Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 52

Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 52
 13. MARS 2008 FIMMTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● fermingar Himneskir herskarar – Fermingarstyttur Auðbrekka 4, gengið inn bakatil. Upplýsingar í síma 862 2783 eða 552 1783. Veislulist og Skútan, Hólshrauni 3 - Hafnarfirði - 555 1810 Íslenskt handverk Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum Matthildur Sigurjónsdóttir fékk að fara í bíó með stóra bróður eftir fermingarveisluna. Janis Joplin í mynd um Woodstock hafði varanleg áhrif á ungu stúlkuna, sem taldi sig þar með hafa teygt sig inn í hóp hinna fullorðnu. „Ég fermdist árið 1971 og þá var hippafílingurinn í algleymi. Mamma leyfði mér að fá sérsaumuð föt, þótt hún væri ekki sátt við valið, en ég var alsæl. Ég valdi símun- strað fjólublátt efni í kjól sem var opinn frá mitti og undir voru stutt- ar buxur. Kjólinn var hnepptur með yfirdekktum tölum úr sama efni og buxurnar. Þessu fylgdu hnéhá stíg- vél. Mér fannst ég flott en kannski var þetta ekki alveg við hæfi fjór- tán ára stúlku,” segir Matthildur Sigurjónsdóttir hlæjandi. Fermingarundirbúningurinn hófst eftir jól og séra Garðar Svav- arsson sóknarprestur í Laugarnes- kirkju sá um fræðsluna fyrir ferm- ingarárgang Matthildar í sókninni. Stóri dagur Matthildar var 25. apríl, fyrsti sunnudagur sumars. „Pabbi var ekki sérlega ánægður með mína frammistöðu í kirkjunni. Ég var algjör unglingur og gat illa haldið mér vakandi í kirkju. Jafn- vel í minni eigin athöfn rann á mig svefnhöfgi og ég fékk olnbogaskot frá sessunaut. Þegar ég leit út í sal sá ég að pabbi sendi mér illt auga. Hann tók mig þó í sátt og ég hef haldið mér vakandi við kirkjuat- hafnir síðan,“ fullyrðir Matthildur, sem er gift og á þrjú börn sem öll eru skírð og fermd. Allar hafa at- hafnirnar farið fram í kirkju, með Matthildi vakandi. „Annars var fermingin mín frek- ar hefðbundin. Ég valdi kökur fram yfir kalt matarhlaðborð. Mamma sá um að fylla borðið af alls kyns hnallþórum og gotterí. Veislan var haldin heima og öll ættin mætti. Mamma og pabbi höfðu þann sið að gefa okkur systkinunum vandað úr í fermingargjöf og ég hef haldið þeim sið fyrir börnin mín. Aðrar gjafir eru ekki eins eftirminnilega en ég man þó að ég fékk 550 krón- ur sem þótti ekki mikið, enda fengu stelpur þá meira af glingri en strák- arnir.“ Að sögn Matthildar var dagurinn ljúfur en hámarkinu var síðan náð um kvöldið þegar hún fór í Austur- bæjarbíó með bróður sínum. „Mér fannst ég orðin fullorðin þegar ég horfði á Woodstock-hátíðina. Janis Joplin stal deginum af Jesú og hefur haft meiri áhrif á mig síðan en það sem presturinn sagði í athöfninni. Enda svaf ég í kirkjunni en vakti í bíó,“ segir hin friðelskandi Matt- hildur kímin og setur Janis Joplin á fóninn í huganum. - vaj Woodstock eftirminnilegust Tíðarandinn endirspeglast í þeim fatnaði sem fermingarbörnin velja sér og það er ansi skondið að skoða gamlar fermingarmyndir, sérstaklega þegar kyrtillinn hylur ekki tískuna. Matthildur er til hægri í efri röð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.