Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 70

Fréttablaðið - 13.03.2008, Page 70
34 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Skattamál Nýlega kynnti ríkis-stjórnin tillögur sínar um að lækka tekjuskatt á fyrirtæki úr 18% og niður í 15%. Fyrirhuguð skatta- lækkun er hluti af ráð- stöfunum ríkisvaldsins til að liðka fyrir gerð kjarasamninga milli atvinnurekenda og launþega sem undirrit- aðir voru fyrir skömmu. Fagna ber áætlunum um lægri tekjuskatt á fyrirtæki. Lægri skatt- ar auka arðsemi fyrir- tækja sem skilar sér í auknum umsvifum og stærri skattstofni rík- isins í fyllingu tímans. Auk þess tryggja frek- ari skattalækkanir aukna samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og opinbera staðfestu ríkisstjórnarinnar að ganga lengra í umbótum á skattkerfinu en aðrar þjóðir innan OECD. Stjórn SUS samþykkti nýverið ályktun þar sem skattalækkunum var fagnað en um leið gerðar alvar- legar athugasemdir við breytingar á útreikningi bóta og annarra tekju- tilfærsluliða. Ungir sjálfstæðis- menn hafa lengi barist fyrir lækkun skatta og einfaldara skatt- kerfi og lagt áherslu á að skattheimta sé notuð til tekjuöflunar fyrir hið opinbera en ekki til tekjujöfnunar. Heilla- vænlegast væri fyrir almenning og fyrirtæki að tekin yrði upp lágur flatur skattur á ein- staklinga og á fyrir- tæki. Þannig verður skattkerfið skilvirkara og gagnsærra en aðal- atriði er að almenn vel- megun eykst í þjóðfé- laginu. Áherslan á einfalt skattkerfi á að vera markmið til fram- tíðar enda grunnfor- senda að skattgreið- endur skilji hvernig ríkið heimtir af þeim skatta. Í boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er því miður að finna atriði sem ganga þvert á þessa stefnu, t.d. auknar greiðsl- ur úr ríkissjóði í formi bóta og styrkja. Slíkar úthlutanir í gegnum skattkerfið eru líklegar til að flækja kerfið og gera það óréttlát- ara. Best væri ef bótakerfið stæði fyrir utan skattkerfið og miðaðist við að hjálpa þeim sem á þurfa að halda en ekki vera notað til að jafna tekjur milli einstaklinga í samfé- laginu. Ríkisstjórnin hefði betur kynnt hvernig hún hefði hugsað sér að lækka tekjuskattsprósentu á einstaklinga og færa hana nær skattheimtu á fyrirtæki. Þá er eðlilegt að gjalda varhug við því hvernig ríkisvaldið blandar sér í gerð kjarasamninga á frjáls- um vinnumarkaði og tekur beinan þátt í að liðka fyrir gerð þeirra með aðgerðum sem flækja skattkerfið. Nefna má að það var vegna kröfu frá verkalýðsforystunni sem síð- asta ríkisstjórn hætti við 1% lækk- un tekjuskatts. Umhugsunarefni er að í kröfugerð verkalýðsfor- ystunnar um kaup og kjör fylgja iðulega kröfur um lagabreytingar sem varða samfélagið allt en ekki bara umbjóðendur þeirra. Hvað sem því líður er ástæða til að hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir skynsamlega kjarasamninga og samþykkja að hækka lægstu laun án þess að stefna kaupmætti launa eða stöðugleika á vinnumark- aði í hættu. Að sama skapi verður gerð sú krafa til hins opinbera að ríki og sveitarfélög sýni sams konar skynsemi við gerð launa- samninga við opinbera starfsmenn. Það væri til að æra óstöðugan ef launasamningar ríkisstarfsmanna væru úr takti við nýgerða kjara- samninga. Það er atvinnulífið sem dregur velferðarvagninn en ekki öfugt og miðað við ástand efna- hagsmála er nauðsyn að hið opin- bera sýni mikið aðhald í rekstri og fjárfestingum. Höfundar eru stjórnarmenn í SUS. Lækkun tekjuskatts fyrirtækja UMRÆÐAN Meiðyrðadómur Kristján Kristins-son, öryggis- og umhverfisfulltrúi Landsvirkjunar við Kárahnjúka, skrifaði í Fréttablaðið 8. mars og lét að því liggja að ég hefði ýjað að því að Impregilo, stærsti verktakinn á Kárahnjúkum, ætti einhvern þátt í andláti fimm manna sem létust við störf þar. Slíkt hvarflaði ekki að mér og stendur heldur ekki skrifað í greinina sem hann Kristján var að svara. Það vorum við öll sem ákváðum að efnahagslegur ábati virkjunarinnar væri þess virði sem til yrði kostað án þess að það væri allt fyllilega fyrirsjáanlegt. Eins og Kristján orðar það sjálfur í skýrslu á vef Landsvirkjunar frá 2005: „Allir eru af vilja gerðir til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn á virkjun- arsvæðinu við Kára- hnjúka slasist við vinnu sína. Aðstæður þarna eru hins vegar þannig að óumflýjanlegt er að einhver óhöpp og slys eigi sér stað þrátt fyrir markvissar og öfl- ugar forvarnir.“ Þetta mátti öllum vera ljóst og þess vegna eru ávirð- ingar Kristjáns smekklausar, svo ég noti orðfæri hans sjálfs. Ómar R. Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregilo, gerðist hins vegar svo ónærgætinn að ýja að því, í góðu gríni við fjölmiðlafólk, að veikindi tuga erlendra starfs- manna við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum væru helst óþrifn- aði starfsmannanna að kenna. Slík ummæli þættu réttlæta viðurnefn- ið „rasisti“ í ýmsum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rasisti er dónalegt viðurnefni og í því felst dómur, en í því felst líka greining. Ég nefndi að mér þætti „stétta- hyggja“ eða „stéttafordómar“ frek- ar lýsandi í þessu tilfelli en rasismi. Báðir þættir spila þó inn í, enda hefur fulltrúi íslenskrar útgerðar trúlega aldrei látið viðlíka ummæli falla um íslenska sjómenn, hvað þá á mannskaðavertíð. Nú hefur héraðsdómur dæmt mann til býsna hárrar fjársektar fyrir að nefna þetta. Það vill vera svo að gagnrýni á ástand samfélags er liðin svo fremi sem fjallað er almennt um ástandið en einstök dæmi ekki tínd til, ein- stakir menn ekki nefndir. Að nefna einstök dæmi felur líka í sér dóna- skap – en án einstöku dæmanna finnur gagnrýni heldur enga við- spyrnu. Hér á landi var, fram á níunda áratuginn, farið eftir svo strangri meiðyrðalöggjöf að rit- stjórar vinstri dagblaðanna gátu sig varla hrært án þess að vera kærðir – enda var þá bannað, með lögum, að láta „óviðurkvæmileg“ orð falla um opinbera embættis- menn, eins þó að þau væru sönn og sannanleg. Þau mál breyttust öll nokkuð eftir að Sigmund var dæmdur fyrir skopmynd sem hann teiknaði og Morgunblaðið birti. Síðan lögðu vinstri blöðin sig niður. Nú hjúfrar nýtt valdaskipulag býsna þægilega um sig á Íslandi. Það mun, vitaskuld, verja hags- muni sína af hörku og leikni. En það er misskilningur að fyrirtæki séu svo einráð á landinu að fulltrú- ar þeirra geti í slagtogi við dóm- stóla stöðvað lýðræðislega umræðu með því að banna beitingu á lykil- hugtökum pólitískrar gagnrýni. Það má vera reiður og það má vera ókurteis. Þetta sem er nú uppnefnt dónaskapur er hjarta lýðræðisins. Allir vita hvað hjörtu gera. Höfundur er heimspekingur. Lýðræði er dónalegt HAUKUR MÁR HELGASON HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON TEITUR BJÖRN EINARSSON UMRÆÐAN Fæðuöryggi Íslands Eigum við að velja íslenskar landbún- aðarafurðir vegna hollustu þeirra eða hollustu okkar við íslenska framleiðslu? Á nýafstöðnu búnaðar- þingi fjallaði forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, um hversu mikilvægt það væri að við Íslend- ingar byggjum við fæðuöryggi. Hugtakið fæðuöryggi er þýðing á enska hugtakinu „Food security“ og vísar til þess að samfélag hafi aðgang að nægum matvælum, að við sem þjóð séum sjálfum okkur næg er varðar matvælafram- leiðslu. Það getur líka þýtt að við höfum aðgang að mörkuðum sem tryggja okkur nægt framboð matvæla. En er það svo tryggt að við- skipti við aðrar þjóðir veiti okkur þetta fæðuöryggi? Það kann að vera að afnám tolla og viðskipta- samningar geri okkur sem neyt- endum kleift að nálgast ódýrari matvöru. Staðan er þó sú að sam- keppnin í heiminum um matvæli fer harðnandi. Stórar þjóðir eru líka farnar að flytja inn matvæli, áburð og kjarnfóður í stórum stíl. Þetta hefur valdið hækkandi heimsmarkaðsverði sem bitnar jafnt á erlendum bændum sem íslenskum. Allt útlit fyrir áfram- haldandi hækkun á matvælaverði í heiminum. Sérstaða íslensks landbúnaðar Íslenskur landbúnaður státar sig af hreinleika og sjálfbærni. Við höfum hreint vatn, hreint loft og notkun eiturefna er í minni mæli en hjá mörgum öðrum þjóðum. Það eru lífsgæði sem hafa ber í huga þegar innlend matvælafram- leiðsla er borin saman við innflutt matvæli. Það leiðir hugann að hugtakinu matvælaöryggi eða „Food safety“, en það felur í sér að matvæli séu örugg, heilnæm, laus við eiturefni og óheilnæm aðskotaefni. Komið er inn á kröf- una um rekjanleika og innihalds- lýsingu, að neytandinn sé upplýst- ur um hvernig vöru hann er að kaupa. Eitthvað af matvöru sem kemur erlendis frá skortir merk- ingar um innihald. Íslenskar land- búnaðarvörur eru ekki undan- skildar þessari kröfu. Stór hluti af því kjarnfóðri sem flutt er til landsins er erfðabreyttur án þess að þess sé nokkurs staðar getið í innihaldslýsingu fóðurs og því síður á búfjárafurðum sem fram- leiddar eru með slíku fóðri. Við verðum í ljósi matvælaöryggis og neytendaverndar að eiga inni- stæðu fyrir yfirlýsingum um hreinleika íslenskrar matvæla- framleiðslu. Vandi matvælaframleiðslu Frjósemi um 40% ræktunarlands í heiminum hefur rýrnað verulega á hálfri öld. Þó að kornuppskera hafi aukist allt frá 7. áratug síðustu aldar hefur uppskera á hvern hektara ekki aukist þrátt fyrir aukna áburðargjöf. Ástæður geta verið margar en sú helsta er að lífræn efni í jarð- vegi hafa minnkað vegna notkunar á til- búnum áburði, ein- hæfrar ræktunar og vegna þess að lífræn efni skila sér ekki til baka eftir uppskeru (eru oft brennd eða fjarlægð af landinu). Er lífræn ræktun svarið? Sú þróun sem átt hefur sér stað í landbúnaði hér á landi og annars staðar í heiminum, að stækka bú og fækka þeim, hefur gert það að verkum að búin verða stöðugt háðari aðföngum s.s. kjarnfóðri og áburði. Þetta á sérstaklega við um svína- og alifuglaframleiðslu og einnig í mjólkurframleiðslu. Þessar greinar eru því viðkvæm- ari fyrir hækkunum á þessum aðföngum. Í ljósi hækkunar á tilbúnum áburði hljóta að liggja tækifæri í lífrænum landbúnaði sem ekki er eins háður aðföngum og hækkun á þeim. Það ásamt því að lífræn ræktun fer betur með jarðveg leiðir hugann að því hvort ekki sé tími til kominn að stjórnvöld komi til móts við og styrki þá bændur sem eru í lífrænum búskap eða hafa hug á honum. Sá tími sem fer í aðlögun og bið eftir því að rækt- unarlandið hljóti vottun fælir ein- hverja frá því að hefja lífræna ræktun án stuðnings stjórnvalda því bændur verða fyrir tekjutapi þennan tíma. Íslenskur landbún- aður hefur alla burði til að fram- leiða lífræna og vottaða vöru, því ólíkt löndunum í kring um okkur eru ytri aðstæður, svo sem hreint vatn og jarðvegur, hagstæðari þeim sem vilja hefja lífrænan búskap. Ef ekki væri fyrir þrautseigju og dugnað framleiðendanna sem hér stunda lífræna framleiðslu, starf landsráðunautar í lífrænni ræktun og þróunarstarf vottunar- stofunnar Túns, sem nýtur alþjóð- legrar viðurkenningar, væri staða lífræns landbúnaðar jafnvel enn verr sett. Neytendur eru líka að vakna til vitundar um holla vöru vottaða og upprunamerkta. Það ætti því að vera hagur bænda og neytenda að þessi grein landbún- aðarins njóti sama stuðnings og hefðbundinn búskapur. Höfundur er ritari Matvæla- og veitingafélags Íslands. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi. Þjóðrækni eða sjálfbærni? SIGURÐUR MAGNÚSSON Við verðum í ljósi matvælaör- yggis og neytendaverndar að eiga innistæðu fyrir yfirlýsing- um um hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.