Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 69

Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 69
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 UMRÆÐAN Landbúnaður Sauðkindin hefur verið hluti af lífi íslensku þjóðarinnar allt frá því að land byggðist en segja má að ræktun hennar hafi tekið hvað mestum breytingum á síðustu árum. Búum í sauð- fjárrækt hefur fækkað og þau stækkað nokkuð. Þau eru nú rúm- lega 1.800, en þá eru talin bæði þau sem stunda sauðfjárrækt ein- göngu og þar sem hún er stunduð með öðrum búgreinum. Fé hefur jafnframt fækkað og vetrarfóðr- aðar kindur eru nú 455 þúsund. Framleiðsla á kindakjöti hefur þó haldist að mestu óbreytt þar sem afurðir eftir hverja kind hafa auk- ist á móti. Jafnframt hafa gæði afurðanna aukist gríðarlega á skömmum tíma en hlutfall lamba- kjöts sem lendir í tveimur efstu gæðaflokkum þess hefur fimm- faldast frá 1999 og er nú tæpur fjórðungur. Árið 2003 hófst gæðastýring í sauðfjárrækt. Í henni felst að þeir sem taka þátt í henni vinna eftir ákveðnum aðferðum við framleiðsluna. Í þeim felast meðal annars kröfur um aðbúnað og umhverfi sauðfjár, skýrslu- hald, jarðrækt, fóðrun, heilsufar, lyfjanotkun, afurðir, landnýtingu og fleira. 71% sauðfjárbænda hefur nú fengið framleiðslu sína samþykkta sem gæðastýrða og sú tala fer sífellt hækkandi. Þessi 71% af búunum standa þó fyrir 85% af framleiðslunni. Þau bú sem ekki eru með eru því flest í minna lagi. Þeir sem taka þátt í gæðastýr- ingu þurfa að halda viðurkenndar skýrslur um sinn fjárstofn og afurðir hans, skrá alla fóðuröflun, notkun á tilbúnum áburði og lyfj- um. Að auki þurfa þeir, eins og allir aðrir sauðfjárbændur, að ein- staklingsmerkja allan sinn bústofn þannig að hver gripur er rekjanlegur. Allir sauðfjárbænd- ur þurfa jafnframt að tryggja fénu góðan aðbúnað skv. sérstakri reglugerð þar um. Stærsti þátturinn í gæðastýring- unni eru þó reglur um landnýtingu. Í reglugerð eru settar ákveðnar reglur um landnotkun þannig að ekki er heimilt að nýta land til sauðfjárrækt- ar nema landið þoli það skv. mati viður- kenndra fagaðila. Landgræðslan hefur hingað til séð um að meta það hjá bændum hvort landið þolir þá beit sem áætluð er. Þetta gildir bæði um þau lönd sem bændur eiga eða ráða sjálfir og líka um sameiginleg lönd eins og afrétti. Sé landið ekki í nægi- lega góðu ástandi verður að gera tímasetta og skilgreinda land- bótaáætlun um úrbætur. Á fræða- þingi landbúnaðarins í febrúar sl. fjallaði Gústav Ásbjörnsson hjá Landgræðslunni um stöðu þess- ara mála. Þar kom fram að 90% þátttakenda í gæðastýringu í sauðfjárrækt stóðust mat Land- græðslunnar á landnotkun án athugasemda. 9,7% í viðbót höfðu gert landbótaáætlun en 0,3% stóð- ust ekki kröfurnar. Mikið starf er unnið skv. landbótaáætlununum. Sem dæmi má nefna kom fram í máli Gústavs að sumarið 2007 unnu framleiðendur með gildandi landbótaáætlanir að uppgræðslu um 4000 hektara lands. Fyrir utan þetta starfrækir Landgræðslan verkefnið „Bænd- ur græða landið“ þar sem 650 bændur um land allt vinna að upp- græðslu í samstarfi við stofnun- ina. Áætlað er að þessi hópur bænda hafi unnið að uppgræðslu á rúmlega 6000 ha lands á árinu 2006. Í fréttabréfi Landgræðsl- unnar um verkefnið árið 2007 segir m.a.: „Bændur hafa verið einstaklega samvinnufúsir, tekið vel á móti starfsmönnum og sýnt verkinu áhuga og skilning.“ Sauðfjárbændur leggja því mikla áherslu á ábyrga nýtingu lands í samstarfi við fagaðila á þessu sviði enda er landið sam- eiginleg auðlind okkar allra. Hver kynslóð bænda og í raun landsmanna allra þarf að skila því til næstu kynslóðar í betra ástandi en hún tók við því. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Gæðastýring, land- notkun og sauðfé SIGURÐUR EYÞÓRSSON Grjóti kastað úr glerhúsi UMRÆÐAN Fjölmiðlar Það vakti athygli mína að ríkissjónvarpið þurfti þrisvar sinnum á nokkrum dögum að leið- rétta og biðjast afsök- unar á rangfærslum um Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son, oddvita Sjálfstæð- isflokksins í borgar- stjórn. Fyrst var það Kastljósið sem hélt því fram að hann hefði orðið tvísaga um kaupréttar- samninga starfsmanna Orkuveit- unnar. Það var rangt og beðist velvirðingar á því. Nokkrum dögum síðar var Vilhjálmur sak- aður um að segja ósatt. Þá birtist í aðalfréttatíma Ríkissjónvarps- ins frétt um að Vilhjálmur hefði ekki haft formlegt álit frá borg- arlögmanni um lögmæti eigenda- fundar Orkuveitunnar eins og hann hefði haldið fram í útvarps- viðtali í október. Vilhjálmur hélt aldrei slíku fram og bað fréttastofan velvirð- ingar á því. Leiðréttingin var birt inni í fréttatímanum daginn eftir, en á rangfærslunni hafði verið hamr- að fjórum sinnum daginn áður því hún var eitt af því helsta sem var í fréttum. Og nú fyrir nokkrum dögum hélt fréttastofa Ríkis- sjónvarpsins því fram í fyrstu frétt að Vilhjálm- ur hefði ekki mætt á borgarstjórnarfund þann daginn. Mikið var gert úr því, þetta koma fram í inngangi fréttar þar sem fréttaþulur, Páll Magnússon, spurði fréttamann sem var staddur í Ráðhúsinu hvers vegna Vilhjálmur hefði verið fjarver- andi. Þessi fullyrðing var hins vegar röng því Vilhjálmur var á fund- inum. Þessi rangfærsla var síðan leiðrétt í seinni fréttum Sjón- varpsins sem hafa mun minna áhorf en aðalfréttatíminn sam- kvæmt skoðanakönnunum. Það hlýtur að vera einstakt að svona komi upp þrisvar sinnum gagn- vart sama manninum á örfáum dögum og það á ríkismiðli sem ávallt hefur lagt mikið upp úr trausti almennings á að farið sé rétt með. Skattgreiðendur eiga heimt- ingu á því að ríkisfjölmiðlar vandi umfjöllun sína og geri ekki svona alvarleg mistök. Höfundur er viðskiptastjóri. ÓTTARR GUÐLAUGSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.