐ SÓLKYSST HÖRUND ALLAN ÁRSINS HRING. Með Au Courant-brúnkufroðunni er einfalt að bera á sig brúnku- krem án þess að verða flekkóttur eða þurfa að bíða tímunum saman eftir lit. Froðan gefur fagur- gullinn lit án tafar og án þess að votti fyrir gulum lit á húðinni. Au Courant-brúnkufroðan ilmar vel, er mjúk, rakagefandi og dreif- ir vel úr sér um leið og hún kallar fram hinn eftirsótta brúna húðlit. Í Au Courant-línunni fæst einnig brúnkukrem fyrir andlit og korna- krem fyrir líkama og andlit. Au Courant var kosin vara ársins í Bretlandi 2005. - þlg Sólarlaus sólbrúnka Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is FERMINGAGJAFIR Seðlaveski ókeypis nafngylling fylgir Opnunartími: mánudag - föstudag 8:00 - 17:00 fi mmtudag 8:00 - 19:00 laugardag 12:00 - 15:00 NÝJAR VÖRUR Skólavörðustígur 2. Sími: 445-2020 www.birna.net komnar vörurnarorV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.